Frændi Klay Thompson átti hugmyndina af upptökunum fyrir „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 12:00 Michael Jordan var stæsta íþróttastjarna heims á hápunkti sínum með liði Chicago Bulls á tíunda áratugnum en hann vann sex meistaratitla með liðinu frá 1991 til 1998. Getty/Ken Levine Sagan á bak við það af hverju að myndavélar fylgdu Michael Jordan og liðsfélögum hans um hvert fótmál á lokatímabili Jordan með Chicago Bulls er saga manns sem hafði útsjónarsemina og samböndin til að fá að taka upp sögulegt efni. Fyrstu tveir þættirnir af heimildarmyndinni „The Last Dance“ voru frumsýndir í Bandaríkjunum í nótt. Þar er fjallað um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls þar sem liðið vann sjötta og síðasta NBA-titil sinn en allir unnist þeir á átta ára tímabili. Michael Jordan gaf loksins grænt ljós á að þessar myndir kæmu fyrir augu almennings en upphaflega hugmyndin af myndatökunum kom frá manni sem Michael Jordan treysti vel. This is the origin story of how #TheLastDance was made possible: https://t.co/mzb15iM2Pn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 19, 2020 Maðurinn sem átt hugmyndina af upptökunum var maður að nafni Andy Thompson. Hann hafði unnið sér inn traust hjá Michael Jordan og þeir voru félagar. Andy Thompson hafði og hefur sterkar tengingar inn í NBA-deildina. Bróðir hans, Mychal Thompson, kom til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson árið 1987 og frændi Andy er Klay Thompson, núverandi stjörnuleikmaður Golden State Warriors. Andy Thompson hefur síðan unnið mikið fyrir NBA-deildina á bak við tjöldin og fáir menn í deildinni eru með betri sambönd. Það hefur verið grínast með það að fáir símar séu með fleiri mikilvæg símanúmer en einmitt síminn hans Andy Thompson. Andy Thompson hafði unnið með Michael Jordan við gerð heimildarmyndanna um meistaratímabil Chicago Bulls árin á undan en þeir unnu einnig saman við gerð myndar um Ólympíuævintýrið í Barcelona haustið 1992. How #TheLastDance came into being. https://t.co/KjOQVc5hly pic.twitter.com/Fv9ryIIa8o— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 20, 2020 „Eftir 1996-97 tímabilið var umræða í gangi um að liðin myndi leysast upp og að næsta tímabil yrði það síðasta hjá þessum hóp. Ég sagði: Þetta var síðasta tækifæri okar til að gera heimildarmynd um eitt ár hjá Michael,“ sagði Andy Thompson í samtali við USAToday. NBA-deildin þurfti að sannfæra eigendur Chicago Bulls, Phil Jackson þjálfara og auðvitað Michael Jordan sjálfan. Það tókst en síðan liðu meira en tveir áratugi þar til að Jordan gaf loksins grænt ljós á að efnið kæmi fyrur augu almennings. Jordan var loksins tilbúin fyrir tveimur árum og í kjölfarið lagðist ESPN í framleiðslu heimildarmyndarinnar „The Last Dance“ sem varð að tíu þátta seríu. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og eru núna aðgengilegir inn á Netflix á Íslandi. NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Sagan á bak við það af hverju að myndavélar fylgdu Michael Jordan og liðsfélögum hans um hvert fótmál á lokatímabili Jordan með Chicago Bulls er saga manns sem hafði útsjónarsemina og samböndin til að fá að taka upp sögulegt efni. Fyrstu tveir þættirnir af heimildarmyndinni „The Last Dance“ voru frumsýndir í Bandaríkjunum í nótt. Þar er fjallað um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls þar sem liðið vann sjötta og síðasta NBA-titil sinn en allir unnist þeir á átta ára tímabili. Michael Jordan gaf loksins grænt ljós á að þessar myndir kæmu fyrir augu almennings en upphaflega hugmyndin af myndatökunum kom frá manni sem Michael Jordan treysti vel. This is the origin story of how #TheLastDance was made possible: https://t.co/mzb15iM2Pn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 19, 2020 Maðurinn sem átt hugmyndina af upptökunum var maður að nafni Andy Thompson. Hann hafði unnið sér inn traust hjá Michael Jordan og þeir voru félagar. Andy Thompson hafði og hefur sterkar tengingar inn í NBA-deildina. Bróðir hans, Mychal Thompson, kom til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson árið 1987 og frændi Andy er Klay Thompson, núverandi stjörnuleikmaður Golden State Warriors. Andy Thompson hefur síðan unnið mikið fyrir NBA-deildina á bak við tjöldin og fáir menn í deildinni eru með betri sambönd. Það hefur verið grínast með það að fáir símar séu með fleiri mikilvæg símanúmer en einmitt síminn hans Andy Thompson. Andy Thompson hafði unnið með Michael Jordan við gerð heimildarmyndanna um meistaratímabil Chicago Bulls árin á undan en þeir unnu einnig saman við gerð myndar um Ólympíuævintýrið í Barcelona haustið 1992. How #TheLastDance came into being. https://t.co/KjOQVc5hly pic.twitter.com/Fv9ryIIa8o— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 20, 2020 „Eftir 1996-97 tímabilið var umræða í gangi um að liðin myndi leysast upp og að næsta tímabil yrði það síðasta hjá þessum hóp. Ég sagði: Þetta var síðasta tækifæri okar til að gera heimildarmynd um eitt ár hjá Michael,“ sagði Andy Thompson í samtali við USAToday. NBA-deildin þurfti að sannfæra eigendur Chicago Bulls, Phil Jackson þjálfara og auðvitað Michael Jordan sjálfan. Það tókst en síðan liðu meira en tveir áratugi þar til að Jordan gaf loksins grænt ljós á að efnið kæmi fyrur augu almennings. Jordan var loksins tilbúin fyrir tveimur árum og í kjölfarið lagðist ESPN í framleiðslu heimildarmyndarinnar „The Last Dance“ sem varð að tíu þátta seríu. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og eru núna aðgengilegir inn á Netflix á Íslandi.
NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum