Viðskipti innlent

Stjórnarmenn þurfa ekki lengur háskólapróf

Haraldur Guðmundsson skrifar
FME gerir ekki lengur kröfu um háskólapróf sem nýtis í starfi.
FME gerir ekki lengur kröfu um háskólapróf sem nýtis í starfi. Vísir/Ernir
Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækja þurfa nú ekki lengur að hafa háskólapróf sem nýtist í starfi. Samkvæmt nýjum reglum Fjármálaeftirlitsins (FME), um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, er þó áfram gerð krafa um þekkingu og reynslu viðkomandi og að þeir hafi lokið námi sem nýtist í starfi.

Frá þessu er greint á vef FME. Þar segir einnig að sérstaklega sé tilgreint í reglunum að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skuli hafa þekkingu á áhættuþáttum í starfsemi fjármálafyrirtækis.

„Hæfisskilyrði um gott orðspor kemur í stað hæfisskilyrðis um óflekkað mannorð og að stjórnarmaður hafi ekki sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni hans,“ segir á vefnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×