Innlent

Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa
Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði hann, á bráðamóttöku Landspítalans aðfaranótt sunnudags eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var í fylgd eiginkonu sinnar. Hann var rifbeinsbrotinn. Maðurinn var ekki lagður inn en lést á Landspítalanum á sunnudag. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást, þar á meðal sprungið milta.

Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri læknina á LSH sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 taka hann alvarlega. „Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ sagði Ólafur. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×