Gunnar tapaði síðast fyrir Demian Maia á stóru bardagakvöldi í Las Vegas en Maia er ásamt Gunnari talinn einn bestu glímumaður í allri UFC-bardagadeildinni.
Maia vann afar sannfærandi sigur í bardaganum og hafði Gunnar undir í glímunni. Gunnar svaraði spurningum Helwani um þann bardaga.
„Ég var orðinn þreyttur strax eftir tvær mínútur og fannst að ég væri ekki í eigin líkama,“ sagði Gunnar í viðtalinu sem má heyra allt hér fyrir neðan. Það hefst eftir um 28 mínútur.
Sjá einnig: Tumenov virkar grjótharður
„Þetta er skrýtið. Þessi tilfinning hefur komið áður og kemur bara og fer. Ég vil í raun ekki tala um þetta. Ég vil bara hætta að tala um þetta kvöld.“
„Kannski get ég útskýrt þetta betur síðar en núna vil ég bara einbeita mér að næsta bardaga.“
Gunnar sagði enn fremur að hann hafi aldrei íhugað að hætta eftir þennan bardaga og að hann væri spenntur fyrir því að berjast gegn Tumenov sem hefur nú unnið fimm bardaga í röð.
„Ég hef séð 2-3 bardaga með honum og hann lítur vel út. Sérstaklega á fótunum. Ég hef ekki séð mikið til hans á gólfinu. Hann lítur vel út og er greinilega úthaldsgóður.“