Björt segir enga töfralausn til í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2017 13:00 Þingmenn voru sammála um mikilvægi loftslagsaðgerða þegar þeir ræddu nýja skýrslu umhverfisráðherra um stöðu og stefnu Íslands í loftslagsmálum. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, varaði við því að engin ein töfralausn væri til í loftslagsmálum þegar hún hóf umræður um skýrslu sínu á Alþingi í morgun. Skýrslan dregur upp dökka mynd af stöðu Íslands í loftslagsmálum. Án meiriháttar inngrips á Ísland ekki eftir að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto-bókuninni né Parísarsamningnum. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern Íslending sé nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu, eins og kemur fram í frétt Fréttablaðsins um skýrsluna. Ráðherrann lýsti skýrslunni sem viðvörun en jafnframt hvatningu. Íslendingar eigi fjölmörg tækifæri til að draga úr losun og auka bindingu. Margar aðgerðanna séu ódýrar og sumar skili hreinlega fjárhagslegum ávinningi. „Við þurfum þó að skilja að það er engin ein töfralausn, ekkert eitt verkefni sem getur leyst allt. Við þurfum að sækja fram alls staðar þar sem við sjáum fram á árangur og forgangsraða aðgerðum sem eru hagkvæmastar og skila fjölbreyttum ávinningi,“ sagði Björt þegar hún fór yfir þær aðgerðir sem ráðast þyrfti í.Hrósað fyrir hreinskiptniFulltrúar stjórnarandstöðunnar hrósuðu Björtu fyrir hreinskiptnina. Þannig sagði Kolbeinn Proppé, þingmaður Vinstri grænna, að nýr tónn kveði við í skýrslunni og samflokkskona hans, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sagði að skýrslan dragi enga fjöður yfir að stjórnvöld hafi verið værukær í loftslagsmálum og aðgerðum. Rósa Björk sagðist engu að síður efast um að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar gengu í sama takti og umhverfisráðherrann. Spurði hún hvort að allir ráðherrarnir væru sammála yfirlýsingu í stjórnarsáttmálanum að ekki yrðu gerðir fleiri ívilnandi samningar um stóriðju. Þá benti hún á að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði nýlega skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hún hreinlega varaði við grænum sköttum. Björt hefur meðal annars talað fyrir þeim til að draga úr losun.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ýmislegt hafa verið gert í loftslagsmálum.Vísir/ErnirLíti til heildaráhrifa stóriðjuÞó að þátttakendur í umræðunni úr öllum flokkum væru sammála um mikilvægi aðgerða og lofuðu skýrslu umhverfisráðherra gerði Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, athugasemd við að lítið væri gert úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnar hans í loftslagsmálum. Fullyrti Sigurður Ingi að það hefði verið fyrsta heildstæða áætlun Íslands í loftslagsmálum sem byggði á fjármögnuðum verkefnum. Þá benti hann á mikilvægi þess að huga að loftslagi í öðrum málum, þar á meðal þegar kæmi rammaáætun, að flutningskerfi raforku og hugmyndum um að selja raforku til Evrópu um sæstreng. Varaði hann sérstaklega við áhrifum þess að hafna frekari stóriðjuuppbyggingu. „Verður þá afleiðingin sú að það verður farið í slík verkefni á öðrum svæðum, annars staðar í heiminum þar sem nýtt eru kolaver? Hver eru þá heildaráhrifin á loftslagsmál í heiminum?“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Þingmenn voru sammála um mikilvægi loftslagsaðgerða þegar þeir ræddu nýja skýrslu umhverfisráðherra um stöðu og stefnu Íslands í loftslagsmálum. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, varaði við því að engin ein töfralausn væri til í loftslagsmálum þegar hún hóf umræður um skýrslu sínu á Alþingi í morgun. Skýrslan dregur upp dökka mynd af stöðu Íslands í loftslagsmálum. Án meiriháttar inngrips á Ísland ekki eftir að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto-bókuninni né Parísarsamningnum. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern Íslending sé nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu, eins og kemur fram í frétt Fréttablaðsins um skýrsluna. Ráðherrann lýsti skýrslunni sem viðvörun en jafnframt hvatningu. Íslendingar eigi fjölmörg tækifæri til að draga úr losun og auka bindingu. Margar aðgerðanna séu ódýrar og sumar skili hreinlega fjárhagslegum ávinningi. „Við þurfum þó að skilja að það er engin ein töfralausn, ekkert eitt verkefni sem getur leyst allt. Við þurfum að sækja fram alls staðar þar sem við sjáum fram á árangur og forgangsraða aðgerðum sem eru hagkvæmastar og skila fjölbreyttum ávinningi,“ sagði Björt þegar hún fór yfir þær aðgerðir sem ráðast þyrfti í.Hrósað fyrir hreinskiptniFulltrúar stjórnarandstöðunnar hrósuðu Björtu fyrir hreinskiptnina. Þannig sagði Kolbeinn Proppé, þingmaður Vinstri grænna, að nýr tónn kveði við í skýrslunni og samflokkskona hans, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sagði að skýrslan dragi enga fjöður yfir að stjórnvöld hafi verið værukær í loftslagsmálum og aðgerðum. Rósa Björk sagðist engu að síður efast um að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar gengu í sama takti og umhverfisráðherrann. Spurði hún hvort að allir ráðherrarnir væru sammála yfirlýsingu í stjórnarsáttmálanum að ekki yrðu gerðir fleiri ívilnandi samningar um stóriðju. Þá benti hún á að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði nýlega skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hún hreinlega varaði við grænum sköttum. Björt hefur meðal annars talað fyrir þeim til að draga úr losun.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ýmislegt hafa verið gert í loftslagsmálum.Vísir/ErnirLíti til heildaráhrifa stóriðjuÞó að þátttakendur í umræðunni úr öllum flokkum væru sammála um mikilvægi aðgerða og lofuðu skýrslu umhverfisráðherra gerði Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, athugasemd við að lítið væri gert úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnar hans í loftslagsmálum. Fullyrti Sigurður Ingi að það hefði verið fyrsta heildstæða áætlun Íslands í loftslagsmálum sem byggði á fjármögnuðum verkefnum. Þá benti hann á mikilvægi þess að huga að loftslagi í öðrum málum, þar á meðal þegar kæmi rammaáætun, að flutningskerfi raforku og hugmyndum um að selja raforku til Evrópu um sæstreng. Varaði hann sérstaklega við áhrifum þess að hafna frekari stóriðjuuppbyggingu. „Verður þá afleiðingin sú að það verður farið í slík verkefni á öðrum svæðum, annars staðar í heiminum þar sem nýtt eru kolaver? Hver eru þá heildaráhrifin á loftslagsmál í heiminum?“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00