Telja líklegt að fuglaflensa berist hingað til lands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2017 11:56 Matvælastofnun telur töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist hingað til lands með farfuglum. Alvarlegt afbrigði fuglaflensu hefur greinst víða um Evrópu en það hefur verið að breiðast hratt út um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú. Þar segir jafnframt að veiran sé af gerðinni H5N8 sem hafi greinst í villtum fuglum og alifuglum, meðal annars á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til. Starfshópur, sem skipar sérfræðinga MAST, Háskóla Íslands, tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglum, sem senn fara að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað á stig tvö af þremur mögulegum. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.Hvetja fólk til að tilkynna um fund á dauðum fuglum MAST hvetur fólk í tilkynningu sinni að tilkynna um fund á dauðum fuglum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar, en starfshópurinn vinnur nú að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, meðal annars í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós. „Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn,“ segir í tilkynningunni. Stofnunin mun á næstunni, að öllu óbreyttu, leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru fuglaeigendur hvattir til að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla. Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Matvælastofnun telur töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist hingað til lands með farfuglum. Alvarlegt afbrigði fuglaflensu hefur greinst víða um Evrópu en það hefur verið að breiðast hratt út um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú. Þar segir jafnframt að veiran sé af gerðinni H5N8 sem hafi greinst í villtum fuglum og alifuglum, meðal annars á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til. Starfshópur, sem skipar sérfræðinga MAST, Háskóla Íslands, tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglum, sem senn fara að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað á stig tvö af þremur mögulegum. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.Hvetja fólk til að tilkynna um fund á dauðum fuglum MAST hvetur fólk í tilkynningu sinni að tilkynna um fund á dauðum fuglum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar, en starfshópurinn vinnur nú að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, meðal annars í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós. „Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn,“ segir í tilkynningunni. Stofnunin mun á næstunni, að öllu óbreyttu, leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru fuglaeigendur hvattir til að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla.
Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira