Sport

Sportið í dag: Ásgeir Örn, Grótta, staðan á Akureyri, nýr Íslandsmeistari í FIFA og Kári í skúrnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis og Kjartan Atla, er alla virka daga klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.
Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis og Kjartan Atla, er alla virka daga klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport. vísir/vilhlem

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson bjóða upp á flottan þátt af Sportinu í dag. Venju samkvæmt hefst þátturinn klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Handknattleikskappinn Ásgeir Örn Hallgrímsson sest í stólinn að þessu sinni en það verður nóg að ræða um þar. 

Einnig verður púlsinn tekinn á Gróttu-mönnum sem eru að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta tímabil í efstu deild karla. 

Formaður ÍBA, Geir Kristinn Aðalsteinsson, ræðir ástandið í íþróttalífinu á Akureyri og nágrenni en þar eru sameiningar í kortunum. 

Svo hittum við nýkrýndan Íslandsmeistara í FIFA20 en hann er að fara að taka þátt í móti þar sem meðspilari hans verður Birkir Már Sævarsson. Þá kemur Kári Kristján Kristjánsson með pistil úr bílskúrnum góða í Vestmannaeyjum.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×