„Langbesta liðið í þessari deild“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. október 2024 20:55 Halldór Árnason var kampakátur í leikslok og raunar löngu áður en leiknum lauk. vísir / anton „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. Breiðablik var mun betri aðilinn í kvöld. Halldór segir tvær leiðir til að mæta Víkingi, Breiðablik fór þá seinni. Maður á mann pressa, sem var framkvæmd af gríðarlegri ákefð. „Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingi. Annað hvort í fimm manna lágri varnarlínu eða maður á mann pressa út um allan völl. Mér fannst þeir aldrei komast eitt né neitt í þessum leik. Frá fyrstu mínútu var þetta aldrei spurning.“ Meira að segja eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks féll Breiðablik ekki neðarlega á völlinn og fór að verja forystuna heldur hélt liðið sama leikskipulagi og hafði skilað mörkunum. Þið ætluðuð bara algjörlega að klára Víkinga? spurði Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Klárt mál. Á 96. mínútu erum við ennþá að pressa maður á mann. Hátt uppi og hægja á þeim. Menn misstu aldrei trúna og það skilaði sigrinum.“ Frábært fyrsta tímabil Þetta er fyrsta tímabil Halldórs sem aðalþjálfari Breiðabliks. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það þurfti auðvitað margt að ganga upp en það var alltaf markmiðið, alveg skýrt. Við ætluðum okkur ekki neitt annað þannig auðvitað var maður búinn að sjá það fyrir sér. Samt mikilvægt að átta sig á því hvað við erum búnir að vinna að þessu í langan tíma. Öll vinnan og allt sem teymið leggur á sig skilgreinist ekki í úrslitum í einum leik. En þegar þú átt svona frammistöðu koma úrslitin með, og titill!“ Stuðningur úr öllum áttum Stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hátt allan leikinn og yfirgnæfðu heimamenn á löngum köflum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þriðja markið var skorað og eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna titlinum með liðinu. „Allt Blikasamfélagið út um allt, í Smáranum, garðinum hérna fyrir aftan, á vellinum. Maður fann stuðninginn frá þeim alls staðar úr öllum áttum sem auðvitað hjálpaði mikið. Bara til hamingju Breiðablik og allir Blikar,“ sagði Halldór að lokum áður en hann fór að taka við titlinum. Klippa: Íslandsmeistarinn Halldór Árnason Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Breiðablik var mun betri aðilinn í kvöld. Halldór segir tvær leiðir til að mæta Víkingi, Breiðablik fór þá seinni. Maður á mann pressa, sem var framkvæmd af gríðarlegri ákefð. „Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingi. Annað hvort í fimm manna lágri varnarlínu eða maður á mann pressa út um allan völl. Mér fannst þeir aldrei komast eitt né neitt í þessum leik. Frá fyrstu mínútu var þetta aldrei spurning.“ Meira að segja eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks féll Breiðablik ekki neðarlega á völlinn og fór að verja forystuna heldur hélt liðið sama leikskipulagi og hafði skilað mörkunum. Þið ætluðuð bara algjörlega að klára Víkinga? spurði Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Klárt mál. Á 96. mínútu erum við ennþá að pressa maður á mann. Hátt uppi og hægja á þeim. Menn misstu aldrei trúna og það skilaði sigrinum.“ Frábært fyrsta tímabil Þetta er fyrsta tímabil Halldórs sem aðalþjálfari Breiðabliks. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það þurfti auðvitað margt að ganga upp en það var alltaf markmiðið, alveg skýrt. Við ætluðum okkur ekki neitt annað þannig auðvitað var maður búinn að sjá það fyrir sér. Samt mikilvægt að átta sig á því hvað við erum búnir að vinna að þessu í langan tíma. Öll vinnan og allt sem teymið leggur á sig skilgreinist ekki í úrslitum í einum leik. En þegar þú átt svona frammistöðu koma úrslitin með, og titill!“ Stuðningur úr öllum áttum Stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hátt allan leikinn og yfirgnæfðu heimamenn á löngum köflum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þriðja markið var skorað og eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna titlinum með liðinu. „Allt Blikasamfélagið út um allt, í Smáranum, garðinum hérna fyrir aftan, á vellinum. Maður fann stuðninginn frá þeim alls staðar úr öllum áttum sem auðvitað hjálpaði mikið. Bara til hamingju Breiðablik og allir Blikar,“ sagði Halldór að lokum áður en hann fór að taka við titlinum. Klippa: Íslandsmeistarinn Halldór Árnason
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira