Hér búa augljóslega fagurkerar Guðný Hrönn skrifar 2. mars 2017 11:00 Allir fagurkerar ættu að fylgjast með Bryndísi á Instagram en notendanafnið hennar er bryndismaria3. Vísir/Stefán Bryndís María Björnsdóttir býr ásamt kærasta sínum, Hermanni Frey, og sonum þeirra tveimur í vel skipulagðri íbúð í Hafnarfirði. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og það er augljóst að þarna búa fagurkerar.„Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að Tempur-hjónarúmið okkar væri í uppáhaldi,“ segir Bryndís spurð út í uppáhaldshúsgagn heimilisins.Vísir/Stefán„Heimilið er bjart, stílhreint og greinileg skandinavísk áhrif eru víðs vegar,“ segir Bryndís María spurð út í stílinn sem einkennir heimilið. „Ég heillast mjög mikið af skandinavískri hönnun og þá helst danskri. Íslenskir hönnuðir hafa svo sótt í sig veðrið undanfarið og ég á mikið af fallegri íslenskri hönnun. Það fylgir því ákveðið stolt, að þetta litla land geti átt eins marga flotta hönnuði og raun ber vitni.“Skandinavísku áhrifin eru áberandi.Vísir/StefánBryndís fær innblástur úr öllum áttum þegar kemur að því að innrétta. „Innblásturinn kemur nú víða að. Ég á mjög smekklegar vinkonur sem veita mér innblástur á margan hátt. Ég fæ líka margar hugmyndir á Instagram og hef gaman af að setja þar inn myndir af heimilinu okkar í bland við annað. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota Pinterest en er farin að sjá það betur og betur að ég neyðist væntanlega til að fá mér aðgang,“ útskýrir Bryndís sem hefur forðast Pinterest hingað til því hún er nokkuð viss um að hún myndi festast þar inni.Hér sést glitta í sófaborðið sem Bryndís og Hermann gerðu saman úr trépallettum og glerplötu. Borðið er á hjólum svo auðvelt er að færa það til.Vísir/StefánHúsgögnin sem prýða heimili Bryndísar og Hermanns eru flest úr Ikea. „Ikea er verslun sem ég fæ ekki nóg af að heimsækja og ég er heppin að því leyti að það er ótrúlega stutt fyrir mig að fara þangað. Dýrari hlutirnir eru svo frá verslunum á borð við Pennann, Epal og Líf & list. Ég hef þó mest gaman af því að fara í svona perlubúðir eins og Söstrene Grene og Tiger þar sem maður getur fundið flotta og stílhreina hluti á ótrúlega góðu verði. Draumurinn væri samt að hafa einn góðan danskan „loppumarkað“ í næsta nágrenni.“.Borðstofan er björt og stílhrein.Vísir/Stefán.Bryndís og Hermann tóku forstofuna nýverið í gegn og eru himinlifandi með útkomuna.Vísir/Stefán.Bryndís bjó til þessa mottu sjálf úr dúskum sem hún þæfði og saumaði svo saman.Vísir/Stefán.Bryndís er ansi handlagin en hún bjó til þennan bakka úr gömlum myndaramma og marmarafilmu.Vísir/Stefán. Hús og heimili Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira
Bryndís María Björnsdóttir býr ásamt kærasta sínum, Hermanni Frey, og sonum þeirra tveimur í vel skipulagðri íbúð í Hafnarfirði. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og það er augljóst að þarna búa fagurkerar.„Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að Tempur-hjónarúmið okkar væri í uppáhaldi,“ segir Bryndís spurð út í uppáhaldshúsgagn heimilisins.Vísir/Stefán„Heimilið er bjart, stílhreint og greinileg skandinavísk áhrif eru víðs vegar,“ segir Bryndís María spurð út í stílinn sem einkennir heimilið. „Ég heillast mjög mikið af skandinavískri hönnun og þá helst danskri. Íslenskir hönnuðir hafa svo sótt í sig veðrið undanfarið og ég á mikið af fallegri íslenskri hönnun. Það fylgir því ákveðið stolt, að þetta litla land geti átt eins marga flotta hönnuði og raun ber vitni.“Skandinavísku áhrifin eru áberandi.Vísir/StefánBryndís fær innblástur úr öllum áttum þegar kemur að því að innrétta. „Innblásturinn kemur nú víða að. Ég á mjög smekklegar vinkonur sem veita mér innblástur á margan hátt. Ég fæ líka margar hugmyndir á Instagram og hef gaman af að setja þar inn myndir af heimilinu okkar í bland við annað. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota Pinterest en er farin að sjá það betur og betur að ég neyðist væntanlega til að fá mér aðgang,“ útskýrir Bryndís sem hefur forðast Pinterest hingað til því hún er nokkuð viss um að hún myndi festast þar inni.Hér sést glitta í sófaborðið sem Bryndís og Hermann gerðu saman úr trépallettum og glerplötu. Borðið er á hjólum svo auðvelt er að færa það til.Vísir/StefánHúsgögnin sem prýða heimili Bryndísar og Hermanns eru flest úr Ikea. „Ikea er verslun sem ég fæ ekki nóg af að heimsækja og ég er heppin að því leyti að það er ótrúlega stutt fyrir mig að fara þangað. Dýrari hlutirnir eru svo frá verslunum á borð við Pennann, Epal og Líf & list. Ég hef þó mest gaman af því að fara í svona perlubúðir eins og Söstrene Grene og Tiger þar sem maður getur fundið flotta og stílhreina hluti á ótrúlega góðu verði. Draumurinn væri samt að hafa einn góðan danskan „loppumarkað“ í næsta nágrenni.“.Borðstofan er björt og stílhrein.Vísir/Stefán.Bryndís og Hermann tóku forstofuna nýverið í gegn og eru himinlifandi með útkomuna.Vísir/Stefán.Bryndís bjó til þessa mottu sjálf úr dúskum sem hún þæfði og saumaði svo saman.Vísir/Stefán.Bryndís er ansi handlagin en hún bjó til þennan bakka úr gömlum myndaramma og marmarafilmu.Vísir/Stefán.
Hús og heimili Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira