Gegn krónunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. mars 2017 07:00 Eitt stærsta vandamálið hér á landi fyrir og eftir bankahrunið var mikil erlend lántaka einstaklinga og fyrirtækja sem höfðu eingöngu tekjur í íslenskum krónum. Eftir hrun var girt fyrir þessar lántökur með lögum. Fjármála- og efnahagsráðherra, núna með nýju nafni og flokksskírteini, freistar þess nú í þriðja sinn á jafnmörgum árum að búa til glugga í íslenskri löggjöf fyrir einstaklinga til að taka gengislán jafnvel þótt þeir hafi ekki tekjur í öðru en krónum. Um er að ræða lagabreytingu sem opnar á lán til einstaklinga sem bundið er öðrum gjaldmiðli en tekjur lántaka eru í og eignir sem hann ætlar til endurgreiðslu. Frumvarpið opnar jafnframt á lán sem bundið er öðrum gjaldmiðli en gjaldmiðli þess ríkis sem lántaki er búsettur í. Hér er um að ræða endurtekið efni frá árunum fyrir síðasta banka- og gjaldeyrishrun. Menn vilja sem sagt dusta rykið af gömlu gengislánaplötunni. Sérfræðingar á sviði Evrópuréttar eru duglegir að minna á að Íslendingar fá ekki endalausa undanþágu frá einni af fjórum meginstoðum EES-samningsins. Ekki sé í boði varanlegt grænt ljós frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að takmarka frjálst fjármagnsflæði. Vandamálið sem við glímum við í þessu sambandi er þetta: Við áttum aldrei að opna á frjálst fjármagnsflæði án takmarkana. Reynslan úr bankahruninu kenndi okkur að við verðum að hafa stjórntæki til að takmarka frjálst flæði fjár með það fyrir augum að verja heimilin í landinu sem eiga allt sitt undir stöðugleika íslensku krónunnar. Þetta virðist hins vegar vefjast fyrir lögfræðingum fjármálaráðuneytisins. Þeir virðast telja það fullreynt að sannfæra ESA um réttmæti varanlegra undanþága fyrir örríki á sjálfstæðu 320 þúsund manna myntsvæði. Þegar reynt var að koma frumvarpinu í gegn síðast kom fram hugmyndafræðilegur ágreiningur á milli þáverandi ríkisstjórnarflokka. Hann birtist í því að Sjálfstæðismennirnir vildu skapa frelsi fyrir fólk til að stunda spákaupmennsku og vaxtamunarviðskipti með tilheyrandi áhættu, meðan þingmenn Framsóknar vildu fara varfærnari leið og viðhalda fortakslausu banni á gengislán í lögunum. Varnagli er í nýja frumvarpinu sem felur í sér að einungis verður hægt að veita erlend lán til óvarinna, þ.e. þeirra sem hafa ekki tekjur í öðru en krónum, að undangengnu greiðslu- og lánshæfismati. Í frumvarpstextanum er svofellt ákvæði: „Lánveitandi skal aðeins veita lán ef hann telur líklegt að neytandi geti staðið í skilum með lánið að teknu tilliti til niðurstöðu lánshæfis- og greiðslumats.“ Þessi texti þýðir efnislega að það verður eingöngu á færi efnafólks og tekjuhárra að taka þessi lán. Bankar munu ekki veita þessi lán ef það verður talið fyrirsjáanlegt að lántakinn geti ekki mætt kostnaðinum sem fylgir gengishruni ef illa fer að leikslokum. Þá má spyrja: Hver er sanngirnin í því? Og þýðir þetta ekki að verið sé að lögbinda mismunun og opna á stöðutökur efnaðra og tekjuhárra gegn íslensku krónunni? Svari nú hver fyrir sig.Leiðarinn birtist í Fréttablaðinu í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Eitt stærsta vandamálið hér á landi fyrir og eftir bankahrunið var mikil erlend lántaka einstaklinga og fyrirtækja sem höfðu eingöngu tekjur í íslenskum krónum. Eftir hrun var girt fyrir þessar lántökur með lögum. Fjármála- og efnahagsráðherra, núna með nýju nafni og flokksskírteini, freistar þess nú í þriðja sinn á jafnmörgum árum að búa til glugga í íslenskri löggjöf fyrir einstaklinga til að taka gengislán jafnvel þótt þeir hafi ekki tekjur í öðru en krónum. Um er að ræða lagabreytingu sem opnar á lán til einstaklinga sem bundið er öðrum gjaldmiðli en tekjur lántaka eru í og eignir sem hann ætlar til endurgreiðslu. Frumvarpið opnar jafnframt á lán sem bundið er öðrum gjaldmiðli en gjaldmiðli þess ríkis sem lántaki er búsettur í. Hér er um að ræða endurtekið efni frá árunum fyrir síðasta banka- og gjaldeyrishrun. Menn vilja sem sagt dusta rykið af gömlu gengislánaplötunni. Sérfræðingar á sviði Evrópuréttar eru duglegir að minna á að Íslendingar fá ekki endalausa undanþágu frá einni af fjórum meginstoðum EES-samningsins. Ekki sé í boði varanlegt grænt ljós frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að takmarka frjálst fjármagnsflæði. Vandamálið sem við glímum við í þessu sambandi er þetta: Við áttum aldrei að opna á frjálst fjármagnsflæði án takmarkana. Reynslan úr bankahruninu kenndi okkur að við verðum að hafa stjórntæki til að takmarka frjálst flæði fjár með það fyrir augum að verja heimilin í landinu sem eiga allt sitt undir stöðugleika íslensku krónunnar. Þetta virðist hins vegar vefjast fyrir lögfræðingum fjármálaráðuneytisins. Þeir virðast telja það fullreynt að sannfæra ESA um réttmæti varanlegra undanþága fyrir örríki á sjálfstæðu 320 þúsund manna myntsvæði. Þegar reynt var að koma frumvarpinu í gegn síðast kom fram hugmyndafræðilegur ágreiningur á milli þáverandi ríkisstjórnarflokka. Hann birtist í því að Sjálfstæðismennirnir vildu skapa frelsi fyrir fólk til að stunda spákaupmennsku og vaxtamunarviðskipti með tilheyrandi áhættu, meðan þingmenn Framsóknar vildu fara varfærnari leið og viðhalda fortakslausu banni á gengislán í lögunum. Varnagli er í nýja frumvarpinu sem felur í sér að einungis verður hægt að veita erlend lán til óvarinna, þ.e. þeirra sem hafa ekki tekjur í öðru en krónum, að undangengnu greiðslu- og lánshæfismati. Í frumvarpstextanum er svofellt ákvæði: „Lánveitandi skal aðeins veita lán ef hann telur líklegt að neytandi geti staðið í skilum með lánið að teknu tilliti til niðurstöðu lánshæfis- og greiðslumats.“ Þessi texti þýðir efnislega að það verður eingöngu á færi efnafólks og tekjuhárra að taka þessi lán. Bankar munu ekki veita þessi lán ef það verður talið fyrirsjáanlegt að lántakinn geti ekki mætt kostnaðinum sem fylgir gengishruni ef illa fer að leikslokum. Þá má spyrja: Hver er sanngirnin í því? Og þýðir þetta ekki að verið sé að lögbinda mismunun og opna á stöðutökur efnaðra og tekjuhárra gegn íslensku krónunni? Svari nú hver fyrir sig.Leiðarinn birtist í Fréttablaðinu í dag.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun