Viðskipti innlent

Brauð & co opnar á fleiri stöðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kanilsnúðarnir á Brauð & co hafa notið vinsælda.
Kanilsnúðarnir á Brauð & co hafa notið vinsælda.
Bakaríið Brauð & co sem starfrækt hefur verið á Frakkastíg frá því í ársbyrjun 2016 hyggst á næstu vikum opna tvö ný bakarí, annars vegar í húsnæði Gló í Fákafeni og hins vegar í Mathöllinni á Hlemmi. Frá þessu er greint í Viðskiptamogganum en Brauð & co hefur notið mikilla vinsælda síðan það opnaði á Frakkastíg í fyrra.

Stefnt er að því að opna í Fákafeni fyrir páska og svo mun Mathöllin á Hlemmi opna í vor. Ágúst Einþórsson, bakari og stofnandi Brauð & co, segir í samtali við Viðskiptamoggann að á báðum stöðum verði sett upp aðstaða til baksturs en þó sé ekki mikið pláss á Hlemmi og þar þurfa menn því að vera útsjónarsamir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×