Öryggi nýrra debetkorta jafnmikið og eldri korta Helgi Teitur Helgason skrifar 2. mars 2017 07:00 Landsbankinn kynnti í vor nýja kynslóð debetkorta sem gefin eru út í samvinnu við Visa. Með kortunum er hægt að greiða snertilaust, þ.e. án þess að stinga kortinu í posa og slá inn PIN-númer. Fjárhæðin sem greidd er með snertilausum hætti getur þó ekki farið yfir 5.000 krónur í hvert skipti og uppsöfnuð fjárhæð án þess að PIN-númer sé slegið inn getur ekki orðið hærri en 10.500 krónur. Nýju debetkortin fylgja nýjustu öryggisstöðlum og hafa kort af þessari gerð verið í notkun erlendis frá árinu 2012. Allir bankar á Íslandi bjóða nú upp á snertilaus debetkort. Samkvæmt upplýsingum frá VISA hafa um 200 milljón snertilaus kort nú verið gefin út í Evrópu og um 20% af öllum VISA-færslum eru nú snertilausar. Eins og eðlilegt er þegar nýjungar sem þessar eru kynntar vakna spurningar hjá viðskiptavinum um eiginleika og öryggi kortanna. Á vef Landsbankans er að nálgast ítarlegar upplýsingar um nýju debetkortin. Þar kemur m.a. fram að ef debetkorti er stolið og það misnotað án þess að viðskiptin hafi verið staðfest með PIN-númeri, gilda sömu reglur um snertilausa kortið og um önnur kort. Sé snertilausu korti Landsbankans stolið og takist þjófnum að taka út af því fé með sviksamlegum hætti, án þess að PIN-númer sé notað, ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu. Eftir sem áður er að mikilvægt að gæta vel að greiðslukortum sínum og láta loka þeim ef þau glatast eða þeim er stolið. Sömuleiðis er mikilvægt að gæta vel að PIN-númerum því dæmi eru um að þjófar reyni að sjá PIN-númerið og stela síðan greiðslukorti viðkomandi. Í grein eftir Gísla B. Árnason sem birtist í Fréttablaðinu í gær er m.a. vikið að þjónustugjöldum debetkorta. Af því tilefni er rétt að taka fram að færslugjald debetkorta Landsbankans er 17 kr. en gjaldið hækkaði úr 16 kr. í árslok 2015. Hækkunin tengdist ekki innleiðingu nýju debetkortanna og er færslugjaldið sem fyrr lægst hjá Landbankanum. Færslugjaldið er ávallt hið sama, hvort sem greitt er með eldri eða nýrri gerð debetkorta, með snertilausum hætti, í netverslunum eða með því að slá inn PIN-númer.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbankinn kynnti í vor nýja kynslóð debetkorta sem gefin eru út í samvinnu við Visa. Með kortunum er hægt að greiða snertilaust, þ.e. án þess að stinga kortinu í posa og slá inn PIN-númer. Fjárhæðin sem greidd er með snertilausum hætti getur þó ekki farið yfir 5.000 krónur í hvert skipti og uppsöfnuð fjárhæð án þess að PIN-númer sé slegið inn getur ekki orðið hærri en 10.500 krónur. Nýju debetkortin fylgja nýjustu öryggisstöðlum og hafa kort af þessari gerð verið í notkun erlendis frá árinu 2012. Allir bankar á Íslandi bjóða nú upp á snertilaus debetkort. Samkvæmt upplýsingum frá VISA hafa um 200 milljón snertilaus kort nú verið gefin út í Evrópu og um 20% af öllum VISA-færslum eru nú snertilausar. Eins og eðlilegt er þegar nýjungar sem þessar eru kynntar vakna spurningar hjá viðskiptavinum um eiginleika og öryggi kortanna. Á vef Landsbankans er að nálgast ítarlegar upplýsingar um nýju debetkortin. Þar kemur m.a. fram að ef debetkorti er stolið og það misnotað án þess að viðskiptin hafi verið staðfest með PIN-númeri, gilda sömu reglur um snertilausa kortið og um önnur kort. Sé snertilausu korti Landsbankans stolið og takist þjófnum að taka út af því fé með sviksamlegum hætti, án þess að PIN-númer sé notað, ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu. Eftir sem áður er að mikilvægt að gæta vel að greiðslukortum sínum og láta loka þeim ef þau glatast eða þeim er stolið. Sömuleiðis er mikilvægt að gæta vel að PIN-númerum því dæmi eru um að þjófar reyni að sjá PIN-númerið og stela síðan greiðslukorti viðkomandi. Í grein eftir Gísla B. Árnason sem birtist í Fréttablaðinu í gær er m.a. vikið að þjónustugjöldum debetkorta. Af því tilefni er rétt að taka fram að færslugjald debetkorta Landsbankans er 17 kr. en gjaldið hækkaði úr 16 kr. í árslok 2015. Hækkunin tengdist ekki innleiðingu nýju debetkortanna og er færslugjaldið sem fyrr lægst hjá Landbankanum. Færslugjaldið er ávallt hið sama, hvort sem greitt er með eldri eða nýrri gerð debetkorta, með snertilausum hætti, í netverslunum eða með því að slá inn PIN-númer.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar