Lífið

Stephen Fry sakaður um guðlast

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Aðspurður sagði Fry að ummælin hefðu ekki beinst að neinum sérstökum trúarbrögðum.
Aðspurður sagði Fry að ummælin hefðu ekki beinst að neinum sérstökum trúarbrögðum. Vísir/AFP
Írska lögreglan rannsakar nú ásakanir á hendur grínistanum Stephen Fry í kjölfar athugasemda hans um guð. Ummælin voru höfð eftir Fry þegar hann var gestur í sjónvarpsþættinum The Meaning of Life í febrúar 2015. Greint er frá þessu á vef BBC.

Lögregla er sögð rannsaka hvort Fry hafi brotið írsk lög um ærumeiðingar frá árinu 2009 en í þættinum spurði Fry af hverju hann ætti að „bera virðingu fyrir duttlungafullum, illa innrættum, heimskum guði sem skapar heim fullan af óréttlæti.“ Rannsóknin er gerð í kjölfar ábendingar sem barst frá áhorfanda.

Aðspurður sagði Fry að ummælin hefðu ekki beinst að neinum sérstökum trúarbrögðum. Þá er haft eftir írskum fjölmiðlum að mjög ólíklegt sé að Fry verði ákærður fyrir ummælin.

Hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi er 25 þúsund evra sekt. Talsmaður írsku lögreglunnar baðst undan því að tjá sig um málið.

Stephen Fry er þekktur trúleysingi en ummælin vöktu mikla athygli á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×