Málinu er lokið en reiðin situr eftir Snærós Sindradóttir skrifar 6. maí 2017 10:45 Hjónin Magnús og Linda upplifðu mikið áfall um sumarið 2010. Dóttir þeirra hefur byggt sig upp með aðstoð fagaðila en þau kalla eftir skýrari verklagi til aðstoðar foreldrum. Fréttablaðið/Eyþór „Mér finnst svona menn vera að leika guð. Þeir taka konu og ákveða að gera eitthvað við hana sem hún hefur ekkert um að segja. Taka valdið,“ segir Magnús Sveinsson um menn sem gerast sekir um kynferðisofbeldi. Þegar dóttir hans var fjórtán ára var henni nauðgað utandyra af sautján ára strák. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm og afplánaði um helming tímans. „Þetta gerðist á Bryggjuhátíð á Stokkseyri aðfaranótt 18. júlí 2010. Við vorum með henni fram yfir miðnætti en ákváðum svo að leyfa henni að vera aðeins lengur,“ segir Linda Björg Perludóttir, móðir stúlkunnar. „Upp úr tvö um nóttina vorum við vakin með þessu erfiða símtali. Lögreglumaður kynnti sig og sagðist hafa erfiðar fréttir að færa. Það liti út fyrir að dóttur okkar hefði verið nauðgað og við þyrftum að koma strax á lögreglustöðina,“ segir Linda.Magnús Sveinsson og Linda Björg Perludóttir höfðu þörf fyrir meiri stuðning þegar dóttir þeirra var beitt ofbeldi fyrir sjö árum. Sá stuðningur er nú til staðar í stuðningshópi á vegum samtakanna Blátt áfram. Fréttablaðið/EyþórAllt ferlið var til fyrirmyndar hvað varðar dóttur hjónanna. Henni var ekið á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana í Fossvogi og fékk þar aðstoð og gert var að áverkum. Samkvæmt dómnum sem féll voru áverkar hennar m.a. blóðug hné. Þá var að finna sand og mold víðsvegar um líkama hennar og í fötum. Viku síðar var stúlkunni boðin sálfræðimeðferð í Barnahúsi sem hún nýtur enn góðs af þegar atvikið leitar á hana, sjö árum síðar. Foreldrarnir og eldri bróðir stúlkunnar sátu hins vegar eftir í áfalli og þurftu að busla í djúpu lauginni, vanmáttug gagnvart ofbeldinu sem dóttir þeirra varð fyrir. Magnús var fullur af nærri óyfirstíganlegri reiði. „Það fyrsta sem ég bað um á lögreglustöðinni var hvort ég fengi ekki bara tvær mínútur niðri í kjallara til að ræða við drenginn. Það verður allt svart. Ég veit ekki hvernig mæður upplifa þetta en ég varð gjörsamlega svartur af reiði. Það er eðlilegt. En í mínu tilfelli er svo slæmt að tilfinningin skuli ekki dofna,“ segir Magnús. Lítið unnið með reiðinaÍ bók Steinars Braga, Kötu, fer móðir af stað og hefnir fyrir það ofbeldi sem dóttir hennar varð fyrir. Aðalsöguhetjan framkvæmir í raun það sem flestir foreldrar segjast myndu gera, þ.e. að ganga verulega nærri þeim sem einhvern tíma voguðu sér að meiða börn þeirra. Það þekkja allir foreldrar þessa yfirnáttúrulega sterku tilfinningu, að vilja vernda barnið sitt. „Ég held að það sé ómæld og nánast ótæmandi reiði hjá manni. Partur af þessu er pínu sjálfsásökun. Ég gat ekki komið í veg fyrir þetta og finnst ég hafa brugðist sem foreldri. Þetta er litla stelpan mín og ég á að vernda hana en gat það ekki,“ segir Magnús. Linda tekur undir en bætir við að það sé ekki hægt að pakka börnunum sínum inn í bómull. „Nei, maður veit ekki hvaða bíll kemur á móti.“ Og í nærri sjö ár burðaðist Magnús með reiðina á milli sérfræðinga í þeirri von að honum gæti farið að líða betur.„Þegar ég fór að sofa var andlitið á drengnum og nafn hans það síðasta sem ég hugsaði um.Hann var svo það fyrsta sem ég hugsaði um á morgnana. Ég dæmdi fólk úr hans heimabæ sem ekki gott fólk og meira að segja óskaði þess að körfuboltaliði bæjarins, sem er að standa sig frábærlega, gengi illa.“ Í dag veit hann að þær hugsanir eru ekki réttlátar. Foreldrarnir fengu nokkra sálfræðitíma á sjúkrahúsinu á Selfossi sem gagnaðist þeim lítið. Magnús fór til fjögurra sálfræðinga án nokkurs árangurs þar til hann kynntist sálfræðingnum Önnu Kristínu Newton síðastliðið haust. Það má segja að Anna hafi sérhæft sig í reiðum karlmönnum. Hún hefur meðal annars haft fanga, unga brotamenn og menn sem beita heimilisofbeldi í sálfræðimeðferð. „Mér fannst vanta sérhæfingu hjá hinum. Þeir sálfræðingar sem ég var fyrst sendur til voru ekki að tengja við mig eða ég ekki við þá. Ég lýsti því bara fyrir þeim að ég vildi taka drenginn og klára hann en í stað þess að unnið væri með reiðina fór tíminn frekar í að telja mér hughvarf. Tilfinningin var svona skotin niður með „nei nei, þú ætlar nú ekki að fara að gera það“. Í raun og veru var bara reynt að telja mér hughvarf í stað þess að vinna á lönguninni. Og svörin mín urðu bara eftir því sem sálfræðingurinn vildi heyra hverju sinni,“ segir Magnús. Linda segir að rökin um að hvorki honum né fjölskyldunni myndi líða neitt betur hafi eðlilega ekki bitið á. „Auðvitað vissi hann alveg að það myndi engum líða betur ef hann myndi framkvæma hugsanir sínar.“Aðrir foreldrar í sömu sporum Samtökin Blátt áfram, sem standa fyrir forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, komu nýlega af stað opnum fundum fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fundirnir fara fram fyrsta miðvikudag í mánuði, í húsnæði samtakanna í Fákafeni 9. Fundirnir eru allir leiddir af sérfræðimenntuðu fólki. Kveikjan að fundunum er m.a. ákall Magnúsar um að betur sé tekið utan um aðstandendur barna sem brotið er á. Linda kallar eftir því að til verði bæklingur fyrir aðstandendur um hvert eigi að leita þegar áfallið dynur yfir, bæði svo foreldrarnir geti hjálpað börnunum sínum en einnig svo þau geti styrkt sjálf sig.„Ég hef sjálf orðið fyrir kynferðisofbeldi og hef alltaf verið að vinna úr því. En þegar þetta kom upp þá hrundi ég. Mér fannst ég ekki geta hjálpað henni. Allan fyrsta veturinn fannst mér ég lítið geta gert þó ég vissi að hún væri í góðum höndum hjá Barnahúsi. Ég átti erfitt með svefn og svo framvegis,“ segir Linda. Hún leitaði sér m.a. aðstoðar hjá Stígamótum. Dóttir þeirra hefur aftur á móti byggt sig mikið upp með hjálp Barnahúss. Hún tók þátt í verkefni á vegum Unicef þar sem börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi tóku höndum saman og kröfðu stjórnvöld um bættara umhverfi fyrir Barnahús og hvöttu til aðgerða. Hún hefur talað opinberlega um ofbeldið sem hún varð fyrir og skilað skömminni þangað sem hún á heima. „Það vantar bara meira utanumhald um aðstandendur. Maður upplifir sig einan þegar þetta kemur fyrir og finnst eins og þetta sé eina tilfellið á Íslandi. Það er enginn sem tekur utan um þig,“ segir Magnús. Leit hjónanna að aðstoð hefur verið kostnaðarsöm. „En það hafa ekki allir foreldrar efni á því. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir. Ég held að almennt sé fólk hrætt við að ræða svona við mann og á sínum tíma hefði verið mjög gott fyrir okkur að fara í hóp og hitta fólk sem hefur lent í því sama,“ segir Linda. „Það er gott að hitta aðra feður og heyra hvort þeir eru að hugsa það sama. Hugmyndin er að koma saman, með þetta vandamál, og deila því hvaða aðferðir við notum til að leysa það. Hvað fólk gerir til að vakna á morgnana. Fara út í daginn án þess að hugsa um þetta. Ég efast um að drengurinn sem braut á dóttur minni geri sér grein fyrir þeim afleiðingum gjörða sinna að enn sjö árum seinna séum við að hugsa þetta. Þess vegna var ákveðið að búa til hóp. Þegar það verður slys þá kemur saman áfallateymi. Því ofbeldi gegn barninu manns er auðvitað áfall.“Fleiri aðilar að ofbeldi en eingöngu gerandi og þolandi Anna Kristín Newton sálfræðingur hefur náð að sefa tilfinningar Magnúsar og koma honum á réttan kjöl. Hún kemur að fundunum sem aðstandendum býðst að sækja hjá Blátt áfram. „Flestir foreldrar sem lenda í því að barnið þeirra er beitt ofbeldi upplifa að þeir hafi brugðist þeim. Það er ekki endilega rökrétt hugsun en í sumum tilfellum er mikilvægt að hjálpa fólki að skoða þessar hugmyndir sem það hefur af sér.“ Hún segir að ekki megi vanmeta að stundum sé ekki rétti tíminn til að vinna úr áfalli. „Það er ekki hægt að vinna sig úr sorg á sex vikum. En það er lítið rætt um það að þegar fólk lendir í ofbeldi þá er ekki bara brotaþolinn og brotamaðurinn sem um ræðir, heldur hefur ofbeldið víðtæk áhrif.“ Magnús reyndi fjóra sálfræðinga áður en hann hóf meðferð hjá Önnu. Munurinn er að þar voru tilfinningarnar tæklaðar í stað þess að bægja þeim frá tímabundið.„Við viljum ekki lækna reiðina. Reiði hefur tilgang í réttu hlutfalli, á réttum tíma. Það er misskilningur að það eigi að taka reiðina burt en við viljum beina henni í rétta átt. Reiði er oft varnarviðbragð því fólk kann ekki að takast á við vondar tilfinningar. Það er trix að kenna fólki að þekkja og stýra tilfinningum. Við þekkjum öll að hafa átt ömurlegan dag og koma heim og vera leiðinleg við maka okkar, þó hann eigi það ekki skilið. Það þarf að koma tilfinningum í réttan farveg.“ Hún hefur í gegnum tíðina m.a. aðstoðað menn sem beita ofbeldi. Hóp sem á það sammerkt að byrja inni mikla reiði. „Margir af þeim hafa lært að það sé einfaldast að verða reiður. Þeir eru ekki nógu öruggir til að tala um hlutina eða skilja ekki tilfinningar sem vakna. Við erum oft rög við að tala um hlutina. Auðvitað setur maður hlutina fram af eins mikilli umhyggju og hægt er en oft þurfa þeir bara að heyra það umbúðalaust.“ Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Mér finnst svona menn vera að leika guð. Þeir taka konu og ákveða að gera eitthvað við hana sem hún hefur ekkert um að segja. Taka valdið,“ segir Magnús Sveinsson um menn sem gerast sekir um kynferðisofbeldi. Þegar dóttir hans var fjórtán ára var henni nauðgað utandyra af sautján ára strák. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm og afplánaði um helming tímans. „Þetta gerðist á Bryggjuhátíð á Stokkseyri aðfaranótt 18. júlí 2010. Við vorum með henni fram yfir miðnætti en ákváðum svo að leyfa henni að vera aðeins lengur,“ segir Linda Björg Perludóttir, móðir stúlkunnar. „Upp úr tvö um nóttina vorum við vakin með þessu erfiða símtali. Lögreglumaður kynnti sig og sagðist hafa erfiðar fréttir að færa. Það liti út fyrir að dóttur okkar hefði verið nauðgað og við þyrftum að koma strax á lögreglustöðina,“ segir Linda.Magnús Sveinsson og Linda Björg Perludóttir höfðu þörf fyrir meiri stuðning þegar dóttir þeirra var beitt ofbeldi fyrir sjö árum. Sá stuðningur er nú til staðar í stuðningshópi á vegum samtakanna Blátt áfram. Fréttablaðið/EyþórAllt ferlið var til fyrirmyndar hvað varðar dóttur hjónanna. Henni var ekið á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana í Fossvogi og fékk þar aðstoð og gert var að áverkum. Samkvæmt dómnum sem féll voru áverkar hennar m.a. blóðug hné. Þá var að finna sand og mold víðsvegar um líkama hennar og í fötum. Viku síðar var stúlkunni boðin sálfræðimeðferð í Barnahúsi sem hún nýtur enn góðs af þegar atvikið leitar á hana, sjö árum síðar. Foreldrarnir og eldri bróðir stúlkunnar sátu hins vegar eftir í áfalli og þurftu að busla í djúpu lauginni, vanmáttug gagnvart ofbeldinu sem dóttir þeirra varð fyrir. Magnús var fullur af nærri óyfirstíganlegri reiði. „Það fyrsta sem ég bað um á lögreglustöðinni var hvort ég fengi ekki bara tvær mínútur niðri í kjallara til að ræða við drenginn. Það verður allt svart. Ég veit ekki hvernig mæður upplifa þetta en ég varð gjörsamlega svartur af reiði. Það er eðlilegt. En í mínu tilfelli er svo slæmt að tilfinningin skuli ekki dofna,“ segir Magnús. Lítið unnið með reiðinaÍ bók Steinars Braga, Kötu, fer móðir af stað og hefnir fyrir það ofbeldi sem dóttir hennar varð fyrir. Aðalsöguhetjan framkvæmir í raun það sem flestir foreldrar segjast myndu gera, þ.e. að ganga verulega nærri þeim sem einhvern tíma voguðu sér að meiða börn þeirra. Það þekkja allir foreldrar þessa yfirnáttúrulega sterku tilfinningu, að vilja vernda barnið sitt. „Ég held að það sé ómæld og nánast ótæmandi reiði hjá manni. Partur af þessu er pínu sjálfsásökun. Ég gat ekki komið í veg fyrir þetta og finnst ég hafa brugðist sem foreldri. Þetta er litla stelpan mín og ég á að vernda hana en gat það ekki,“ segir Magnús. Linda tekur undir en bætir við að það sé ekki hægt að pakka börnunum sínum inn í bómull. „Nei, maður veit ekki hvaða bíll kemur á móti.“ Og í nærri sjö ár burðaðist Magnús með reiðina á milli sérfræðinga í þeirri von að honum gæti farið að líða betur.„Þegar ég fór að sofa var andlitið á drengnum og nafn hans það síðasta sem ég hugsaði um.Hann var svo það fyrsta sem ég hugsaði um á morgnana. Ég dæmdi fólk úr hans heimabæ sem ekki gott fólk og meira að segja óskaði þess að körfuboltaliði bæjarins, sem er að standa sig frábærlega, gengi illa.“ Í dag veit hann að þær hugsanir eru ekki réttlátar. Foreldrarnir fengu nokkra sálfræðitíma á sjúkrahúsinu á Selfossi sem gagnaðist þeim lítið. Magnús fór til fjögurra sálfræðinga án nokkurs árangurs þar til hann kynntist sálfræðingnum Önnu Kristínu Newton síðastliðið haust. Það má segja að Anna hafi sérhæft sig í reiðum karlmönnum. Hún hefur meðal annars haft fanga, unga brotamenn og menn sem beita heimilisofbeldi í sálfræðimeðferð. „Mér fannst vanta sérhæfingu hjá hinum. Þeir sálfræðingar sem ég var fyrst sendur til voru ekki að tengja við mig eða ég ekki við þá. Ég lýsti því bara fyrir þeim að ég vildi taka drenginn og klára hann en í stað þess að unnið væri með reiðina fór tíminn frekar í að telja mér hughvarf. Tilfinningin var svona skotin niður með „nei nei, þú ætlar nú ekki að fara að gera það“. Í raun og veru var bara reynt að telja mér hughvarf í stað þess að vinna á lönguninni. Og svörin mín urðu bara eftir því sem sálfræðingurinn vildi heyra hverju sinni,“ segir Magnús. Linda segir að rökin um að hvorki honum né fjölskyldunni myndi líða neitt betur hafi eðlilega ekki bitið á. „Auðvitað vissi hann alveg að það myndi engum líða betur ef hann myndi framkvæma hugsanir sínar.“Aðrir foreldrar í sömu sporum Samtökin Blátt áfram, sem standa fyrir forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, komu nýlega af stað opnum fundum fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fundirnir fara fram fyrsta miðvikudag í mánuði, í húsnæði samtakanna í Fákafeni 9. Fundirnir eru allir leiddir af sérfræðimenntuðu fólki. Kveikjan að fundunum er m.a. ákall Magnúsar um að betur sé tekið utan um aðstandendur barna sem brotið er á. Linda kallar eftir því að til verði bæklingur fyrir aðstandendur um hvert eigi að leita þegar áfallið dynur yfir, bæði svo foreldrarnir geti hjálpað börnunum sínum en einnig svo þau geti styrkt sjálf sig.„Ég hef sjálf orðið fyrir kynferðisofbeldi og hef alltaf verið að vinna úr því. En þegar þetta kom upp þá hrundi ég. Mér fannst ég ekki geta hjálpað henni. Allan fyrsta veturinn fannst mér ég lítið geta gert þó ég vissi að hún væri í góðum höndum hjá Barnahúsi. Ég átti erfitt með svefn og svo framvegis,“ segir Linda. Hún leitaði sér m.a. aðstoðar hjá Stígamótum. Dóttir þeirra hefur aftur á móti byggt sig mikið upp með hjálp Barnahúss. Hún tók þátt í verkefni á vegum Unicef þar sem börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi tóku höndum saman og kröfðu stjórnvöld um bættara umhverfi fyrir Barnahús og hvöttu til aðgerða. Hún hefur talað opinberlega um ofbeldið sem hún varð fyrir og skilað skömminni þangað sem hún á heima. „Það vantar bara meira utanumhald um aðstandendur. Maður upplifir sig einan þegar þetta kemur fyrir og finnst eins og þetta sé eina tilfellið á Íslandi. Það er enginn sem tekur utan um þig,“ segir Magnús. Leit hjónanna að aðstoð hefur verið kostnaðarsöm. „En það hafa ekki allir foreldrar efni á því. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir. Ég held að almennt sé fólk hrætt við að ræða svona við mann og á sínum tíma hefði verið mjög gott fyrir okkur að fara í hóp og hitta fólk sem hefur lent í því sama,“ segir Linda. „Það er gott að hitta aðra feður og heyra hvort þeir eru að hugsa það sama. Hugmyndin er að koma saman, með þetta vandamál, og deila því hvaða aðferðir við notum til að leysa það. Hvað fólk gerir til að vakna á morgnana. Fara út í daginn án þess að hugsa um þetta. Ég efast um að drengurinn sem braut á dóttur minni geri sér grein fyrir þeim afleiðingum gjörða sinna að enn sjö árum seinna séum við að hugsa þetta. Þess vegna var ákveðið að búa til hóp. Þegar það verður slys þá kemur saman áfallateymi. Því ofbeldi gegn barninu manns er auðvitað áfall.“Fleiri aðilar að ofbeldi en eingöngu gerandi og þolandi Anna Kristín Newton sálfræðingur hefur náð að sefa tilfinningar Magnúsar og koma honum á réttan kjöl. Hún kemur að fundunum sem aðstandendum býðst að sækja hjá Blátt áfram. „Flestir foreldrar sem lenda í því að barnið þeirra er beitt ofbeldi upplifa að þeir hafi brugðist þeim. Það er ekki endilega rökrétt hugsun en í sumum tilfellum er mikilvægt að hjálpa fólki að skoða þessar hugmyndir sem það hefur af sér.“ Hún segir að ekki megi vanmeta að stundum sé ekki rétti tíminn til að vinna úr áfalli. „Það er ekki hægt að vinna sig úr sorg á sex vikum. En það er lítið rætt um það að þegar fólk lendir í ofbeldi þá er ekki bara brotaþolinn og brotamaðurinn sem um ræðir, heldur hefur ofbeldið víðtæk áhrif.“ Magnús reyndi fjóra sálfræðinga áður en hann hóf meðferð hjá Önnu. Munurinn er að þar voru tilfinningarnar tæklaðar í stað þess að bægja þeim frá tímabundið.„Við viljum ekki lækna reiðina. Reiði hefur tilgang í réttu hlutfalli, á réttum tíma. Það er misskilningur að það eigi að taka reiðina burt en við viljum beina henni í rétta átt. Reiði er oft varnarviðbragð því fólk kann ekki að takast á við vondar tilfinningar. Það er trix að kenna fólki að þekkja og stýra tilfinningum. Við þekkjum öll að hafa átt ömurlegan dag og koma heim og vera leiðinleg við maka okkar, þó hann eigi það ekki skilið. Það þarf að koma tilfinningum í réttan farveg.“ Hún hefur í gegnum tíðina m.a. aðstoðað menn sem beita ofbeldi. Hóp sem á það sammerkt að byrja inni mikla reiði. „Margir af þeim hafa lært að það sé einfaldast að verða reiður. Þeir eru ekki nógu öruggir til að tala um hlutina eða skilja ekki tilfinningar sem vakna. Við erum oft rög við að tala um hlutina. Auðvitað setur maður hlutina fram af eins mikilli umhyggju og hægt er en oft þurfa þeir bara að heyra það umbúðalaust.“
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira