Rísandi sól kínverskra snjallsíma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Kona virðir fyrir sér F1 Plus síma frá Oppo á snjallsímahátíð í Barcelona. Nordicphotos/AFP Kínverskir snjallsímaframleiðendur hafa sótt í sig veðrið undanfarið. Í nýrri rannsókn frá Counterpoint Research kemur fram að sala á snjallsímum kínverska fyrirtækisins Oppo hafi aukist um 81 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil árið 2016. Þá seldi vivo 60 prósent fleiri síma og sala á Huawei-snjallsímum jókst um fjórðung. Þessi mikli uppgangur hefur bitnað á sölu stærstu snjallsímaframleiðenda heims. Seldu Apple og Samsung til að mynda mun færri snjallsíma í Kína á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. 15 prósenta hnignun var hjá Apple og öllu meiri hjá Samsung, alls sextíu prósent. Þýðir þetta að snjallsímamarkaðurinn í Kína er talsvert frábrugðinn því sem við höfum vanist á Íslandi. Í stað þess að framleiðendur á borð við Apple, Samsung, Google og LG sláist um markaðinn eru þrír kínverskir snjallsímaframleiðendur með samtals rúmlega 54 prósenta markaðshlutdeild.Alls voru 19,7 prósent seldra snjallsíma á fyrsta ársfjórðungi frá Huawei, samanborið við 16,4 prósent í fyrra. 17,5 prósent frá Oppo en 10,1 prósent í fyrra og 17,1 prósent frá vivo, 11,2 prósent í fyrra. Til samanburðar var markaðshlutdeild Apple 12,3 prósent en er 10,1 prósent. Samsung var með 8,6 prósenta markaðshlutdeild en hún féll í 3,3 prósent. En Kínverjar beina sjónum sínum ekki einungis að samlöndum sínum heldur herja þeir einnig á Indlandsmarkað. Samtals búa nærri 2,7 milljarðar í ríkjunum tveimur og því gríðarlega stórir markaðir. Í þremur af efstu fimm sætunum yfir markaðshlutdeild á snjallsímamarkaði í Indlandi má finna þrjá kínverska framleiðendur. Xiaomi, Oppo og vivo. Þá raða Kínverjar sér í þrjú af efstu fimm sætunum á heimsvísu. Símar Samsung hafa 22,8 prósenta markaðhlutdeild á heimsvísu og Apple 14,9 prósent og hafa því þessir risar yfirburðastöðu. Hins vegar hefur Huawei 9,8 prósenta markaðshlutdeild, Oppo 7,4 prósent og vivo 5,2 prósent. Samtals 22,4 prósent sem er litlu minna en Samsung. Kínverskir símar eru búnir til úr álíka öflugu innvolsi og símar Apple og Samsung en eru þrátt fyrir það í flestum tilfellum ódýrari. Því hafa þeir einnig vakið áhuga utan Indlands og Kína. Hafa ber þó í huga að innfluttir símar eru ekki allir með móttökurum sem geta tekið á móti 4G merkjum úr íslenskum sendum. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Hvernig snjallsíma á ég að kaupa mér? Fréttablaðið rýndi í fjölda snjallsíma til þess að hjálpa til við valið. Litið er til þátta eins og verðs, skjástærðar og framleiðanda. 16. mars 2017 07:00 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Kínverskir snjallsímaframleiðendur hafa sótt í sig veðrið undanfarið. Í nýrri rannsókn frá Counterpoint Research kemur fram að sala á snjallsímum kínverska fyrirtækisins Oppo hafi aukist um 81 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil árið 2016. Þá seldi vivo 60 prósent fleiri síma og sala á Huawei-snjallsímum jókst um fjórðung. Þessi mikli uppgangur hefur bitnað á sölu stærstu snjallsímaframleiðenda heims. Seldu Apple og Samsung til að mynda mun færri snjallsíma í Kína á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. 15 prósenta hnignun var hjá Apple og öllu meiri hjá Samsung, alls sextíu prósent. Þýðir þetta að snjallsímamarkaðurinn í Kína er talsvert frábrugðinn því sem við höfum vanist á Íslandi. Í stað þess að framleiðendur á borð við Apple, Samsung, Google og LG sláist um markaðinn eru þrír kínverskir snjallsímaframleiðendur með samtals rúmlega 54 prósenta markaðshlutdeild.Alls voru 19,7 prósent seldra snjallsíma á fyrsta ársfjórðungi frá Huawei, samanborið við 16,4 prósent í fyrra. 17,5 prósent frá Oppo en 10,1 prósent í fyrra og 17,1 prósent frá vivo, 11,2 prósent í fyrra. Til samanburðar var markaðshlutdeild Apple 12,3 prósent en er 10,1 prósent. Samsung var með 8,6 prósenta markaðshlutdeild en hún féll í 3,3 prósent. En Kínverjar beina sjónum sínum ekki einungis að samlöndum sínum heldur herja þeir einnig á Indlandsmarkað. Samtals búa nærri 2,7 milljarðar í ríkjunum tveimur og því gríðarlega stórir markaðir. Í þremur af efstu fimm sætunum yfir markaðshlutdeild á snjallsímamarkaði í Indlandi má finna þrjá kínverska framleiðendur. Xiaomi, Oppo og vivo. Þá raða Kínverjar sér í þrjú af efstu fimm sætunum á heimsvísu. Símar Samsung hafa 22,8 prósenta markaðhlutdeild á heimsvísu og Apple 14,9 prósent og hafa því þessir risar yfirburðastöðu. Hins vegar hefur Huawei 9,8 prósenta markaðshlutdeild, Oppo 7,4 prósent og vivo 5,2 prósent. Samtals 22,4 prósent sem er litlu minna en Samsung. Kínverskir símar eru búnir til úr álíka öflugu innvolsi og símar Apple og Samsung en eru þrátt fyrir það í flestum tilfellum ódýrari. Því hafa þeir einnig vakið áhuga utan Indlands og Kína. Hafa ber þó í huga að innfluttir símar eru ekki allir með móttökurum sem geta tekið á móti 4G merkjum úr íslenskum sendum.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Hvernig snjallsíma á ég að kaupa mér? Fréttablaðið rýndi í fjölda snjallsíma til þess að hjálpa til við valið. Litið er til þátta eins og verðs, skjástærðar og framleiðanda. 16. mars 2017 07:00 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hvernig snjallsíma á ég að kaupa mér? Fréttablaðið rýndi í fjölda snjallsíma til þess að hjálpa til við valið. Litið er til þátta eins og verðs, skjástærðar og framleiðanda. 16. mars 2017 07:00