Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 15:06 Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. Nokkur óvissa var um hvort að regla um að halda tveggja metra fjarlægð á milli fólks yrði í gildi í leik- og grunnskólum þegar byrjað verður að létta á sóttvarnaaðgerðum 4. maí um helgina. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að leik- og grunnskólar gætu starfað með hefðbundnum hætti á upplýsingafundi almannavarna í gær en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fullyrti að tveggja metra reglan yrði í gildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Víðir rakti misræmið í yfirlýsingum þeirra til þess að hann hefði ekki staðið sig nægilega vel í að miðla upplýsingum til menntamálaráðuneytisins. Ráðherra hefði byggt ummæli sín á fyrri yfirlýsingum almannavarna um skólahald. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók af tvímæli og sagðist hafa lagt til við heilbrigðisráðherra að hefja mætti leik- og grunnskólastarf með hefðbundnum hætti. Erfitt væri að framfylgja tveggja metra reglunni í skólunum og einnig væru heilbrigðisyfirvöld að fá betri og meiri upplýsingar um að smit væru fátíð á meðal barna yngri en tólf ára. Þá væru vísbendingar úr smitrakningu um að smit frá börnum til fullorðinna ættu sér varla stað. Það væru fyrst og fremst fullorðnir sem smiti börn. Börn séu því ekki þungmiðja í sóttvarnaráðstöfunum nú eins og gildi þó í mörgum öðrum sjúkdómum. „Á þeim grunni teljum við að við getum aflétt þessum takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskóla, þar á meðal á þessari tveggja metra reglu,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 10:19 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. Nokkur óvissa var um hvort að regla um að halda tveggja metra fjarlægð á milli fólks yrði í gildi í leik- og grunnskólum þegar byrjað verður að létta á sóttvarnaaðgerðum 4. maí um helgina. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að leik- og grunnskólar gætu starfað með hefðbundnum hætti á upplýsingafundi almannavarna í gær en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fullyrti að tveggja metra reglan yrði í gildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Víðir rakti misræmið í yfirlýsingum þeirra til þess að hann hefði ekki staðið sig nægilega vel í að miðla upplýsingum til menntamálaráðuneytisins. Ráðherra hefði byggt ummæli sín á fyrri yfirlýsingum almannavarna um skólahald. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók af tvímæli og sagðist hafa lagt til við heilbrigðisráðherra að hefja mætti leik- og grunnskólastarf með hefðbundnum hætti. Erfitt væri að framfylgja tveggja metra reglunni í skólunum og einnig væru heilbrigðisyfirvöld að fá betri og meiri upplýsingar um að smit væru fátíð á meðal barna yngri en tólf ára. Þá væru vísbendingar úr smitrakningu um að smit frá börnum til fullorðinna ættu sér varla stað. Það væru fyrst og fremst fullorðnir sem smiti börn. Börn séu því ekki þungmiðja í sóttvarnaráðstöfunum nú eins og gildi þó í mörgum öðrum sjúkdómum. „Á þeim grunni teljum við að við getum aflétt þessum takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskóla, þar á meðal á þessari tveggja metra reglu,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 10:19 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48
Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 10:19