Ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 15:33 Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin. Mótefnamæling er talin geta gefið betri mynd af því hversu útbreidd kórónuveiran er á Íslandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að yfirvöld bíði nú niðurstöðu rannsókna áður en þau hefja slíkar mælingar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Það er verið að reyna að finna bestu aðferðina til að mæla þessi mótefni. Það eru fjöldamörg próf í boði en þau eru misjöfn, mismunandi næm og mismunandi áreiðnaleg. Við viljum vera viss um það að við munum nota bestu prófin þegar við förum að mæla,“ sagði sóttvarnalæknir. Önnur lönd fást nú við sama vandamál og sagði Þórólfur að einhvern tíma gæti tekið að fá botn í málið. Ein af ástæðunum væri sú að sennilega væri ekki sama magn af mótefninu í fólki sem hefði orðið mikið veikt og hjá því sem hefði veikst minna. Ekki væri heldur víst hvort að það myndaði með sér sömu mótefnin. „Við þurfum að tryggja það að við getum verið með próf sem nær bæði til þeirra sem veikjast mikið og til þeirra sem veikjast lítið,“ sagði Þórólfur. Víðtæk skimun sem hefur farið fram á Íslandi geri sóttvarnayfirvöldum kleift að bera saman mótefnapróf hjá þeim sem hafa veikt mikið annars vegar og lítið hins vegar. „Það er ekki fyrr en við fáum niðurstöðu í þetta sem við getum farið af stað,“ sagði Þórólfur. Aðeins tvö ný smit greindust frá sunnudegi til mánudags og hafa nú alls 1.773 greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þórólfur sagði að þó að faraldurinn væri áfram í mikilli niðursveiflu þurfi svo lágar tölur ekki að þýða mikið. Benti hann þannig að óvenjulega fá sýni hafi verið tekin á milli daga, aðeins tæplega 400. Horfa þyrfti á faraldurinn í stærra samhengi og fylgjast áfram með þróun hans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin. Mótefnamæling er talin geta gefið betri mynd af því hversu útbreidd kórónuveiran er á Íslandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að yfirvöld bíði nú niðurstöðu rannsókna áður en þau hefja slíkar mælingar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Það er verið að reyna að finna bestu aðferðina til að mæla þessi mótefni. Það eru fjöldamörg próf í boði en þau eru misjöfn, mismunandi næm og mismunandi áreiðnaleg. Við viljum vera viss um það að við munum nota bestu prófin þegar við förum að mæla,“ sagði sóttvarnalæknir. Önnur lönd fást nú við sama vandamál og sagði Þórólfur að einhvern tíma gæti tekið að fá botn í málið. Ein af ástæðunum væri sú að sennilega væri ekki sama magn af mótefninu í fólki sem hefði orðið mikið veikt og hjá því sem hefði veikst minna. Ekki væri heldur víst hvort að það myndaði með sér sömu mótefnin. „Við þurfum að tryggja það að við getum verið með próf sem nær bæði til þeirra sem veikjast mikið og til þeirra sem veikjast lítið,“ sagði Þórólfur. Víðtæk skimun sem hefur farið fram á Íslandi geri sóttvarnayfirvöldum kleift að bera saman mótefnapróf hjá þeim sem hafa veikt mikið annars vegar og lítið hins vegar. „Það er ekki fyrr en við fáum niðurstöðu í þetta sem við getum farið af stað,“ sagði Þórólfur. Aðeins tvö ný smit greindust frá sunnudegi til mánudags og hafa nú alls 1.773 greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þórólfur sagði að þó að faraldurinn væri áfram í mikilli niðursveiflu þurfi svo lágar tölur ekki að þýða mikið. Benti hann þannig að óvenjulega fá sýni hafi verið tekin á milli daga, aðeins tæplega 400. Horfa þyrfti á faraldurinn í stærra samhengi og fylgjast áfram með þróun hans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06
Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent