Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá miklum viðbúnaði vegna banaslyss á Kjalarnesi í gær þar sem níu manns slösuðust, þar af þrír alvarlega en fimmtíu manns voru kallaðir út á Landspítala vegna slyssins.

Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú rétt fyrir fréttir kemur fram að þrír séu enn á spítalanum vegna slyssins á almennri legudeild og tveir á gjörgæsludeild. Sex hafi verið útskrifuð.

Þá rýnum við í lækkun veiðigjaldanna og hverjir hagnast mest á lækkuninni en formenn flokka og þingflokka hafa í allan dag reynt að ná samkomulagi um afgreiðslu frumvarps atvinnuveganefndar.

Við tölum við móðir drengs sem hefur árangurslaust reynt í tvö ár að fá Lyfjanefnd Landspítalans til að samþykkja lyf fyrir fyrir son sinn sem hægt gæti á banvænum vöðvahrörnunarsjúkdómi sem hann þjáist af.

Við sýnum myndir af hörmungunum í Gvatemala þar sem að minnsta kosti 69 manns hafa farist í miklu gjóskugosi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×