Vöxtur og verðmæti Guðjón S. Brjánsson skrifar 5. júní 2018 07:00 Utanríkisráðherra hafði orð á því í ræðustól Alþingis fyrir nokkrum vikum að til þess að viðhalda óbreyttum vexti í hagkerfinu þyrftu Íslendingar að auka verðmæti útflutnings í næstu framtíð um einn milljarð á viku. Það þarf nokkuð til en það vantar ekkert á að menn vilji svara kallinu. Á dögunum heimsótti ég Vestfirði eins og oft áður. Lífið er þar gott og ánægjulegt að hitta mann og annan. Þó er vel merkjanlegur sá andi meðal íbúanna fyrir vestan, að staða þeirra og varnarbarátta sé ekki metin af sanngirni eða af skilningi. Í sögulegu samhengi hafa Vestfirðingar verið veitendur, verið sjálfbjarga, vilja það og geta. Ný atvinnugrein er á hraðri uppleið á suðurfjörðum Vestfjarða. Laxeldi er nú í fjórum fjörðum allt norður í Dýrafjörð. Í Ísafjarðdjúpi stendur hnífurinn hins vegar í kúnni. Hælarnir eru settir niður. Búin eru til skyndimódel og líkön sem torvelda markmið heimamanna um að hefja hæga og markvissa uppbyggingu. Hún er þó reyndar löngu hafin, því gamalgróið útgerðarfyrirtæki hefur um árabil stundað fiskeldi á þessu svæði. Það eru umdeild, veik og óásættanleg rök sem tefja viðleitni til uppbyggingar á svæðinu. Þau fyrirtæki sem koma að laxeldi kalla eftir skýrri löggjöf, regluverki og alvöru eftirliti en á það skortir verulega eins og dæmi sýna. Enn er líka á reiki hvernig gjaldtöku verður háttað af sameiginlegri strandsjávarauðlind. Þarna eru stjórnvöld með buxurnar á hælunum og á meðan fá hindurvitni, stóryrði og rangfærslur að óma um allt samfélagið. Útflutningsverðmæti afurða laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum nálgast 10 milljarða á þessu ári. Til samanburðar námu heildarverðmæti á útfluttu, hefðbundnu sjávarfangi um 110 milljörðum árið 2017. Þessi atvinnuvegur skiptir því máli. Það skiptir miklu að við sköpum trausta umgjörð um greinina, umgjörð sem byggir á fagmennsku, vísindum, óyggjandi rannsóknum, varfærni og sanngirni gagnvart fólki í byggðarlögunum. Þarna hafa stjórnvöld hlutverki að gegna og þau þurfa að taka sig á.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherra hafði orð á því í ræðustól Alþingis fyrir nokkrum vikum að til þess að viðhalda óbreyttum vexti í hagkerfinu þyrftu Íslendingar að auka verðmæti útflutnings í næstu framtíð um einn milljarð á viku. Það þarf nokkuð til en það vantar ekkert á að menn vilji svara kallinu. Á dögunum heimsótti ég Vestfirði eins og oft áður. Lífið er þar gott og ánægjulegt að hitta mann og annan. Þó er vel merkjanlegur sá andi meðal íbúanna fyrir vestan, að staða þeirra og varnarbarátta sé ekki metin af sanngirni eða af skilningi. Í sögulegu samhengi hafa Vestfirðingar verið veitendur, verið sjálfbjarga, vilja það og geta. Ný atvinnugrein er á hraðri uppleið á suðurfjörðum Vestfjarða. Laxeldi er nú í fjórum fjörðum allt norður í Dýrafjörð. Í Ísafjarðdjúpi stendur hnífurinn hins vegar í kúnni. Hælarnir eru settir niður. Búin eru til skyndimódel og líkön sem torvelda markmið heimamanna um að hefja hæga og markvissa uppbyggingu. Hún er þó reyndar löngu hafin, því gamalgróið útgerðarfyrirtæki hefur um árabil stundað fiskeldi á þessu svæði. Það eru umdeild, veik og óásættanleg rök sem tefja viðleitni til uppbyggingar á svæðinu. Þau fyrirtæki sem koma að laxeldi kalla eftir skýrri löggjöf, regluverki og alvöru eftirliti en á það skortir verulega eins og dæmi sýna. Enn er líka á reiki hvernig gjaldtöku verður háttað af sameiginlegri strandsjávarauðlind. Þarna eru stjórnvöld með buxurnar á hælunum og á meðan fá hindurvitni, stóryrði og rangfærslur að óma um allt samfélagið. Útflutningsverðmæti afurða laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum nálgast 10 milljarða á þessu ári. Til samanburðar námu heildarverðmæti á útfluttu, hefðbundnu sjávarfangi um 110 milljörðum árið 2017. Þessi atvinnuvegur skiptir því máli. Það skiptir miklu að við sköpum trausta umgjörð um greinina, umgjörð sem byggir á fagmennsku, vísindum, óyggjandi rannsóknum, varfærni og sanngirni gagnvart fólki í byggðarlögunum. Þarna hafa stjórnvöld hlutverki að gegna og þau þurfa að taka sig á.Höfundur er alþingismaður
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar