Svona segjast Hafnfirðingar ætla að gera höfnina sína skemmtilega Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2020 20:45 Horft til norðurs yfir höfnina frá gatnamótum Hvaleyrarbrautar og Strandgötu. Neðst til hægri kemur biðstöð borgarlínu. Mynd/Hafnarfjarðarbær. Miklar breytingar verða í kringum smábátahöfnina í Hafnarfirði, og íbúðarhúsum blandað inn í atvinnuhverfi, samkvæmt nýju rammaskipulagi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Myndir af nýrri ásýnd hafnarinnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Svæðið í kringum smábátahöfnina, sem farið er að kalla Flensborgarhöfn, er núna einkum atvinnusvæði í kringum hafnarstarfsemina en með nýja rammaskipulaginu er mörkuð sú stefna að byggja þar einnig upp íbúðahverfi. Kynningarmyndband frá Hafnarfjarðarbæ sýnir fyrst nýja skemmtibátahöfn neðan íþróttahússins við Strandgötu sem kölluð er Hamarshöfn og verður nær miðbænum. Síðan fylgja hjóla- og göngustígar, siglingaklúbbur og í kringum gamla Drafnarslippinn er gert ráð fyrir heitum pottum og aðstöðu til sjóbaða og einnig vistgötu. Horft frá bryggjupalli við Fornubúðir í átt að Flensborgarhöfn.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Hafnartorg á að koma við Íshúsið með útiveitingastöðum og kaffihúsum og þar eiga bryggjupallar að mynda samfellda gönguleið, að því er fram kemur í kynningu bæjarins. Bæjarstjórnin segist þó leggja áherslu á að rekstur fyrirtækja á hafnarsvæðinu verði tryggður og að þar verði gott rými fyrir fiskiskip og smábáta. Einhver mesta breytingin verður á Óseyrarsvæðinu en á svokölluðum Fornubúðum kemur blönduð byggð með fjölbreyttu íbúðarhúsnæði og görðum inn á milli húsanna. Svona verður hið nýja Óseyrarhverfi. Íbúðarhúsin eru 3-5 hæðir. Á hverjum reit er gert ráð fyrir sameiginlegum inngarði fyrir íbúa og leiksvæðum.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir segir rammaskipulagið marka tímamót. Þarna muni rísa skapandi og skemmtilegt hverfi með sterka tengingu við sögu, sjóinn og miðbæinn. Núna tekur við aðalskipulagsferli og síðan deiliskipulagsvinna fyrir einstaka reiti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Borgarlína Hafnarfjörður Sjávarútvegur Skipulag Tengdar fréttir Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44 Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Miklar breytingar verða í kringum smábátahöfnina í Hafnarfirði, og íbúðarhúsum blandað inn í atvinnuhverfi, samkvæmt nýju rammaskipulagi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Myndir af nýrri ásýnd hafnarinnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Svæðið í kringum smábátahöfnina, sem farið er að kalla Flensborgarhöfn, er núna einkum atvinnusvæði í kringum hafnarstarfsemina en með nýja rammaskipulaginu er mörkuð sú stefna að byggja þar einnig upp íbúðahverfi. Kynningarmyndband frá Hafnarfjarðarbæ sýnir fyrst nýja skemmtibátahöfn neðan íþróttahússins við Strandgötu sem kölluð er Hamarshöfn og verður nær miðbænum. Síðan fylgja hjóla- og göngustígar, siglingaklúbbur og í kringum gamla Drafnarslippinn er gert ráð fyrir heitum pottum og aðstöðu til sjóbaða og einnig vistgötu. Horft frá bryggjupalli við Fornubúðir í átt að Flensborgarhöfn.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Hafnartorg á að koma við Íshúsið með útiveitingastöðum og kaffihúsum og þar eiga bryggjupallar að mynda samfellda gönguleið, að því er fram kemur í kynningu bæjarins. Bæjarstjórnin segist þó leggja áherslu á að rekstur fyrirtækja á hafnarsvæðinu verði tryggður og að þar verði gott rými fyrir fiskiskip og smábáta. Einhver mesta breytingin verður á Óseyrarsvæðinu en á svokölluðum Fornubúðum kemur blönduð byggð með fjölbreyttu íbúðarhúsnæði og görðum inn á milli húsanna. Svona verður hið nýja Óseyrarhverfi. Íbúðarhúsin eru 3-5 hæðir. Á hverjum reit er gert ráð fyrir sameiginlegum inngarði fyrir íbúa og leiksvæðum.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir segir rammaskipulagið marka tímamót. Þarna muni rísa skapandi og skemmtilegt hverfi með sterka tengingu við sögu, sjóinn og miðbæinn. Núna tekur við aðalskipulagsferli og síðan deiliskipulagsvinna fyrir einstaka reiti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Borgarlína Hafnarfjörður Sjávarútvegur Skipulag Tengdar fréttir Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44 Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44
Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00