Gylfi Þór Sigurðsson lék í 85 mínútur og gerði vel er Everton vann 3-1 sigur á Crystal Palace á Goodison Park í dag.
Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni þessa helgina og sex þá næstu en enska úrvalsdeildin er í fyrsta sinn sem vetrafrí á Englandi.
Fyrsta mark leiksins kom strax á 18. mínútu er Brasilíumaðurinn Bernard skoraði. Gylfi og Theo Walcott spiluðu vel saman og fyrirgjöf Walcott rataði beint á Bernard sem kláraði færið vel.
Theo Walcott has now provided 50 assists in the Premier League, becoming the 23rd Englishman to ever do so in the competition.
— Squawka Football (@Squawka) February 8, 2020
Half-century hit. pic.twitter.com/LgpgepHdI8
Palace réð svo aðeins ferðinni í leiknum og skutu meðal annars í stöng Everton en þeir náðu ekki að jafna metin fyrir hlé og heimamenn voru yfir í hálfleik.
Síðari hálfleikur var einungis sex mínútna gamall er jöfnunarmarkið kom. Christian Benteke skoraði þá sitt fyrsta mark í tæpt ár með skoti úr þröngu færi i teignum en Jordan Pickford átti að gera mikið betur í markinu.
Staðan var þó ekki lengi jöfn því sjö mínútum síðar skoraði Richarlison eftir frábæran sprett. Níunda mark hans á leiktíðinni.
7 - Seven of Richarlison's nine Premier League goals this season have given @Everton the lead in a match - only Marcus Rashford and Tammy Abraham (8 each) have put their side ahead more often this term. Heaven. #EVECRYpic.twitter.com/ekJubKTucr
— OptaJoe (@OptaJoe) February 8, 2020
Gylfi var nálægt því að skora þriðja mark Everton skömmu síðar eftir stórkostlegan einleik en Vincent Guiata sá við honum í markinu.
Þriðja markið kom á 87. mínútu. Eftir hornspyrnu Lucas Digne skallaði Richarlison boltann í slá, þaðan fór boltann til Dominic Calvert-Lewin sem kom boltanum í netið. Lokatölur 3-1.
Everton er þar af leiðandi komið upp í 7. sæti deildarinnar. Þeir eru með 36 stig og eru einungis fimm stigum frá Chelsea sem situr í Meistaradeildarsæti. Góður bragur á Everton undir stjórn Ancelotti.
6 - Since Carlo Ancelotti's first Premier League game in charge of Everton, only Sergio Aguero (7) has scored more goals in the competition than Dominic Calvert-Lewin. Super. #EVECRY
— OptaJoe (@OptaJoe) February 8, 2020
Palace er í 14. sæti deildarinnar með 30 stig, sex stigum frá fallsæti.