Prestur rekinn fyrir ummæli um „bakvörðinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 20:58 Séra Skírnir tjáði sig um sögu hans og konu sem hefur verið sökuð um að falsa skjöl til að komast í bakvarðasveit sem fór til Bolungarvíkur vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Vísir/Samúel Séra Skírnir Garðarsson hefur verið rekinn frá íslensku þjóðkirkjunni fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það er vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Í viðtali á Vísi sakaði hann konuna um að hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Séra Skírnir Garðarsson. Skírnir segist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita, en látið það ógert. Hann talaði þó við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Sjá einnig: Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. Sjá einnig: „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni, sem send var út í kvöld segir að prestar gegni afar sérstöku hlutverki þegar komi að trúnaði gagnvart skjólstæðingum þeirra. Trúnaðarskyldan sé hornsteinn í sambandi presta við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga. „Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs - og siðareglur presta,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að prestum beri að tilkynna öll saknæm mál varðandi börn og ungmenni til yfirvalda. „Að öllu öðru leyti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun.“ Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu. Þjóðkirkjan Bolungarvík Mosfellsbær Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Séra Skírnir Garðarsson hefur verið rekinn frá íslensku þjóðkirkjunni fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það er vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Í viðtali á Vísi sakaði hann konuna um að hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Séra Skírnir Garðarsson. Skírnir segist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita, en látið það ógert. Hann talaði þó við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Sjá einnig: Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. Sjá einnig: „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni, sem send var út í kvöld segir að prestar gegni afar sérstöku hlutverki þegar komi að trúnaði gagnvart skjólstæðingum þeirra. Trúnaðarskyldan sé hornsteinn í sambandi presta við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga. „Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs - og siðareglur presta,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að prestum beri að tilkynna öll saknæm mál varðandi börn og ungmenni til yfirvalda. „Að öllu öðru leyti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun.“ Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu.
Þjóðkirkjan Bolungarvík Mosfellsbær Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira