Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KA 2-1 | Fylkismenn komnir á blað Skúli Arnarson skrifar 6. maí 2018 20:15 Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis. vísir/ernir Það var mikil spenna þegar Fylkismenn lögðu lið KA með tveimur mörkum gegn einu í annari umferð Pepsi deildar karla sem fram fór í dag. Leikið var inni í Egilshöll en það verður heimavöllur Fylkismanna þangað til að heimavöllur þeirra í Lautinni verður klár, en verið er að leggja gervigras á hann. Leikurinn byrjaði með látum en eftir einungis um fimm mínútna leik skoraði Emil Ásmundsson með skoti utan af velli sem Martinez í markinu hjá KA hefði líklega átt að verja. Fylkir voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og var mikið meiri barátta í þeirra liði. Fylkir stjórnuðu miðjunni í fyrri hálfleik og pressuðu KA menn gífurlega stíft, sem áttu erfitt með að halda boltanum á löngum köflum í fyrri hálfleik. Lítið var um opin færi en á 41.mínútu komst Emil upp hægri vængin og gaf lágan bolta fyrir þar sem Jonathan Glenn stóð og setti boltann í stöngina og inn. Það var eins og Tufa, þjálfari KA, hefði náð að blása smá lífi í sína menn í hálfleik en þeir mættu með mun meiri baráttu út í seinni hálfleikinn. KA voru ekki lengi að skora en á 51.mín varð miðvörður Fylkis, Orri Sveinn Stefánsson, fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að hreinsa fyrirgjöf Hrannars, bakvarðar KA í dag. KA menn voru sterkari í seinni hálfleik en Fylkir voru alltaf hættulegir í skyndisóknum sínum. Mjög lítið var um opin marktækifæri í leiknum en bæði lið komust nokkrum sinnum í mjög góðar stöður án þess að ná að binda endahnút á sóknir sínar með marki. Í lokin lágu KA menn á Fylki og fengu meðal annars þrjár hornspyrnur í uppbótartíma sem allar voru hættulegar, en allt kom fyrir ekki og Fylkismenn tóku stigin þrjú sem í boði voru í dag. Hvers vegna vann Fylkir? Fylkismenn mættu talsvert grimmari til leiks en KA í dag og uppskáru eftir því. Þeir skoruðu tvö góð mörk í fyrri hálfleik sem dugðu til.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Fylkis voru þeir Emil Ásmundsson og Ásgeir Börkur sterkastir. Emil skoraði mark og lagði upp annað á meðan Ásgeir Börkur var frábær á miðjunni og öskraði sína menn áfram í dag. Í liði KA var engin sem stóð upp úr en það var kannski helst Hallgrímur Mar sem var líflegastur.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk frekar illa að skapa sér opin marktækifæri í dag. Einnig voru KA menn ekki nægilega ákveðnir í fyrri hálfleik í dag en Tufa náði að blása lífi í þá í hálfleik og verður að teljast ólíklegt að KA menn komi jafn andlausir inn í næsta leik.Hvað gerist næst? KA fær ÍBV í heimsókn í næstu umferð og fá því að prófa að spila á Akureyrarvelli í fyrsta sinn í sumar. Sá leikur fer fram laugardaginn 12.maí. Fylkir eiga ansi erfitt verkefni fyrir höndum en þeir spila við íslandsmeistara Vals á Origo vellinum þann 13.maí. Fylkir gæti alveg stolið stigum af Valsmönnum þar með baráttunni sem þeir sýndu í leiknum í dag. Helgi: Sýndum það hversu öflugt lið við erum „Ég er bara hrikalega glaður og strákarnir unnu svo sannarlega fyrir þessu í dag. Við vorum tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur, KA er með mjög sterkt lið,” sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir leik. „Við vorum líka ósáttir við að fá ekkert út úr bikarleiknum í vikunni, á móti Stjörnunni, þar sem við spiluðum, að okkar mati, mjög vel. Þannig að við vorum alveg æstir í að taka þrjú stig í dag og við sýndum það á köflum hversu öflugt lið við erum.” Helgi var ánægður með baráttuna í sínu liði. „Mér fannst við koma sterkari inn í leikinn, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við vorum ofan á í baráttunni og skoruðum tvö góð mörk. Við töluðum svo um það í hálfleik að hleypa þeim ekki inn í leikinn en þeir komu nú inn í leikinn strax og jöfnuðu fljótlega.” „Við það hefði mörg lið bara brotnað niður en við sýndum mikinn karakter og ég er stoltur af strákunum fyrir það.“ Helgi var að sjálfsögðu ánægður með fyrstu þrjú stig sumarsins. Þetta voru einnig fyrstu þrjú stig Helga sem aðalþjálfari. „Auðvitað er það frábært. Þetta snýst nú bara um Fylki og strákanna en ekki mig. Ég er náttúrulega bara mjög sáttur fyrir þeirra hönd. Þeir eru búnir að leggja mjög hart að sér í vetur og bara alveg síðan ég tók við þessu liði. En við vitum það að hver leikur í vetur verður úrslitaleikur en það er auðvitað frábært að fá fyrstu þrjú stigin snemma.“ Fylkir spila heimaleiki sína í Egilshöllinni þangað til að búið verður að leggja gervigras á Fylkisvöllinn. Líður Helga eins og Fylkir séu á heimavelli þegar þeir spila í Egilshöllinni? „Já ég myndi segja það, við höfum spilað mikið hérna í vetur og það var frábær stemning. Ég held að besta stemningin í fyrstu tveimur umferðunum hafi einmitt verið hérna í Egilshöllinni.” „Það er frábær umgjörð í kringum þetta. Við erum öfundsverðir að hafa verið að spila inni miðað við aðstæðurnar sem eru úti núna.“ Emil: Fannst við vera yfir í öllum aðgerðum „Það er ljúft að fá fyrstu þrjú stig sumarsins og þótt að þetta sé hérna inni þá erum við bara búnir að gera þetta að okkar heimavelli. Ég gæti ekki beðið um það betra,“ sagði Emil Ásmundsson, maður leiksins, stax eftir leik. „Við erum búnir að æfa einu sinni í viku hérna í allan vetur og flest allir leikir eru hérna. Okkar völlur er ekki tilbúinn svo við ákváðum að líta bara á björtu hliðarnar og þetta er líklega okkar seinni heimavöllur á eftir Fylkisvellinum.” Emil var mjög ánægður með baráttuna í sínu liði. „Við vorum bara mættir miklu fyrr til leiks en þeir. Við unnum örugglega alla seinni bolta í fyrri hálfleik og sóttum gífurlega á þá. Það sloknaði aðeins á okkur í byrjun seinni hálfleiks og rétt undir lok leiks en heilt yfir fannst mér við bara vera yfir í öllum aðgerðum.“ Emil var sáttur með sinn leik í dag. „Þetta er náttúrulega bara bónus. Gott að fá þrjú stig en þegar maður getur hjálpað liðinu svona þá er það bara geggjað.“ Tufa: Það truflar okkur ekki neitt að spila inni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara svekkelsi að tapa leik sem við vorum búnir að undirbúa mjög vel. Við vissum nákvæmlega hvernig leikurinn myndi verða en við mætum ekki til leiks í fyrri hálfleik og ef þú gefur strax tvö núll forystu þá er þetta erfitt.” „Í seinni hálfleik fannst mér við bara mjög flottir og ég kannaðist loksins við mitt lið. Það vantaði bara smá heppni til að skora mark,“ sagði Tufegdzic, þjálfari KA. Tufegdzic var óánægður með fyrri hálfleikinn en talsvert ánægðari með þann seinni. „Allt sem við vorum að tala um fyrir leik var að ef þú ætlar að vinna þetta Fylkislið þá verður þú að mæta þeim í baráttunni og nota taktíska hluti til að refsa þeim.” „Því miður gerðum við þetta ekki í fyrri hálfleik en gerðum mjög vel í seinni hálfleik. Það eina sem við getum gert eftir þetta tap er að taka seinni hálfleikinn með okkur og mæta klárir í næsta leik á móti ÍBV.“ „Það truflar okkur ekki neitt að spila inni. Bæði Fjölnir og Fylkir voru með frábæra umgjörð í kringum þessa leiki. Við spiluðum inni í allan vetur,“ sagði Tufegdzic að lokum. Pepsi Max-deild karla
Það var mikil spenna þegar Fylkismenn lögðu lið KA með tveimur mörkum gegn einu í annari umferð Pepsi deildar karla sem fram fór í dag. Leikið var inni í Egilshöll en það verður heimavöllur Fylkismanna þangað til að heimavöllur þeirra í Lautinni verður klár, en verið er að leggja gervigras á hann. Leikurinn byrjaði með látum en eftir einungis um fimm mínútna leik skoraði Emil Ásmundsson með skoti utan af velli sem Martinez í markinu hjá KA hefði líklega átt að verja. Fylkir voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og var mikið meiri barátta í þeirra liði. Fylkir stjórnuðu miðjunni í fyrri hálfleik og pressuðu KA menn gífurlega stíft, sem áttu erfitt með að halda boltanum á löngum köflum í fyrri hálfleik. Lítið var um opin færi en á 41.mínútu komst Emil upp hægri vængin og gaf lágan bolta fyrir þar sem Jonathan Glenn stóð og setti boltann í stöngina og inn. Það var eins og Tufa, þjálfari KA, hefði náð að blása smá lífi í sína menn í hálfleik en þeir mættu með mun meiri baráttu út í seinni hálfleikinn. KA voru ekki lengi að skora en á 51.mín varð miðvörður Fylkis, Orri Sveinn Stefánsson, fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að hreinsa fyrirgjöf Hrannars, bakvarðar KA í dag. KA menn voru sterkari í seinni hálfleik en Fylkir voru alltaf hættulegir í skyndisóknum sínum. Mjög lítið var um opin marktækifæri í leiknum en bæði lið komust nokkrum sinnum í mjög góðar stöður án þess að ná að binda endahnút á sóknir sínar með marki. Í lokin lágu KA menn á Fylki og fengu meðal annars þrjár hornspyrnur í uppbótartíma sem allar voru hættulegar, en allt kom fyrir ekki og Fylkismenn tóku stigin þrjú sem í boði voru í dag. Hvers vegna vann Fylkir? Fylkismenn mættu talsvert grimmari til leiks en KA í dag og uppskáru eftir því. Þeir skoruðu tvö góð mörk í fyrri hálfleik sem dugðu til.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Fylkis voru þeir Emil Ásmundsson og Ásgeir Börkur sterkastir. Emil skoraði mark og lagði upp annað á meðan Ásgeir Börkur var frábær á miðjunni og öskraði sína menn áfram í dag. Í liði KA var engin sem stóð upp úr en það var kannski helst Hallgrímur Mar sem var líflegastur.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk frekar illa að skapa sér opin marktækifæri í dag. Einnig voru KA menn ekki nægilega ákveðnir í fyrri hálfleik í dag en Tufa náði að blása lífi í þá í hálfleik og verður að teljast ólíklegt að KA menn komi jafn andlausir inn í næsta leik.Hvað gerist næst? KA fær ÍBV í heimsókn í næstu umferð og fá því að prófa að spila á Akureyrarvelli í fyrsta sinn í sumar. Sá leikur fer fram laugardaginn 12.maí. Fylkir eiga ansi erfitt verkefni fyrir höndum en þeir spila við íslandsmeistara Vals á Origo vellinum þann 13.maí. Fylkir gæti alveg stolið stigum af Valsmönnum þar með baráttunni sem þeir sýndu í leiknum í dag. Helgi: Sýndum það hversu öflugt lið við erum „Ég er bara hrikalega glaður og strákarnir unnu svo sannarlega fyrir þessu í dag. Við vorum tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur, KA er með mjög sterkt lið,” sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir leik. „Við vorum líka ósáttir við að fá ekkert út úr bikarleiknum í vikunni, á móti Stjörnunni, þar sem við spiluðum, að okkar mati, mjög vel. Þannig að við vorum alveg æstir í að taka þrjú stig í dag og við sýndum það á köflum hversu öflugt lið við erum.” Helgi var ánægður með baráttuna í sínu liði. „Mér fannst við koma sterkari inn í leikinn, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við vorum ofan á í baráttunni og skoruðum tvö góð mörk. Við töluðum svo um það í hálfleik að hleypa þeim ekki inn í leikinn en þeir komu nú inn í leikinn strax og jöfnuðu fljótlega.” „Við það hefði mörg lið bara brotnað niður en við sýndum mikinn karakter og ég er stoltur af strákunum fyrir það.“ Helgi var að sjálfsögðu ánægður með fyrstu þrjú stig sumarsins. Þetta voru einnig fyrstu þrjú stig Helga sem aðalþjálfari. „Auðvitað er það frábært. Þetta snýst nú bara um Fylki og strákanna en ekki mig. Ég er náttúrulega bara mjög sáttur fyrir þeirra hönd. Þeir eru búnir að leggja mjög hart að sér í vetur og bara alveg síðan ég tók við þessu liði. En við vitum það að hver leikur í vetur verður úrslitaleikur en það er auðvitað frábært að fá fyrstu þrjú stigin snemma.“ Fylkir spila heimaleiki sína í Egilshöllinni þangað til að búið verður að leggja gervigras á Fylkisvöllinn. Líður Helga eins og Fylkir séu á heimavelli þegar þeir spila í Egilshöllinni? „Já ég myndi segja það, við höfum spilað mikið hérna í vetur og það var frábær stemning. Ég held að besta stemningin í fyrstu tveimur umferðunum hafi einmitt verið hérna í Egilshöllinni.” „Það er frábær umgjörð í kringum þetta. Við erum öfundsverðir að hafa verið að spila inni miðað við aðstæðurnar sem eru úti núna.“ Emil: Fannst við vera yfir í öllum aðgerðum „Það er ljúft að fá fyrstu þrjú stig sumarsins og þótt að þetta sé hérna inni þá erum við bara búnir að gera þetta að okkar heimavelli. Ég gæti ekki beðið um það betra,“ sagði Emil Ásmundsson, maður leiksins, stax eftir leik. „Við erum búnir að æfa einu sinni í viku hérna í allan vetur og flest allir leikir eru hérna. Okkar völlur er ekki tilbúinn svo við ákváðum að líta bara á björtu hliðarnar og þetta er líklega okkar seinni heimavöllur á eftir Fylkisvellinum.” Emil var mjög ánægður með baráttuna í sínu liði. „Við vorum bara mættir miklu fyrr til leiks en þeir. Við unnum örugglega alla seinni bolta í fyrri hálfleik og sóttum gífurlega á þá. Það sloknaði aðeins á okkur í byrjun seinni hálfleiks og rétt undir lok leiks en heilt yfir fannst mér við bara vera yfir í öllum aðgerðum.“ Emil var sáttur með sinn leik í dag. „Þetta er náttúrulega bara bónus. Gott að fá þrjú stig en þegar maður getur hjálpað liðinu svona þá er það bara geggjað.“ Tufa: Það truflar okkur ekki neitt að spila inni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara svekkelsi að tapa leik sem við vorum búnir að undirbúa mjög vel. Við vissum nákvæmlega hvernig leikurinn myndi verða en við mætum ekki til leiks í fyrri hálfleik og ef þú gefur strax tvö núll forystu þá er þetta erfitt.” „Í seinni hálfleik fannst mér við bara mjög flottir og ég kannaðist loksins við mitt lið. Það vantaði bara smá heppni til að skora mark,“ sagði Tufegdzic, þjálfari KA. Tufegdzic var óánægður með fyrri hálfleikinn en talsvert ánægðari með þann seinni. „Allt sem við vorum að tala um fyrir leik var að ef þú ætlar að vinna þetta Fylkislið þá verður þú að mæta þeim í baráttunni og nota taktíska hluti til að refsa þeim.” „Því miður gerðum við þetta ekki í fyrri hálfleik en gerðum mjög vel í seinni hálfleik. Það eina sem við getum gert eftir þetta tap er að taka seinni hálfleikinn með okkur og mæta klárir í næsta leik á móti ÍBV.“ „Það truflar okkur ekki neitt að spila inni. Bæði Fjölnir og Fylkir voru með frábæra umgjörð í kringum þessa leiki. Við spiluðum inni í allan vetur,“ sagði Tufegdzic að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti