Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 13:30 Cynthia Nixon er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sex and the City en New York-borg var söguðsvið þáttanna. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, er talin líkleg til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis á næsta ári. Nixon var gestur The Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í gær en aðspurð vildi hún ekki svara því hvort hún hygði á framboð gegn sitjandi ríkisstjóra, Andrew Cuomo, í næstu kosningum. Nixon sagðist þó hafa heyrt „orðróm“ um framboð sitt. „Ég held að mörgum finnist ég eiga að bjóða mig fram, og ég held að margar ástæður búi þar að baki,“ sagði Nixon í þættinum. „En ég held að ástæða númer eitt sé menntun. Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-ríki.“ Þá gagnrýndi Nixon sitjandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, fyrir aðgerðir sínar í menntamálum og sagði bilið á milli hinna ríku og fátæku aldrei hafa verið stærra. Hún sagðist einnig eiga þrjú börn sem hefðu gengið í ríkisskóla í New York.Cynthia Nixon talaði sig í kringum orðróma um ríkisstjóraframboð sitt í The Today Show í gær.Vísir/GettyHefur verið virk í stjórnmálasenunni Nixon hefur látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og var opinber stuðningsmaður borgarstjórans, Bill de Blasio. Hún var fyrst nefnd sem vænlegur frambjóðandi til embættis ríkisstjóra í síðustu viku. Cynthia Nixon er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt sem lögfræðingurinn skeleggi, Miranda Hobbes, í þáttunum, og síðar kvikmyndunum, Sex and the City. Hún býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í New York-borg og hefur lengi barist fyrir bættri menntun skólabarna, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, er talin líkleg til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis á næsta ári. Nixon var gestur The Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í gær en aðspurð vildi hún ekki svara því hvort hún hygði á framboð gegn sitjandi ríkisstjóra, Andrew Cuomo, í næstu kosningum. Nixon sagðist þó hafa heyrt „orðróm“ um framboð sitt. „Ég held að mörgum finnist ég eiga að bjóða mig fram, og ég held að margar ástæður búi þar að baki,“ sagði Nixon í þættinum. „En ég held að ástæða númer eitt sé menntun. Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-ríki.“ Þá gagnrýndi Nixon sitjandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, fyrir aðgerðir sínar í menntamálum og sagði bilið á milli hinna ríku og fátæku aldrei hafa verið stærra. Hún sagðist einnig eiga þrjú börn sem hefðu gengið í ríkisskóla í New York.Cynthia Nixon talaði sig í kringum orðróma um ríkisstjóraframboð sitt í The Today Show í gær.Vísir/GettyHefur verið virk í stjórnmálasenunni Nixon hefur látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og var opinber stuðningsmaður borgarstjórans, Bill de Blasio. Hún var fyrst nefnd sem vænlegur frambjóðandi til embættis ríkisstjóra í síðustu viku. Cynthia Nixon er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt sem lögfræðingurinn skeleggi, Miranda Hobbes, í þáttunum, og síðar kvikmyndunum, Sex and the City. Hún býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í New York-borg og hefur lengi barist fyrir bættri menntun skólabarna, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira