Icelandair hefur aflýst fimmtíu brottförum í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 15:56 Icelandair hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Vísir/Vilhelm Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Um er að ræða þrjú prósent af heildarbrottförum félagsins á tímabilinu að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair. Eftir hádegi í dag hefur Icelandair aflýst sex flugum til og frá Evrópu vegna veðurs. Þá hefur öllu flugi frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag verið aflýst. Brottfarir í kvöld frá Bandaríkjunum og Kanada til Keflavíkur eru hins vegar á áætlun. Allt flug Icelandair til og frá landinu í fyrramálið er þar af leiðandi á áætlun og er ekki gert ráð fyrir frekari röskunum á flugi um helgina. „Til að greiða úr töfum sem orðið hafa á flugi til og frá landinu vegna veðurs, þá höfum við sett upp ný flug á morgun, föstudaginn 24. janúar, til og frá London Gatwick, Kaupmannahöfn, Amsterdam og París. Raskanir á flugi í gær höfðu áhrif á í kringum 3.000 farþega en vel hefur gengið að greiða úr því. Við höfum komið öllum upplýsingum um breytingar á flugi til meirihluta farþega nú þegar. Í dag er hins vegar unnið samkvæmt nýjum verkferlum og því erum við að takast á við raskanir með skilvirkari hætti en áður og með minni áhrif á starfsemi félagsins. Frá því í október hefur Icelandair aflýst 200 brottförum, þar af eru 130 í janúar og 50 í dag, um er að ræða 3% af heildar brottförum félagsins á tímabilinu. Það eru ávallt árssveiflur í veðrinu en við erum alltaf undirbúin að takast á við raskanir á flugi vegna veðurs. Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á áfangastað á sem öruggastan máta og að truflun farþega verði sem minnst,“ er haft eftir Ingibjörgu Ásdísi Ragnarsdóttur, forstöðumanni þjónustu og upplifunar hjá Icelandair, í tilkynningu. „Það er ekki nauðsynlegt að hafa samband við okkur nema ef ný ferðaáætlun hentar viðkomandi ekki. Það er ávallt hægt fara inn á heimasíðu félagsins og fylgjast með á svæðinu „umsjón með bókun“. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir einnig er hægt að uppfæra þar upplýsingar um símanúmer og netfang farþega svo réttar upplýsingar berist hratt og örugglega,“ segir Ingibjörg Ásdís enn fremur.Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Veður Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Um er að ræða þrjú prósent af heildarbrottförum félagsins á tímabilinu að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair. Eftir hádegi í dag hefur Icelandair aflýst sex flugum til og frá Evrópu vegna veðurs. Þá hefur öllu flugi frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag verið aflýst. Brottfarir í kvöld frá Bandaríkjunum og Kanada til Keflavíkur eru hins vegar á áætlun. Allt flug Icelandair til og frá landinu í fyrramálið er þar af leiðandi á áætlun og er ekki gert ráð fyrir frekari röskunum á flugi um helgina. „Til að greiða úr töfum sem orðið hafa á flugi til og frá landinu vegna veðurs, þá höfum við sett upp ný flug á morgun, föstudaginn 24. janúar, til og frá London Gatwick, Kaupmannahöfn, Amsterdam og París. Raskanir á flugi í gær höfðu áhrif á í kringum 3.000 farþega en vel hefur gengið að greiða úr því. Við höfum komið öllum upplýsingum um breytingar á flugi til meirihluta farþega nú þegar. Í dag er hins vegar unnið samkvæmt nýjum verkferlum og því erum við að takast á við raskanir með skilvirkari hætti en áður og með minni áhrif á starfsemi félagsins. Frá því í október hefur Icelandair aflýst 200 brottförum, þar af eru 130 í janúar og 50 í dag, um er að ræða 3% af heildar brottförum félagsins á tímabilinu. Það eru ávallt árssveiflur í veðrinu en við erum alltaf undirbúin að takast á við raskanir á flugi vegna veðurs. Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á áfangastað á sem öruggastan máta og að truflun farþega verði sem minnst,“ er haft eftir Ingibjörgu Ásdísi Ragnarsdóttur, forstöðumanni þjónustu og upplifunar hjá Icelandair, í tilkynningu. „Það er ekki nauðsynlegt að hafa samband við okkur nema ef ný ferðaáætlun hentar viðkomandi ekki. Það er ávallt hægt fara inn á heimasíðu félagsins og fylgjast með á svæðinu „umsjón með bókun“. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir einnig er hægt að uppfæra þar upplýsingar um símanúmer og netfang farþega svo réttar upplýsingar berist hratt og örugglega,“ segir Ingibjörg Ásdís enn fremur.Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Veður Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira