Berglind stefnir á að tryggja AC Milan sæti í Meistaradeildinni en spilar á Íslandi í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 23. janúar 2020 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar sigurmarki sínu á mánudaginn með nýju samherjum sinum hjá AC Milan. Getty/Emilio Andreoli Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með AC Milan er hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á mánudaginn. Tilkynnt var um komu Berglindar um helgina og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið. „Tilfinningin var mjög góð,“ sagði hún er Vísir sló á þráðinn til Ítalíu í gær en Berglind var þá nýbúin að klára æfingu. „Ég er ennþá að venjast því að vera í treyju merkt þessu stórliði, en það var virkilega gaman að hafa náð að brjóta ísinn strax og skora mörk í fyrsta leik.“ #MilanRoma: the highlights From 0-2 to 3-2: relive the Rossonere's thrilling comeback win Da 0-2 a 3-2: un'altra rimonta rossonera da rivivere #FollowTheRossonere#SempreMilanpic.twitter.com/uzleHt1M6G— AC Milan (@acmilan) January 20, 2020 Það leið ekki langur tími frá því að Berglind skrifað undir hjá ítalska liðinu og þangað til hún var komin í búninginn. Hvernig hefur henni tekist að koma sér inn í þetta á svona stuttum tíma? „Það hefur gengið frekar vel. Ég er bara að koma mér hægt og rólega inn í þetta allt og það sýna mér allir fullan skilning á því.“ Hún segir að það hafi ekki verið langur aðdragandi að félagaskiptunum. „Í rauninni ekki. Það var haft samband við mig og spurt hvort ég hefði áhuga á þessu. Ég fór svo út nokkrum dögum seinna að skoða aðstæður. Svo tók ég ákvörðun daginn eftir að ég kom heim að utan.“ Við bárum Eyjakonuna að bera saman gæðin í deildinni ytra og hér heima en Berglind var á mála hjá Verona frá 2017 til 2018. „Gæðin eru fín hérna. Deildin er orðin mun betri en þegar ég var hérna síðast, stærstu klúbbarnir eru búnir að stíga upp og vilja gera þetta vel. Munurinn er kannski sá að deildin heima er meira líkamleg, en hérna úti er lagt meiri áherslu á tækni og hraða.“ Við komu Berglindar var sagt frá því á Twitter-síðu þar sem margar milljónir manna fylgjast með á hverjum degi. Hún hefur fundið fyrir því. And the winner is...Berglind Björg Thorvaldsdottir #CalcioFemminile#SerieAFemminilepic.twitter.com/GdE2ArxsJE— FIGC Calcio Femminile (@FIGCfemminile) January 22, 2020 „Já ég fann mikið fyrir því. Ég er eiginlega ennþá að ná áttum eftir síðustu daga. Það er mikill áhugi á AC Milan út um allan heim og það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu. AC Milan er í 4. sæti deildarinnar með 23 stig en tvö efstu sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Fiorentina er með 28 stig. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Vonandi get ég hjálpað AC Milan að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári,“ en hún mun ekki vera áfram úti er samningurinn rennur út. „Ég kem svo aftur heim til Íslands í maí og spila með Breiðabliki í sumar,“ sagði Eyjakonan að lokum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. 20. janúar 2020 13:45 Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25 Sjáðu mörkin sem Berglind Björg skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan Eyjakonan hefði ekki getað beðið um betri byrjun með AC Milan. 20. janúar 2020 23:30 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með AC Milan er hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á mánudaginn. Tilkynnt var um komu Berglindar um helgina og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið. „Tilfinningin var mjög góð,“ sagði hún er Vísir sló á þráðinn til Ítalíu í gær en Berglind var þá nýbúin að klára æfingu. „Ég er ennþá að venjast því að vera í treyju merkt þessu stórliði, en það var virkilega gaman að hafa náð að brjóta ísinn strax og skora mörk í fyrsta leik.“ #MilanRoma: the highlights From 0-2 to 3-2: relive the Rossonere's thrilling comeback win Da 0-2 a 3-2: un'altra rimonta rossonera da rivivere #FollowTheRossonere#SempreMilanpic.twitter.com/uzleHt1M6G— AC Milan (@acmilan) January 20, 2020 Það leið ekki langur tími frá því að Berglind skrifað undir hjá ítalska liðinu og þangað til hún var komin í búninginn. Hvernig hefur henni tekist að koma sér inn í þetta á svona stuttum tíma? „Það hefur gengið frekar vel. Ég er bara að koma mér hægt og rólega inn í þetta allt og það sýna mér allir fullan skilning á því.“ Hún segir að það hafi ekki verið langur aðdragandi að félagaskiptunum. „Í rauninni ekki. Það var haft samband við mig og spurt hvort ég hefði áhuga á þessu. Ég fór svo út nokkrum dögum seinna að skoða aðstæður. Svo tók ég ákvörðun daginn eftir að ég kom heim að utan.“ Við bárum Eyjakonuna að bera saman gæðin í deildinni ytra og hér heima en Berglind var á mála hjá Verona frá 2017 til 2018. „Gæðin eru fín hérna. Deildin er orðin mun betri en þegar ég var hérna síðast, stærstu klúbbarnir eru búnir að stíga upp og vilja gera þetta vel. Munurinn er kannski sá að deildin heima er meira líkamleg, en hérna úti er lagt meiri áherslu á tækni og hraða.“ Við komu Berglindar var sagt frá því á Twitter-síðu þar sem margar milljónir manna fylgjast með á hverjum degi. Hún hefur fundið fyrir því. And the winner is...Berglind Björg Thorvaldsdottir #CalcioFemminile#SerieAFemminilepic.twitter.com/GdE2ArxsJE— FIGC Calcio Femminile (@FIGCfemminile) January 22, 2020 „Já ég fann mikið fyrir því. Ég er eiginlega ennþá að ná áttum eftir síðustu daga. Það er mikill áhugi á AC Milan út um allan heim og það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu. AC Milan er í 4. sæti deildarinnar með 23 stig en tvö efstu sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Fiorentina er með 28 stig. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Vonandi get ég hjálpað AC Milan að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári,“ en hún mun ekki vera áfram úti er samningurinn rennur út. „Ég kem svo aftur heim til Íslands í maí og spila með Breiðabliki í sumar,“ sagði Eyjakonan að lokum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. 20. janúar 2020 13:45 Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25 Sjáðu mörkin sem Berglind Björg skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan Eyjakonan hefði ekki getað beðið um betri byrjun með AC Milan. 20. janúar 2020 23:30 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. 20. janúar 2020 13:45
Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25
Sjáðu mörkin sem Berglind Björg skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan Eyjakonan hefði ekki getað beðið um betri byrjun með AC Milan. 20. janúar 2020 23:30