Baráttan um tímann Sigurður Sigurjónsson skrifar 23. janúar 2020 13:30 Mikið hefur verið rætt og ritað um opnunartíma leikskóla í Reykjavík síðustu daga eftir að meirihluti skóla- og frístundarsviðs setti fram tillögur um styttingu opnunartíma leikskóla. Þessar tillögur eru í samræmi við tillögur stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs. Umræðan hefur verið að mestu málefnaleg, bæði með og á móti. Það getur þó verið erfitt að hlusta á borgarfulltrúa gefa í skyn að stjórnendur og kennarar séu að „kokka upp“ tölur til að nota í samningaviðræðum þegar rætt var um nýtingu á tímanum sem um ræðir, eins og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lét hafa eftir sér í þættinum Í bítið á Bylgjunni 21. janúar síðastliðinn. Kennarar halda utan um skráningar, hvenær börn mæta og hvenær þau fara, og er þessi skráning öryggistæki en ekki „upp kokkaðar tölur“. Hildur ætti að bera meiri virðingu fyrir stjórnendum og kennurum en að gera þeim það upp að vera að „kokka upp tölur“. Einnig er vert að taka fram að þessar aðgerðir eru ekki hluti að kjaraviðræðum eins og gefið er í skyn heldur aðgerð til að gera leikskólana rekstrarhæfa og barnvænni. Áðurnefndur borgarfulltrúi var einnig í Silfrinu þann 19. Janúar sl. og sagði þar að einblínt væri á leikskólakennara og að sé enginn málsvari fyrir um 70% starfsfólks leikskólanna. Skoðum það aðeins út frá skýrslu stýrihópsins. Í skýrslunni kemur fram að „Stýrihópurinn leiti ráðgjafar og álits hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu og helstu hagsmunaaðilum, s.s. Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum, stéttarfélögum annarra starfsmanna leikskóla, samtökum foreldra, Samtökum atvinnulífsins, háskólastofnunum sem koma að menntun leikskólakennara“. Þar kemur einnig fram að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat í stýrihópnum sem kom með þessar tillögur í desember árið 2019. Höldum áfram að ræða stöðu leikskólanna, hvað þarf að gera til að bæta þá, hvaða leiðir eru færar og náum samstöðu um framkvæmdina. Að saka starfsfólk leikskólana um að falsa tölur máli sínu til stuðnings er ekki leiðin til að stuðla að betri leikskólum og auka samstöðu. Stjórnendur hafa bent á þessa leið þ.e. að stytta opnunartíma til að gera leikskólana betri, draga úr álagi á starfsfólk og börn. Fyrir því eru fagleg rök en tillögurnar eru ekki hluti af kjarabaráttu heldur liður í því að gera leikskólana rekstrarhæfa. Í þessu samhengi er rétt að benda á að dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er einna lengstur í samanburði við önnur lönd samkvæmt skýrslum OECD og Eurydice og munar þar miklu. Það ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með að síðustu ár fyllast fréttamiðlar reglulega af fréttum um hversu erfitt er að manna leikskólana, deildum er lokað og börn send heim. Að stytta opnunartíma getur dregið úr þeim vanda sem foreldrar eru iðulega settir í með lokunum deilda og seinkaðri inntöku í leikskóla. Svo ekki sé talað um áhrifin á börnin. Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun. Ef sveitarfélög ætla að halda uppi háu þjónustustigi með löngum opnunartíma þá þarf að gera ráðstafanir til að hægt sé að veita þá þjónustu. Ráðstafanir geta falist í því að fækka verulega börnum í rými, hækka laun þeirra sem sinna störfunum og gera starfsumhverfið almennt betra. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin til þess og þá þarf að fara leiðir eins og að stytta opnunartímann barnanna vegna. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um opnunartíma leikskóla í Reykjavík síðustu daga eftir að meirihluti skóla- og frístundarsviðs setti fram tillögur um styttingu opnunartíma leikskóla. Þessar tillögur eru í samræmi við tillögur stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs. Umræðan hefur verið að mestu málefnaleg, bæði með og á móti. Það getur þó verið erfitt að hlusta á borgarfulltrúa gefa í skyn að stjórnendur og kennarar séu að „kokka upp“ tölur til að nota í samningaviðræðum þegar rætt var um nýtingu á tímanum sem um ræðir, eins og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lét hafa eftir sér í þættinum Í bítið á Bylgjunni 21. janúar síðastliðinn. Kennarar halda utan um skráningar, hvenær börn mæta og hvenær þau fara, og er þessi skráning öryggistæki en ekki „upp kokkaðar tölur“. Hildur ætti að bera meiri virðingu fyrir stjórnendum og kennurum en að gera þeim það upp að vera að „kokka upp tölur“. Einnig er vert að taka fram að þessar aðgerðir eru ekki hluti að kjaraviðræðum eins og gefið er í skyn heldur aðgerð til að gera leikskólana rekstrarhæfa og barnvænni. Áðurnefndur borgarfulltrúi var einnig í Silfrinu þann 19. Janúar sl. og sagði þar að einblínt væri á leikskólakennara og að sé enginn málsvari fyrir um 70% starfsfólks leikskólanna. Skoðum það aðeins út frá skýrslu stýrihópsins. Í skýrslunni kemur fram að „Stýrihópurinn leiti ráðgjafar og álits hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu og helstu hagsmunaaðilum, s.s. Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum, stéttarfélögum annarra starfsmanna leikskóla, samtökum foreldra, Samtökum atvinnulífsins, háskólastofnunum sem koma að menntun leikskólakennara“. Þar kemur einnig fram að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat í stýrihópnum sem kom með þessar tillögur í desember árið 2019. Höldum áfram að ræða stöðu leikskólanna, hvað þarf að gera til að bæta þá, hvaða leiðir eru færar og náum samstöðu um framkvæmdina. Að saka starfsfólk leikskólana um að falsa tölur máli sínu til stuðnings er ekki leiðin til að stuðla að betri leikskólum og auka samstöðu. Stjórnendur hafa bent á þessa leið þ.e. að stytta opnunartíma til að gera leikskólana betri, draga úr álagi á starfsfólk og börn. Fyrir því eru fagleg rök en tillögurnar eru ekki hluti af kjarabaráttu heldur liður í því að gera leikskólana rekstrarhæfa. Í þessu samhengi er rétt að benda á að dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er einna lengstur í samanburði við önnur lönd samkvæmt skýrslum OECD og Eurydice og munar þar miklu. Það ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með að síðustu ár fyllast fréttamiðlar reglulega af fréttum um hversu erfitt er að manna leikskólana, deildum er lokað og börn send heim. Að stytta opnunartíma getur dregið úr þeim vanda sem foreldrar eru iðulega settir í með lokunum deilda og seinkaðri inntöku í leikskóla. Svo ekki sé talað um áhrifin á börnin. Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun. Ef sveitarfélög ætla að halda uppi háu þjónustustigi með löngum opnunartíma þá þarf að gera ráðstafanir til að hægt sé að veita þá þjónustu. Ráðstafanir geta falist í því að fækka verulega börnum í rými, hækka laun þeirra sem sinna störfunum og gera starfsumhverfið almennt betra. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin til þess og þá þarf að fara leiðir eins og að stytta opnunartímann barnanna vegna. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun