Geðrof er ekki lögbrot Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2020 11:00 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla Neyðarlínunnar. Samtökin Geðhjálp, Rótin og Snarrótin hafa á síðasta sólarhring sent frá sér áskoranir um að verklag Neyðarlínunnar verði endurskoðað í kjölfar máls Heklu Lindar sem Kompás fjallaði um. Hekla Lind lést eftir átök við handtöku þegar hún var í geðrofi eftir neyslu fíkniefna. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á vettvang. Neyðarlínan hefur sagt að verkferlum hafi verið fylgt í málinu og vísað í partýstand á vettvangi. Var lögregla því fyrsta viðbragð. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. Velferðarnefnd mun fjalla um málið. Formaður segir að útskýra þurfi verklagið. „Þessi frásögn sem við höfum nú fengið er grafalvarleg. Að fólk í partýstandi, eins og því hefur verið lýst, sé látið meta heilsufarsástand einstaklings og að út frá því mæti bara lögregla en ekki sjúkraflutningsaðilar. Ég held að það verði að skoða það," segir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. „Af hverju var þessari aðferð beitt, af hverju var ákveðið að senda ekki sjúkrabíl?," spyr Helga Vala. „Því miður virðist vera að þarna séu einhverjir undirliggjandi fordómar. Af því að um var að ræða partý, af því að um var að ræða mögulega neyslu fíkniefna." Hún segir geðrof ekki vera lögreglumál. „Geðrof er heilbrigðisástand. Geðrof er ekki lögbrot. Það er ekki lögreglan sem á að taka á því heldur heilbrigðisstarfsfólk." Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Við rannsókn á andlátinu var komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingur fullyrti þó í áliti að handtakan hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Meta þyrfti hvort beitt afl hafi verið í samræmi við aðstæður. Handtökuaðferðin sem kennd er hér á landi er fengin frá Noregi. Hún er stöðluð þrátt fyrir að lögreglumönnum sé kennt að meta aðstæður hverju sinni. Forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar telur að samþætta eigi verklega kennslu í valdbeitingu og fræðslu um geðraskanir eða annað ástand fólks sem huga þurfi að. Þetta mætti að gera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Það væri klárlega til bóta að samþætta þetta með aðkomu sérfræðinga sem eru á þessum sviðum. Það myndi klárlega bæta alla þjálfun," segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Þetta gæti veitt lögreglumönnum betri færni til að meta aðstæður hverju sinni. „Annars vegar til að beita tökunum rétt og síðan til að búa til raunhæfar aðstæður," segir Ólafur. Heilbrigðismál Kompás Lögreglan Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla Neyðarlínunnar. Samtökin Geðhjálp, Rótin og Snarrótin hafa á síðasta sólarhring sent frá sér áskoranir um að verklag Neyðarlínunnar verði endurskoðað í kjölfar máls Heklu Lindar sem Kompás fjallaði um. Hekla Lind lést eftir átök við handtöku þegar hún var í geðrofi eftir neyslu fíkniefna. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á vettvang. Neyðarlínan hefur sagt að verkferlum hafi verið fylgt í málinu og vísað í partýstand á vettvangi. Var lögregla því fyrsta viðbragð. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. Velferðarnefnd mun fjalla um málið. Formaður segir að útskýra þurfi verklagið. „Þessi frásögn sem við höfum nú fengið er grafalvarleg. Að fólk í partýstandi, eins og því hefur verið lýst, sé látið meta heilsufarsástand einstaklings og að út frá því mæti bara lögregla en ekki sjúkraflutningsaðilar. Ég held að það verði að skoða það," segir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. „Af hverju var þessari aðferð beitt, af hverju var ákveðið að senda ekki sjúkrabíl?," spyr Helga Vala. „Því miður virðist vera að þarna séu einhverjir undirliggjandi fordómar. Af því að um var að ræða partý, af því að um var að ræða mögulega neyslu fíkniefna." Hún segir geðrof ekki vera lögreglumál. „Geðrof er heilbrigðisástand. Geðrof er ekki lögbrot. Það er ekki lögreglan sem á að taka á því heldur heilbrigðisstarfsfólk." Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Við rannsókn á andlátinu var komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingur fullyrti þó í áliti að handtakan hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Meta þyrfti hvort beitt afl hafi verið í samræmi við aðstæður. Handtökuaðferðin sem kennd er hér á landi er fengin frá Noregi. Hún er stöðluð þrátt fyrir að lögreglumönnum sé kennt að meta aðstæður hverju sinni. Forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar telur að samþætta eigi verklega kennslu í valdbeitingu og fræðslu um geðraskanir eða annað ástand fólks sem huga þurfi að. Þetta mætti að gera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Það væri klárlega til bóta að samþætta þetta með aðkomu sérfræðinga sem eru á þessum sviðum. Það myndi klárlega bæta alla þjálfun," segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Þetta gæti veitt lögreglumönnum betri færni til að meta aðstæður hverju sinni. „Annars vegar til að beita tökunum rétt og síðan til að búa til raunhæfar aðstæður," segir Ólafur.
Heilbrigðismál Kompás Lögreglan Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira