Hvalirnir eru oft fólskulega pyntaðir til dauða Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfrungar, hrefnur og hvalir meðtaldir. Þetta er auðvitað hin mesta firra; Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr, í grundvallaratriðum sköpuð eins og við, mennirnir, og önnur landspendýr. Með háþróað skyn, greind og breitt tilfinningalíf. Meiðsli, áverkar og limlestingar valda þeim kvölum, nákvæmlega eins og okkur. Hvalir eru fílar úthafanna og selir hundar sjávarins. Á þýzku heitir selur „Seehund“. Skilningsleysi margra á eðli og stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið vænsta fólk hefur litlar eða engar tilfinningu fyrir lífi, velferð og afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir á stundum hrikalegu dýraníði kaldrifjaðra veiðimanna. Dráp með sprengjuskutli Gera menn sér grein fyrir, hvað gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu eða hval, sem auðvitað reynir að forða sér. En dýrin geta ekki kafað endalaust og verða að koma upp til að draga andann. Sjaldnast er sléttur sjór. Oft rigning og slæmt skyggni. Hvalabyssan er ekki nákvæmt drápstól. Hvalurinn er á ferð, og oftast sést aðeins á bak hans eða sporð í örstutta stund. Skyttan tekur í gikkinn og sprengjuskutullinn borar sig inn í síðu eða bak hvalsins og springur þar. Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án þess að drepa strax. Klær skutulsins spennast út og læsast í innyflum og holdi dýrsins. Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið lifir skotið af. Það reynir að forða sér, gagntekið af heiftarlegum sársauka og kvölum, en veiðimenn setja spilið í gang til að „fanga bráðina“. Í skýrslu um dráp á 50 langreyðum frá 2014 kemur fram, að 8 dýranna háðu dauðastríð í allt að 15 óendanlegar kvalamínútur! Varð að skjóta þau með sprengjuskutli nr. 2 til að drepa þau endanlega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg helganga! Brot á lögum nr. 55/2013 Í mínum huga eru þessar villimannlegu drápsaðfarir ekki aðeins skömm fyrir þá, sem að þeim standa, heldur einnig greinilegt brot á lögum um dýravelferð nr. 55/2013. Þar segir undir 21. gr.: „Aflífun:Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti?…“ Er illskiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt á þessa lagagrein við þessar veiðar hingað til. Verður nú úr þessu fálæti og afskiptaleysi stjórnvalda bætt. Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir næstu daga. Í raun eru hvalveiðar smánarblettur á þeim þjóðum, sem þær stunda. Er illt, að við erum meðal þeirra. Hvað með landspendýrin? Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn eltu uppi gíraffa eða nashyrninga á skutulstrukkum, skytu þá með sprengjuskutli í síðu eða bak og drægju þá svo hálfdauða og hálflifandi um holt og hæðir, mínútum saman. Eða, fíladráp með svipuðum hætti, þar sem verið væri að murka líftóruna úr dýrinu langtímunum saman. Gæti einhver hugsað sér, að verið væri að sarga líftóruna úr kind eða kálffullri kú mínútum saman!? Hrefnukýrnar, sem nú er verið að drepa á Faxaflóa, eru margar þungaðar, með nær fullgenginn kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum lögum, gr. 2, er bannað að drepa slík fóstur. Hvala- og seladrápi verður að linna Við getum ekki flokkað okkur með siðmenntuðum þjóðum svo lengi sem við höldum áfram hvaladrápinu. Við verðum að losa okkur við þennan smánarblett og þvo blóðugar hendur okkar af þessu miskunnarlausa og tilgangslausa kvaladrápi. Það er ekki einu sinni neinn efnahagslegur grundvöllur fyrir þessum veiðum. Hvalur hf. situr á þúsundum tonna af óseldu hvalakjöti og IP-útgerð, sem stendur mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin með milljóna tapi. Fyrir var búið að eyða og útrýma um 90% af hvalastofninum. Sama sagan er með blessaðan selinn. 1980 voru yfir 32.000 selir við landið. Nú eru þeir komnir í 7.000. Mörgum kópnum var drekkt í netum. Það er nóg komið af illu. Sláum nú botninn í þennan ljóta kafla.Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfrungar, hrefnur og hvalir meðtaldir. Þetta er auðvitað hin mesta firra; Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr, í grundvallaratriðum sköpuð eins og við, mennirnir, og önnur landspendýr. Með háþróað skyn, greind og breitt tilfinningalíf. Meiðsli, áverkar og limlestingar valda þeim kvölum, nákvæmlega eins og okkur. Hvalir eru fílar úthafanna og selir hundar sjávarins. Á þýzku heitir selur „Seehund“. Skilningsleysi margra á eðli og stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið vænsta fólk hefur litlar eða engar tilfinningu fyrir lífi, velferð og afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir á stundum hrikalegu dýraníði kaldrifjaðra veiðimanna. Dráp með sprengjuskutli Gera menn sér grein fyrir, hvað gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu eða hval, sem auðvitað reynir að forða sér. En dýrin geta ekki kafað endalaust og verða að koma upp til að draga andann. Sjaldnast er sléttur sjór. Oft rigning og slæmt skyggni. Hvalabyssan er ekki nákvæmt drápstól. Hvalurinn er á ferð, og oftast sést aðeins á bak hans eða sporð í örstutta stund. Skyttan tekur í gikkinn og sprengjuskutullinn borar sig inn í síðu eða bak hvalsins og springur þar. Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án þess að drepa strax. Klær skutulsins spennast út og læsast í innyflum og holdi dýrsins. Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið lifir skotið af. Það reynir að forða sér, gagntekið af heiftarlegum sársauka og kvölum, en veiðimenn setja spilið í gang til að „fanga bráðina“. Í skýrslu um dráp á 50 langreyðum frá 2014 kemur fram, að 8 dýranna háðu dauðastríð í allt að 15 óendanlegar kvalamínútur! Varð að skjóta þau með sprengjuskutli nr. 2 til að drepa þau endanlega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg helganga! Brot á lögum nr. 55/2013 Í mínum huga eru þessar villimannlegu drápsaðfarir ekki aðeins skömm fyrir þá, sem að þeim standa, heldur einnig greinilegt brot á lögum um dýravelferð nr. 55/2013. Þar segir undir 21. gr.: „Aflífun:Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti?…“ Er illskiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt á þessa lagagrein við þessar veiðar hingað til. Verður nú úr þessu fálæti og afskiptaleysi stjórnvalda bætt. Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir næstu daga. Í raun eru hvalveiðar smánarblettur á þeim þjóðum, sem þær stunda. Er illt, að við erum meðal þeirra. Hvað með landspendýrin? Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn eltu uppi gíraffa eða nashyrninga á skutulstrukkum, skytu þá með sprengjuskutli í síðu eða bak og drægju þá svo hálfdauða og hálflifandi um holt og hæðir, mínútum saman. Eða, fíladráp með svipuðum hætti, þar sem verið væri að murka líftóruna úr dýrinu langtímunum saman. Gæti einhver hugsað sér, að verið væri að sarga líftóruna úr kind eða kálffullri kú mínútum saman!? Hrefnukýrnar, sem nú er verið að drepa á Faxaflóa, eru margar þungaðar, með nær fullgenginn kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum lögum, gr. 2, er bannað að drepa slík fóstur. Hvala- og seladrápi verður að linna Við getum ekki flokkað okkur með siðmenntuðum þjóðum svo lengi sem við höldum áfram hvaladrápinu. Við verðum að losa okkur við þennan smánarblett og þvo blóðugar hendur okkar af þessu miskunnarlausa og tilgangslausa kvaladrápi. Það er ekki einu sinni neinn efnahagslegur grundvöllur fyrir þessum veiðum. Hvalur hf. situr á þúsundum tonna af óseldu hvalakjöti og IP-útgerð, sem stendur mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin með milljóna tapi. Fyrir var búið að eyða og útrýma um 90% af hvalastofninum. Sama sagan er með blessaðan selinn. 1980 voru yfir 32.000 selir við landið. Nú eru þeir komnir í 7.000. Mörgum kópnum var drekkt í netum. Það er nóg komið af illu. Sláum nú botninn í þennan ljóta kafla.Höfundur er kaupsýslumaður.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar