Byrjað á kolröngum enda Smári Jökull Jónsson skrifar 23. janúar 2020 08:00 Mér finnst svo margt galið við umræðuna um styttingu opnunartíma leikskóla. Til dæmis það að margir þeir sem eru fylgjandi því að minnka opnunartíma leikskóla miða öll sín rök út frá þeim sem eru í bestu stöðunni til að takast á við þessar breytingar. Hvað með einstæða foreldrið sem vinnur 8:30-16:30 og hefur enga möguleika á að minnka vinnutíma (tekjutap) eða breyta honum. Haldið þið að þessar breytingar séu barni þessa eistaklings til góða? Svo er þetta sama barn aldrei í sumarfríi með foreldri sínu því það er skikkað í frí í júlí þegar foreldrið getur bara verið í fríi í júní. Ég held að það sé gömul saga að fólk líti á leikskóla sem geymslu fyrir krakka eða pössun því það nennir ekki að vera með þeim heima hjá sér. Fólk fær leikskólapláss fyrir börnin sín vegna þess að það er að vinna. Þannig er það í 99% tilfella. Þetta er ekki geymsla fyrir börn, heldur þjónustu- og menntastofnun sem sinnir gríðarlega mikilvægu starfi fyrir yngstu íbúa landsins. Ég vann á leikskóla í Svíþjóð í 3 ár sem var opinn frá 7-18. Stundum 6:30-18:30. Foreldrar þurftu að skila inn pappírum undirrituðum af vinnuveitanda varðandi vinnutíma. Við það var bætt ferðatíma til/frá vinnu og það var vistunartími barnsins. Ef þú vannst 8:30-16:30 og varst 15 mínútur að ferðast til/frá vinnu þá var vistunartíminn frá 8:15-16:45. Ef þú vannst 9-17 þá var vistunartíminn 8:45-17:15. Tíminn var einfaldlega ákveðinn út frá vinnutíma foreldris. Fyrir sumarið skiluðu foreldrar síðan inn pappírum varðandi sumarfrí. Öll börn urðu að taka minnst 4 vikur í frí (flestir voru lengur) og tóku þá frí þegar foreldrar voru í fríi. Það var einfaldlega bannað að vera í fríi sjálfur en vera með barnið á leikskóla. Leikskólanum var aldrei lokað yfir sumarið, sparnaður náðist með sameiningu deilda og skipulagningu á sumarfríi barna og starfsmanna. Fólk er stimplað sem ábyrgðarlaust ef það vogar sér að nefna að þessi breyting komi illa við það. Að setja þetta upp þannig að “sumir þurfa að selja sportbíllinn sinn til að vagninn komist í skottið” finnst mér lýsa svo fullkomnu þekkingarleysi á aðstæðum fólks að ég á bara ekki til orð. Enn og aftur verið að setja upp einhverjar forsendur sem miða út frá agnarlitlum hluta samfélagsins. Ég er algjörlega hlynntur því að unnið sé að því að börn séu ekki á leikskólum óeðlilega lengi á hverjum degi, að reynt sé að búa til samfélag sem gefur fjölskyldum góða möguleika á samveru. Og mér finnst afar mikilvægt að búa til gott starfsumhverfi á leikskólum og fjölga þar fagmenntuðu starfsfólki. Þetta er samt ekki rétta aðferðin. Það er verið að byrja á kolröngum enda.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst svo margt galið við umræðuna um styttingu opnunartíma leikskóla. Til dæmis það að margir þeir sem eru fylgjandi því að minnka opnunartíma leikskóla miða öll sín rök út frá þeim sem eru í bestu stöðunni til að takast á við þessar breytingar. Hvað með einstæða foreldrið sem vinnur 8:30-16:30 og hefur enga möguleika á að minnka vinnutíma (tekjutap) eða breyta honum. Haldið þið að þessar breytingar séu barni þessa eistaklings til góða? Svo er þetta sama barn aldrei í sumarfríi með foreldri sínu því það er skikkað í frí í júlí þegar foreldrið getur bara verið í fríi í júní. Ég held að það sé gömul saga að fólk líti á leikskóla sem geymslu fyrir krakka eða pössun því það nennir ekki að vera með þeim heima hjá sér. Fólk fær leikskólapláss fyrir börnin sín vegna þess að það er að vinna. Þannig er það í 99% tilfella. Þetta er ekki geymsla fyrir börn, heldur þjónustu- og menntastofnun sem sinnir gríðarlega mikilvægu starfi fyrir yngstu íbúa landsins. Ég vann á leikskóla í Svíþjóð í 3 ár sem var opinn frá 7-18. Stundum 6:30-18:30. Foreldrar þurftu að skila inn pappírum undirrituðum af vinnuveitanda varðandi vinnutíma. Við það var bætt ferðatíma til/frá vinnu og það var vistunartími barnsins. Ef þú vannst 8:30-16:30 og varst 15 mínútur að ferðast til/frá vinnu þá var vistunartíminn frá 8:15-16:45. Ef þú vannst 9-17 þá var vistunartíminn 8:45-17:15. Tíminn var einfaldlega ákveðinn út frá vinnutíma foreldris. Fyrir sumarið skiluðu foreldrar síðan inn pappírum varðandi sumarfrí. Öll börn urðu að taka minnst 4 vikur í frí (flestir voru lengur) og tóku þá frí þegar foreldrar voru í fríi. Það var einfaldlega bannað að vera í fríi sjálfur en vera með barnið á leikskóla. Leikskólanum var aldrei lokað yfir sumarið, sparnaður náðist með sameiningu deilda og skipulagningu á sumarfríi barna og starfsmanna. Fólk er stimplað sem ábyrgðarlaust ef það vogar sér að nefna að þessi breyting komi illa við það. Að setja þetta upp þannig að “sumir þurfa að selja sportbíllinn sinn til að vagninn komist í skottið” finnst mér lýsa svo fullkomnu þekkingarleysi á aðstæðum fólks að ég á bara ekki til orð. Enn og aftur verið að setja upp einhverjar forsendur sem miða út frá agnarlitlum hluta samfélagsins. Ég er algjörlega hlynntur því að unnið sé að því að börn séu ekki á leikskólum óeðlilega lengi á hverjum degi, að reynt sé að búa til samfélag sem gefur fjölskyldum góða möguleika á samveru. Og mér finnst afar mikilvægt að búa til gott starfsumhverfi á leikskólum og fjölga þar fagmenntuðu starfsfólki. Þetta er samt ekki rétta aðferðin. Það er verið að byrja á kolröngum enda.Höfundur er kennari.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun