Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 08:30 Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fækkuðu í gærkvöldi um fjóra í æfingahópnum sínum fyrir Eurobasket. Einn af þeim sem datt út er hinn 218 sentímetra hái miðherji Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Ragnar spilaði sem atvinnumaður á Spáni síðasta vetur en gekk til liðs við Njarðvík í sumar. Hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason er áfram í hópnum og möguleiki var því að tefla fram tveimur sjö feta leikmönnum á Eurobasket. Ragnar var með á Eurobasket fyrir tveimur árum en nú tekur Tryggvi væntanlega við hans stöðu í liðinu. Ragnar er ekki eini tveggja metra miðherji íslenska liðsins sem datt út úr hópnum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður heldur ekki meira með liðinu í sumar. Hinir tveir sem hafa lokið þátttöku sinni í verkefnum sumarsins eru ungu strákarnir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Fjölmargir íslenskir landsliðsþjálfarar hafa í gegnum tíðina kvartað mikið yfir skort á hæð í landsverkefnum og það er því vissulega athyglisvert að það sé ekki pláss fyrir 218 sentímetra mann í Eurobasket hópnum í ár. Ragnar og Tryggvi hafa verið í kringum landsliðið síðustu ár en hafa engu að síður aðeins spilað einn A-landsleik saman. Sá leikur var í æfingamóti í Austurríki í ágúst í fyrra. Síðan þá hafa þeir aldrei verið báðir í hópnum í landsleik og það mátti því lesa úr því að valið stæði alltaf á milli þeirra tveggja. Möguleikinn á að þeir færu báðir með var lítill sem enginn. Í morgun hélt íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu. Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands. Landsliðsþjálfararnir völdu fjórtán menn i ferðina af þeim fimmtán sem eru enn í æfingahópnum en Axel Kárason er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi: 1 Martin Hermannsson Bakvörður 3 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 6 Kristófer Acox Framherji 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson Bakvörður 10 Elvar Már Friðriksson Bakvörður 12 Sigtryggur Arnar Björnsson Bakvörður 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 14 Logi Gunnarsson Bakvörður 15 Pavel Ermolinskij Framherji 21 Ólafur Ólafsson Framherji 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 34 Tryggvi Snær Hlinason Miðherji 88 Brynjar Þór Björnsson Bakvörður EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fækkuðu í gærkvöldi um fjóra í æfingahópnum sínum fyrir Eurobasket. Einn af þeim sem datt út er hinn 218 sentímetra hái miðherji Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Ragnar spilaði sem atvinnumaður á Spáni síðasta vetur en gekk til liðs við Njarðvík í sumar. Hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason er áfram í hópnum og möguleiki var því að tefla fram tveimur sjö feta leikmönnum á Eurobasket. Ragnar var með á Eurobasket fyrir tveimur árum en nú tekur Tryggvi væntanlega við hans stöðu í liðinu. Ragnar er ekki eini tveggja metra miðherji íslenska liðsins sem datt út úr hópnum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður heldur ekki meira með liðinu í sumar. Hinir tveir sem hafa lokið þátttöku sinni í verkefnum sumarsins eru ungu strákarnir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Fjölmargir íslenskir landsliðsþjálfarar hafa í gegnum tíðina kvartað mikið yfir skort á hæð í landsverkefnum og það er því vissulega athyglisvert að það sé ekki pláss fyrir 218 sentímetra mann í Eurobasket hópnum í ár. Ragnar og Tryggvi hafa verið í kringum landsliðið síðustu ár en hafa engu að síður aðeins spilað einn A-landsleik saman. Sá leikur var í æfingamóti í Austurríki í ágúst í fyrra. Síðan þá hafa þeir aldrei verið báðir í hópnum í landsleik og það mátti því lesa úr því að valið stæði alltaf á milli þeirra tveggja. Möguleikinn á að þeir færu báðir með var lítill sem enginn. Í morgun hélt íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu. Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands. Landsliðsþjálfararnir völdu fjórtán menn i ferðina af þeim fimmtán sem eru enn í æfingahópnum en Axel Kárason er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi: 1 Martin Hermannsson Bakvörður 3 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 6 Kristófer Acox Framherji 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson Bakvörður 10 Elvar Már Friðriksson Bakvörður 12 Sigtryggur Arnar Björnsson Bakvörður 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 14 Logi Gunnarsson Bakvörður 15 Pavel Ermolinskij Framherji 21 Ólafur Ólafsson Framherji 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 34 Tryggvi Snær Hlinason Miðherji 88 Brynjar Þór Björnsson Bakvörður
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira