Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Stígur Helgason skrifar 11. janúar 2013 09:00 Páll Heimisson notaði kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum og skartgripabúðum og á veitingastöðum um heim allan. Stærstur hluti fjárins sem honum er gefið að sök að hafa svikið út var þó tekinn út í bönkum og hraðbönkum, alls tólf af nítján milljónum. Þetta má sjá í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Páli, sem var gefin út 18. desember. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. janúar næstkomandi. Af ákæruskjalinu má ráða að Páll hafi notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011. Hann ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Ekki er annað að sjá en að hann hafi að mestu haldið sér uppi með kreditkorti íhaldshópsins á þessum ferðalögum, ef marka má ákæruna. Þá eyddi hann um 2,2 milljónum króna í viðskiptum við flugfélög á þessu 26 mánaða tímabili. Af 321 færslu eru 29 vegna viðskipta við flugfélög. Í ákærunni segir að árið 2009 hafi Páll notað kortið í heimildarleysi fyrir rúmar 9,5 milljónir króna og tæpar 9,7 milljónir árið 2010. Árið 2011 virðist hann hafa hægt á sér, því að þá er notkunin ekki nema tæpar 223 þúsund krónur á þriggja mánaða tímabili. Það ár er til dæmis ekki um neinar óheimilar úttektir á reiðufé að ræða, samkvæmt ákærunni. Páll Heimisson er þrítugur, fæddur árið 1982. Hann hafði verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins og var alþjóðafulltrúi flokksins þegar hann tók við sem ritari íhaldshópsins. Hann er nú skráður með lögheimili í Rúmeníu. Páll er ákærður fyrir umboðssvik, en við slíku broti liggur allt að tveggja ára fangelsi nema ef sakir eru metnar sérstaklega miklar. Þá er refsiramminn sex ár. stigur@frettabladid.is Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Páll Heimisson notaði kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum og skartgripabúðum og á veitingastöðum um heim allan. Stærstur hluti fjárins sem honum er gefið að sök að hafa svikið út var þó tekinn út í bönkum og hraðbönkum, alls tólf af nítján milljónum. Þetta má sjá í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Páli, sem var gefin út 18. desember. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. janúar næstkomandi. Af ákæruskjalinu má ráða að Páll hafi notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011. Hann ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Ekki er annað að sjá en að hann hafi að mestu haldið sér uppi með kreditkorti íhaldshópsins á þessum ferðalögum, ef marka má ákæruna. Þá eyddi hann um 2,2 milljónum króna í viðskiptum við flugfélög á þessu 26 mánaða tímabili. Af 321 færslu eru 29 vegna viðskipta við flugfélög. Í ákærunni segir að árið 2009 hafi Páll notað kortið í heimildarleysi fyrir rúmar 9,5 milljónir króna og tæpar 9,7 milljónir árið 2010. Árið 2011 virðist hann hafa hægt á sér, því að þá er notkunin ekki nema tæpar 223 þúsund krónur á þriggja mánaða tímabili. Það ár er til dæmis ekki um neinar óheimilar úttektir á reiðufé að ræða, samkvæmt ákærunni. Páll Heimisson er þrítugur, fæddur árið 1982. Hann hafði verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins og var alþjóðafulltrúi flokksins þegar hann tók við sem ritari íhaldshópsins. Hann er nú skráður með lögheimili í Rúmeníu. Páll er ákærður fyrir umboðssvik, en við slíku broti liggur allt að tveggja ára fangelsi nema ef sakir eru metnar sérstaklega miklar. Þá er refsiramminn sex ár. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent