Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Snærós Sindradóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Landbúnaður Kúabændur eru uggandi yfir þeim möguleika að stór verksmiðjufjós muni gera út af við hefðbundin fjölskyldubýli á næstu árum. Dótturfélag útgerðarinnar Skinney-Þinganes rekur eitt stærsta kúabú landsins á Flatey á Mýrum en þegar það verður komið til fullra afkasta verða um 240 kýr í fjósinu. Vonir standa til að það muni framleiða tvær milljónir mjólkurlítra á ári. „Þetta er vissulega ákveðið umhugsunar og áhyggjuefni. Þetta er á skjön við það sem við köllum fjölskyldubú enda eru þetta miklar stærðir,“ segir Valdimar Guðjónsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Sterkur orðrómur hefur verið uppi á meðal bænda að uppbygging Skinneyjar-Þinganess á Flatey á Mýrum sé aðeins fyrsti áfangi af þremur og áform séu um að fjölga mjaltaróbótum verulega. Stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Gunnar Ásgeirsson, hafnar því þó alfarið í samtali við Fréttablaðið að slík áform séu uppi. Fjósið sé enn ekki komið í full afköst en nú eru um 160 kýr í því. Ekki standi til að stækka enn frekar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er búið að mestu rekið með starfsfólki og vinna á jörðinni, svo sem sláttur, sé keypt þjónusta af verktökum. Valdimar segir að samkvæmt nýjum búvörusamningum sé miðað við að skerða beingreiðslur til bænda eftir stærð búanna. Það muni hjálpa smærri býlum að keppa við stór verksmiðjufjós. Hann segir mjólkurbúskap ekki sérstaklega ábatasaman bransa. „Stórir aðilar hafa áður reynt að koma inn á þennan markað en afkoman hefur ekki þótt þvílík uppgrip að fáir hafa enst. Hvað sem verður núna. Það þurfa að vera fjársterkir aðilar til þess að þetta gangi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landbúnaður Kúabændur eru uggandi yfir þeim möguleika að stór verksmiðjufjós muni gera út af við hefðbundin fjölskyldubýli á næstu árum. Dótturfélag útgerðarinnar Skinney-Þinganes rekur eitt stærsta kúabú landsins á Flatey á Mýrum en þegar það verður komið til fullra afkasta verða um 240 kýr í fjósinu. Vonir standa til að það muni framleiða tvær milljónir mjólkurlítra á ári. „Þetta er vissulega ákveðið umhugsunar og áhyggjuefni. Þetta er á skjön við það sem við köllum fjölskyldubú enda eru þetta miklar stærðir,“ segir Valdimar Guðjónsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Sterkur orðrómur hefur verið uppi á meðal bænda að uppbygging Skinneyjar-Þinganess á Flatey á Mýrum sé aðeins fyrsti áfangi af þremur og áform séu um að fjölga mjaltaróbótum verulega. Stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Gunnar Ásgeirsson, hafnar því þó alfarið í samtali við Fréttablaðið að slík áform séu uppi. Fjósið sé enn ekki komið í full afköst en nú eru um 160 kýr í því. Ekki standi til að stækka enn frekar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er búið að mestu rekið með starfsfólki og vinna á jörðinni, svo sem sláttur, sé keypt þjónusta af verktökum. Valdimar segir að samkvæmt nýjum búvörusamningum sé miðað við að skerða beingreiðslur til bænda eftir stærð búanna. Það muni hjálpa smærri býlum að keppa við stór verksmiðjufjós. Hann segir mjólkurbúskap ekki sérstaklega ábatasaman bransa. „Stórir aðilar hafa áður reynt að koma inn á þennan markað en afkoman hefur ekki þótt þvílík uppgrip að fáir hafa enst. Hvað sem verður núna. Það þurfa að vera fjársterkir aðilar til þess að þetta gangi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira