Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júní 2017 16:26 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri veitir Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi heiðursviðurkenningu. Reykjavíkurborg Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða.Markað sérstök sporÍ fréttatilkynningu segir að Guðrún hafi með listsköpun sinni „skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.“ Skáldverkið Jón Odd og Jón Bjarna gaf Guðrún út árið 1974 en það var jafnframt hennar fyrsta bók. Allar götur síðan hefur hún verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands.Barnabókahöfundur í fremstu röðÍ heild hefur Guðrún gefið út 25 bækur sem íslensk ungmenni hafa notið góðs af. Verkin hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Guðrún er í hópi barnabókahöfunda í fremstu röð en bæði heima og erlendis hefur henni verið skipað á bekk með barnabókahöfundum á borð við Astrid Lindgren og Thorbjörn Egner. Bækurnar hafa til að bera góðan og gildan boðskap en réttur og staða þeirra sem minna mega sín eru rithöfundinum ofarlega í huga. Formaður menningar-og ferðamálaráðs, Elsa Hrafnhildur Yeoman, gerði grein fyrir vali ráðsins á rithöfundinum ástsæla. Guðrúnu var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé.VerðlaunahöfundurNú þegar hefur Guðrún hlotið ýmis virt verðlaun fyrir störf sín svo sem Norrænu barnabókarverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu. Þá hefur Guðrún hlotið stórriddarakross Fálkaorðunnar.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Helgadóttir rithöfundur og Borgarlistamaður ásamt Elsu Hrafnhildi Yeoman formanni menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða.Markað sérstök sporÍ fréttatilkynningu segir að Guðrún hafi með listsköpun sinni „skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.“ Skáldverkið Jón Odd og Jón Bjarna gaf Guðrún út árið 1974 en það var jafnframt hennar fyrsta bók. Allar götur síðan hefur hún verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands.Barnabókahöfundur í fremstu röðÍ heild hefur Guðrún gefið út 25 bækur sem íslensk ungmenni hafa notið góðs af. Verkin hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Guðrún er í hópi barnabókahöfunda í fremstu röð en bæði heima og erlendis hefur henni verið skipað á bekk með barnabókahöfundum á borð við Astrid Lindgren og Thorbjörn Egner. Bækurnar hafa til að bera góðan og gildan boðskap en réttur og staða þeirra sem minna mega sín eru rithöfundinum ofarlega í huga. Formaður menningar-og ferðamálaráðs, Elsa Hrafnhildur Yeoman, gerði grein fyrir vali ráðsins á rithöfundinum ástsæla. Guðrúnu var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé.VerðlaunahöfundurNú þegar hefur Guðrún hlotið ýmis virt verðlaun fyrir störf sín svo sem Norrænu barnabókarverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu. Þá hefur Guðrún hlotið stórriddarakross Fálkaorðunnar.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Helgadóttir rithöfundur og Borgarlistamaður ásamt Elsu Hrafnhildi Yeoman formanni menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent