Gæti tekið vikur að fylla Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 17. júní 2017 07:00 Vöruúrval í Costco hefur minnkað síðustu vikur en enn er nóg til af Diet Pepsi. Vísir/Eyþór „Það mun gerast á næstu dögum eða vikum,“ segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, aðspurður hvenær vöruúrval verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ verði aftur jafn mikið og það var fyrstu vikur eftir opnun. Brett segir fyrirtækið hafa tekið á móti gámum með vörum í vikunni og að von sé á fleiri sendingum á næstunni. „Við erum nú að taka á móti miklu af vörum og þá sérstaklega síðustu tvær nætur [aðfaranótt fimmtudags og föstudags]. Svo er miklu meira á leiðinni,“ sagði Brett áður en hann sagðist vera upptekinn allan daginn í gær og kvaddi blaðamann. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði á fimmtudag voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar og ljóst að í mörgum vöruflokkum mátti finna færri vörutegundir en þegar verslunin var opnuð þann 23. maí. Sem dæmi má nefna að gostegundum og hreinlætisvörum á borð við klósettpappír hefur fækkað talsvert.Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi.Brett hefur bent á að eftirspurnin eftir vörum Costco hafi farið fram úr björtustu vonum og að búðir bandaríska verslunarrisans verði ekki jafn tómlegar undir venjulegum kringumstæðum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júní eru vísbendingar um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar í Kauptúni. Samkvæmt upplýsingum sem byggja á kortaveltu var sala Costco á þeim tíma 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Síðarnefnda fyrirtækið rekur 32 verslanir um allt land og þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 6. til 14. júní, hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco. Um 95 prósent Sjálfstæðismanna hafa annaðhvort heimsótt verslunina eða hyggjast gera það við tækifæri. Þá eru þeir yngri og þeir sem búa á tekjuhærri heimilum líklegri en aðrir til að hafa heimsótt verslunina. Heldur fleiri konur en karlar höfðu farið í Costco og var hlutfallið 47 prósent hjá konum á móti 40 hjá hinu kyninu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38 Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Það mun gerast á næstu dögum eða vikum,“ segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, aðspurður hvenær vöruúrval verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ verði aftur jafn mikið og það var fyrstu vikur eftir opnun. Brett segir fyrirtækið hafa tekið á móti gámum með vörum í vikunni og að von sé á fleiri sendingum á næstunni. „Við erum nú að taka á móti miklu af vörum og þá sérstaklega síðustu tvær nætur [aðfaranótt fimmtudags og föstudags]. Svo er miklu meira á leiðinni,“ sagði Brett áður en hann sagðist vera upptekinn allan daginn í gær og kvaddi blaðamann. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði á fimmtudag voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar og ljóst að í mörgum vöruflokkum mátti finna færri vörutegundir en þegar verslunin var opnuð þann 23. maí. Sem dæmi má nefna að gostegundum og hreinlætisvörum á borð við klósettpappír hefur fækkað talsvert.Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi.Brett hefur bent á að eftirspurnin eftir vörum Costco hafi farið fram úr björtustu vonum og að búðir bandaríska verslunarrisans verði ekki jafn tómlegar undir venjulegum kringumstæðum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júní eru vísbendingar um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar í Kauptúni. Samkvæmt upplýsingum sem byggja á kortaveltu var sala Costco á þeim tíma 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Síðarnefnda fyrirtækið rekur 32 verslanir um allt land og þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 6. til 14. júní, hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco. Um 95 prósent Sjálfstæðismanna hafa annaðhvort heimsótt verslunina eða hyggjast gera það við tækifæri. Þá eru þeir yngri og þeir sem búa á tekjuhærri heimilum líklegri en aðrir til að hafa heimsótt verslunina. Heldur fleiri konur en karlar höfðu farið í Costco og var hlutfallið 47 prósent hjá konum á móti 40 hjá hinu kyninu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38 Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19
Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38
Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45