Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. júlí 2016 07:00 Þungvopnaðir sérsveitarmenn við fund yfirmanns lögreglu og yfirmanns hersins í Istanbúl í gær. vísir/epa Fetúla Gülen, múslimaklerkurinn sem Recep Tayyip Erdogan segir standa á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1999, í sjálfskipaðri útlegð frá Tyrklandi. Þaðan stjórnar hann fjölmennri trúarhreyfingu, sem nýtur mikils stuðnings í Tyrklandi. Liðsmenn hennar í Tyrklandi skipta milljónum, þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld kalli Gülen hryðjuverkaleiðtoga og fylgismenn hans hafi margir hverjir sætt harðræði. Trúarhreyfing Gülens þykir frjálslynd í trúarefnum, hafnar því að tengja saman trú og stjórnmál og snýst að verulegu leyti um rekstur skóla, fjölmiðla, sjúkrahúsa og ýmissa félagsþjónustustofnana. Þeir Gülen og Erdogan voru í eina tíð samstarfsmenn og bandamenn í stjórnmálum. Upp úr vináttunni slitnaði reyndar ekki að ráði fyrr en árið 2013, þegar einræðistilburðir Erdogans urðu nokkuð augljósir.Það ár lét Erdogan til skarar skríða gegn yfirstjórn hersins, yfirstjórn lögreglu og dómsmála, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Hátt í þrjú hundruð manns voru handteknir og flestir dæmdir í fangelsi fyrir ýmsar sakir, svo sem að skipuleggja uppreisn eða hryðjuverk. Spjótunum var þá meðal annars beint gegn hreyfingu Gülens, ekki síst fjölmiðlafyrirtækjum hreyfingarinnar, þar sem margvísleg gagnrýni á stjórnvöld hafði birst reglulega. Herferð stjórnvalda gegn fjölmiðlum Gülen-veldisins hefur haldið áfram og harðnað með hverju árinu og stjórn Erdogans hefur jafnframt hert tök sín á helstu valdstofnunum landsins. Herferð Erdogans gegn andstæðingum sínum hefur eflst um allan helming eftir byltingartilraunina. Þúsundir hermanna, embættismanna og annarra hafa verið handteknir og mikil reiði virðist ríkjandi meðal stuðningsmanna forsetans. Sjálfur sagðist Gülen, á fundi með blaðamönnum í Pennsylvaníu um helgina, ekki trúa því að heimurinn trúi ásökunum Erdogans á hendur sér. Hugsanlega hafi valdaránið verið sviðsett. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan honum með ásökunum. Hann fordæmir hins vegar valdaránstilraun hersins um helgina, enda hafi hann orðið fyrir óþægindum af hálfu tyrkneska hersins. „Eftir stjórnarbyltingar hersins í Tyrklandi hef ég sætt þrýstingi og verið settur í fangelsi. Ég hef verið dreginn fyrir dómara og sætt ýmis konar áreitni,” sagði Gülen. „Nú þegar Tyrkland er að þróast í lýðræðisátt getur það ekki snúið til baka.” Gülen sem er 74 ára virtist ekki sérlega heilsuhraustur er blaðamenn heimsóttu hann um helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Fetúla Gülen, múslimaklerkurinn sem Recep Tayyip Erdogan segir standa á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1999, í sjálfskipaðri útlegð frá Tyrklandi. Þaðan stjórnar hann fjölmennri trúarhreyfingu, sem nýtur mikils stuðnings í Tyrklandi. Liðsmenn hennar í Tyrklandi skipta milljónum, þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld kalli Gülen hryðjuverkaleiðtoga og fylgismenn hans hafi margir hverjir sætt harðræði. Trúarhreyfing Gülens þykir frjálslynd í trúarefnum, hafnar því að tengja saman trú og stjórnmál og snýst að verulegu leyti um rekstur skóla, fjölmiðla, sjúkrahúsa og ýmissa félagsþjónustustofnana. Þeir Gülen og Erdogan voru í eina tíð samstarfsmenn og bandamenn í stjórnmálum. Upp úr vináttunni slitnaði reyndar ekki að ráði fyrr en árið 2013, þegar einræðistilburðir Erdogans urðu nokkuð augljósir.Það ár lét Erdogan til skarar skríða gegn yfirstjórn hersins, yfirstjórn lögreglu og dómsmála, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Hátt í þrjú hundruð manns voru handteknir og flestir dæmdir í fangelsi fyrir ýmsar sakir, svo sem að skipuleggja uppreisn eða hryðjuverk. Spjótunum var þá meðal annars beint gegn hreyfingu Gülens, ekki síst fjölmiðlafyrirtækjum hreyfingarinnar, þar sem margvísleg gagnrýni á stjórnvöld hafði birst reglulega. Herferð stjórnvalda gegn fjölmiðlum Gülen-veldisins hefur haldið áfram og harðnað með hverju árinu og stjórn Erdogans hefur jafnframt hert tök sín á helstu valdstofnunum landsins. Herferð Erdogans gegn andstæðingum sínum hefur eflst um allan helming eftir byltingartilraunina. Þúsundir hermanna, embættismanna og annarra hafa verið handteknir og mikil reiði virðist ríkjandi meðal stuðningsmanna forsetans. Sjálfur sagðist Gülen, á fundi með blaðamönnum í Pennsylvaníu um helgina, ekki trúa því að heimurinn trúi ásökunum Erdogans á hendur sér. Hugsanlega hafi valdaránið verið sviðsett. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan honum með ásökunum. Hann fordæmir hins vegar valdaránstilraun hersins um helgina, enda hafi hann orðið fyrir óþægindum af hálfu tyrkneska hersins. „Eftir stjórnarbyltingar hersins í Tyrklandi hef ég sætt þrýstingi og verið settur í fangelsi. Ég hef verið dreginn fyrir dómara og sætt ýmis konar áreitni,” sagði Gülen. „Nú þegar Tyrkland er að þróast í lýðræðisátt getur það ekki snúið til baka.” Gülen sem er 74 ára virtist ekki sérlega heilsuhraustur er blaðamenn heimsóttu hann um helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39
Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13
Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33