Skert útsýni og of mikill hraði sennileg orsök banaslyss Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 18:13 Banaslysið varð í maí árið 2017. Vísir/Vilhelm Drengur á þrettánda ár sem lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Eyjafjarðarbraut í maí árið 2017 ók líkast til torfæruhjóli sínu of hratt áður en hann varð fyrir bílnum.Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en þar segir að drengurinn hafi ekið Hondu CR torfæruhjóli niður malarborna heimreið í átt að Eyjafjarðarbraut með fyrirhugaða akstursstefnu norður Eyjafjarðarbraut. Á sama tíma var Suzuki Grand Vitara fólksbifreið ekið suður Eyjafjarðarbraut. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að veður hafi verið gott, bjart, þurrt og lítill vindur. Heimreiðin niður að þjóðveginum er brött og útsýn takmörkuð þaðan á þjóðveginn sökum trjágróðurs sem stendur nálægt veginum. Ummerki voru á vegamótunum eftir hemlun torfæruhjólsins. Hemlaförin voru um 5 metra löng. Við hemlunina missti ökumaður jafnvægið, féll af hjólinu og varð fyrir bifreiðinni. Virðist sem ökumaður torfæruhjólsins hafi ekið of hratt að vegamótunum en reynt að hemla áður en hann ók inn á Eyjafjarðarbraut í veg fyrir Suzuki bifreiðina. Biðskylda er fyrir umferð af heimreiðinni inn á þjóðveginn. Engin vitni voru að slysinu. Í skýrslunni er tekið fram að á litlu sé að byggja til að meta hraða ökutækjanna fyrir slysið. Þar er þó tekið fram að heimreiðin sem ökumaður torfæruhjólsins ók niður að þjóðveginum sé mjög brött. Var hjólið í fjórða gír af sex en um fimm metra löng hemlaför voru eftir torfæruhjólið. Ökumaður bifreiðarinnar vitnaðu um að hafa verið á 60 til 70 kílómetra hraða. Rannsóknarnefndin telur ökumann bifhjólsins sennilega hafa ekið of hratt að vegamótunum og ekki náð að stöðva hjólið við vegamótin. Var hann hvorki með réttindi né aldur til að aka hjólinu sem var ekki ætlað til akstur á vegum. Þá var útsýni skert á vegamótunum vegna trjágróðurs og er því beint til veghaldara að gera úrbætur til að bæta vegsýn á slysstað. Einnig bendir nefndin á að víða er að finna sambærilega aðstæður við vegi sem brýnt er að lagfæra. Eyjafjarðarsveit Samgönguslys Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Drengur á þrettánda ár sem lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Eyjafjarðarbraut í maí árið 2017 ók líkast til torfæruhjóli sínu of hratt áður en hann varð fyrir bílnum.Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en þar segir að drengurinn hafi ekið Hondu CR torfæruhjóli niður malarborna heimreið í átt að Eyjafjarðarbraut með fyrirhugaða akstursstefnu norður Eyjafjarðarbraut. Á sama tíma var Suzuki Grand Vitara fólksbifreið ekið suður Eyjafjarðarbraut. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að veður hafi verið gott, bjart, þurrt og lítill vindur. Heimreiðin niður að þjóðveginum er brött og útsýn takmörkuð þaðan á þjóðveginn sökum trjágróðurs sem stendur nálægt veginum. Ummerki voru á vegamótunum eftir hemlun torfæruhjólsins. Hemlaförin voru um 5 metra löng. Við hemlunina missti ökumaður jafnvægið, féll af hjólinu og varð fyrir bifreiðinni. Virðist sem ökumaður torfæruhjólsins hafi ekið of hratt að vegamótunum en reynt að hemla áður en hann ók inn á Eyjafjarðarbraut í veg fyrir Suzuki bifreiðina. Biðskylda er fyrir umferð af heimreiðinni inn á þjóðveginn. Engin vitni voru að slysinu. Í skýrslunni er tekið fram að á litlu sé að byggja til að meta hraða ökutækjanna fyrir slysið. Þar er þó tekið fram að heimreiðin sem ökumaður torfæruhjólsins ók niður að þjóðveginum sé mjög brött. Var hjólið í fjórða gír af sex en um fimm metra löng hemlaför voru eftir torfæruhjólið. Ökumaður bifreiðarinnar vitnaðu um að hafa verið á 60 til 70 kílómetra hraða. Rannsóknarnefndin telur ökumann bifhjólsins sennilega hafa ekið of hratt að vegamótunum og ekki náð að stöðva hjólið við vegamótin. Var hann hvorki með réttindi né aldur til að aka hjólinu sem var ekki ætlað til akstur á vegum. Þá var útsýni skert á vegamótunum vegna trjágróðurs og er því beint til veghaldara að gera úrbætur til að bæta vegsýn á slysstað. Einnig bendir nefndin á að víða er að finna sambærilega aðstæður við vegi sem brýnt er að lagfæra.
Eyjafjarðarsveit Samgönguslys Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira