Arðgreiðslurnar dragast saman um helming 19. mars 2008 00:01 Sjö fyrirtæki af fjórtán sem mynda íslensku Úrvalsvísitöluna greiða arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Þetta er tveimur fyrirtækjum færra en greiddu út arð í fyrra. Ef frá er skilin arðgreiðsla Landsbankans – tillaga verður lögð fram um slíkt á bankaráðsfundi hans 7. apríl næstkomandi – nema heildargreiðslurnar rúmum 31 milljarði íslenskra króna. Til samanburðar námu arðgreiðslurnar rúmum 62 milljörðum króna í fyrra. Þetta er helmingi minna en félögin greiddu vegna afkomunnar í hitteðfyrra. Kaupþing greiðir mestKaupþing greiðir hluthöfum sínum langhæstu greiðsluna í ár, 14,8 milljarða króna. Á eftir kemur Glitnir, sem greiðir 5,5 milljarða króna. Athygli vekur að arðgreiðslur Kaupþings eru hærri en í fyrra. Þetta er ólík þróun og hjá öðrum fyrirtækjum að Bakkavör undanskilinni, sem greiðir rúmum hundrað milljónum krónum meira en í fyrra. Eins og áður segir verða tillögur um arðgreiðslur til hluthafa Landsbankans ekki lagðar fram fyrr en á bankaráðsfundinum 7. apríl næstkomandi. Kaupþing hefur iðulega greitt háan arð í krónum talið. Hins vegar þarf mikið til að ná upp í arðgreiðsluna í október í hitteðfyrra þegar Kaupþing greiddi hluthöfum einstaka greiðslu, tuttugu milljarða króna í formi hlutafjár í Existu. Sumir greiða ekkertÞrjú félög sem mynda Úrvalsvísitöluna – og greiddu hluthöfum sínum háar upphæðir í arð í fyrra – greiða ekkert í ár. Það eru Marel, Exista og FL Group. Samkvæmt forsvarsmönnum Marel er ástæðan fyrir því að ekki verður greiddur út arður vegna afkomunnar í fyrra kaup félagsins á matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamsteypunnar Stork. Hin félögin tvö, FL Group og Exista, greiddu hins vegar hæstu arðgreiðslur skráðra félaga í Úrvalsvísitölunni vegna afkomunnar í hitteðfyrra. FL Group greiddi fimmtán milljarða króna en Exista tæpa ellefu milljarða króna í fyrra. FL Group tapaði 67 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og vinnur nú að stífum niðurskurði á rekstrarkostnaði, sem skýrir arðgreiðsluleysið nú. Exista hagnaðist hins vegar um sextíu milljarða króna á sama tíma. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, sagði á aðalfundi félagsins á dögunum að aðstæður á fjármálamörkuðum hefðu ráðið um ákvörðunina að greiða ekkert nú um stundir. Breytist aðstæður til hins betra getur svo farið að ákvörðunin verði endurskoðuð og arður greiddur út síðar á árinu. Dvergarnir fá lítið en risarnir mestSé litið til stærstu arðgreiðslnanna – sem greiðist úr sjóðum bankanna – fá stærstu hluthafarnir tæpa 4,4 milljarða króna fyrir snúð sinn. Exista tekur stóra sneið vegna eignarhlutar síns í Kaupþingi og Bakkavör. Félagið fær rúma 3,4 milljarða króna vegna 23 prósenta eignar sinnar í Kaupþingi og 470 milljónir króna vegna stærðar sinnar í Bakkavör – félagið er langstærsti hluthafinn með 63 prósenta eignarhlut. FL Group, sem er stærsti hluthafinn í Glitni, tekur á sama tíma 977 milljónir króna fyrir eignarhlutinn í bankanum. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki fyrir hvað þeir feðgar, Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor, fá fyrir eignarhlut sinn í Landsbankanum í nafni Samson eignarhaldsfélags en þeir sitja á tæpum 41 prósents hlut. Hagnaður bankans í fyrra nam fjörutíu milljörðum króna. Sé miðað við að arðgreiðsla verði hlutfallslega jafn há nú og í fyrra gætu arðgreiðslur feðganna numið 1,8 milljörðum króna. Hins vegar fá þeir tæpa tvo milljarða króna vegna eignar sinnar í Straumi-Burðarási. Fréttaskýringar Undir smásjánni Tengdar fréttir Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19. mars 2008 00:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Sjö fyrirtæki af fjórtán sem mynda íslensku Úrvalsvísitöluna greiða arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Þetta er tveimur fyrirtækjum færra en greiddu út arð í fyrra. Ef frá er skilin arðgreiðsla Landsbankans – tillaga verður lögð fram um slíkt á bankaráðsfundi hans 7. apríl næstkomandi – nema heildargreiðslurnar rúmum 31 milljarði íslenskra króna. Til samanburðar námu arðgreiðslurnar rúmum 62 milljörðum króna í fyrra. Þetta er helmingi minna en félögin greiddu vegna afkomunnar í hitteðfyrra. Kaupþing greiðir mestKaupþing greiðir hluthöfum sínum langhæstu greiðsluna í ár, 14,8 milljarða króna. Á eftir kemur Glitnir, sem greiðir 5,5 milljarða króna. Athygli vekur að arðgreiðslur Kaupþings eru hærri en í fyrra. Þetta er ólík þróun og hjá öðrum fyrirtækjum að Bakkavör undanskilinni, sem greiðir rúmum hundrað milljónum krónum meira en í fyrra. Eins og áður segir verða tillögur um arðgreiðslur til hluthafa Landsbankans ekki lagðar fram fyrr en á bankaráðsfundinum 7. apríl næstkomandi. Kaupþing hefur iðulega greitt háan arð í krónum talið. Hins vegar þarf mikið til að ná upp í arðgreiðsluna í október í hitteðfyrra þegar Kaupþing greiddi hluthöfum einstaka greiðslu, tuttugu milljarða króna í formi hlutafjár í Existu. Sumir greiða ekkertÞrjú félög sem mynda Úrvalsvísitöluna – og greiddu hluthöfum sínum háar upphæðir í arð í fyrra – greiða ekkert í ár. Það eru Marel, Exista og FL Group. Samkvæmt forsvarsmönnum Marel er ástæðan fyrir því að ekki verður greiddur út arður vegna afkomunnar í fyrra kaup félagsins á matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamsteypunnar Stork. Hin félögin tvö, FL Group og Exista, greiddu hins vegar hæstu arðgreiðslur skráðra félaga í Úrvalsvísitölunni vegna afkomunnar í hitteðfyrra. FL Group greiddi fimmtán milljarða króna en Exista tæpa ellefu milljarða króna í fyrra. FL Group tapaði 67 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og vinnur nú að stífum niðurskurði á rekstrarkostnaði, sem skýrir arðgreiðsluleysið nú. Exista hagnaðist hins vegar um sextíu milljarða króna á sama tíma. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, sagði á aðalfundi félagsins á dögunum að aðstæður á fjármálamörkuðum hefðu ráðið um ákvörðunina að greiða ekkert nú um stundir. Breytist aðstæður til hins betra getur svo farið að ákvörðunin verði endurskoðuð og arður greiddur út síðar á árinu. Dvergarnir fá lítið en risarnir mestSé litið til stærstu arðgreiðslnanna – sem greiðist úr sjóðum bankanna – fá stærstu hluthafarnir tæpa 4,4 milljarða króna fyrir snúð sinn. Exista tekur stóra sneið vegna eignarhlutar síns í Kaupþingi og Bakkavör. Félagið fær rúma 3,4 milljarða króna vegna 23 prósenta eignar sinnar í Kaupþingi og 470 milljónir króna vegna stærðar sinnar í Bakkavör – félagið er langstærsti hluthafinn með 63 prósenta eignarhlut. FL Group, sem er stærsti hluthafinn í Glitni, tekur á sama tíma 977 milljónir króna fyrir eignarhlutinn í bankanum. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki fyrir hvað þeir feðgar, Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor, fá fyrir eignarhlut sinn í Landsbankanum í nafni Samson eignarhaldsfélags en þeir sitja á tæpum 41 prósents hlut. Hagnaður bankans í fyrra nam fjörutíu milljörðum króna. Sé miðað við að arðgreiðsla verði hlutfallslega jafn há nú og í fyrra gætu arðgreiðslur feðganna numið 1,8 milljörðum króna. Hins vegar fá þeir tæpa tvo milljarða króna vegna eignar sinnar í Straumi-Burðarási.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Tengdar fréttir Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19. mars 2008 00:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19. mars 2008 00:01