Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2017 22:50 Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. Fréttaskýrendur segja mótmælin beinast einna helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meðal þeirra handteknu er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aleksei Navalny, sem var handtekinn í Moskvu þar sem þúsundur höfðu komið saman í stærstu mótmælum í landinu í 5 ár. Mótmælin í höfuðborginni voru í formi friðsællar kröfugöngu meðfram aðalverslunargötu borgarinnar. Var það gert til að koma í veg fyrir að lög um samkomur yrðu brotin en rússneska lögreglan hefur lagaheimild til að skerast í leikinn ef hún telur of stóran kyrrstæðan hóp hafa safnast saman. Sambærileg mótmæli fóru fram í um 99 borgum allt landið, allt frá Vladivostok í austri til Kaliningrad í vestri, að sögn skipuleggjenda.Mótmæli sem þessi fátíð Öll nema 17 þessara mótmæla hafa yfirvöld sagt vera ólögleg. Í Moskvu reyndu einhverjir mótmælendur að hefta för lögreglubifreiða sem varð til þess að þyrlur og óeirðarsveitir voru ræstar út. Þrátt fyrir margar harkalegar handtökur segja miðlar vestanhafs, en rússnesku ríkismiðlarnir fjalla lítið um málið í dag, að vinnubrögð lögreglunnar hafi verið að mestu verið eftir bókinni. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan árið 2012 en mótmæli gegn stjórnvöldum, sérstaklega ef þau beinast gegn Pútín sjálfum, eru afar fátíð í landinu. Navalny hefur lengi verið harður gagnrýnandi forsetans og var hann handtekinn sem fyrr segir í höfuðborginni í dag. Fjölmargir mótmælendur reyndu að losa hann úr haldi lögreglunnar en á Twitter-síðu sinni í dag segir Navalny að honum líði vel og að skoðanasystkin hans ættu að halda mótmælunum áfram. Skipuleggjendum mótmælanna og lögreglu ber ekki saman um fjölda þeirra sem handteknir voru í dag. Lögreglan segir þá vera um 500 talsins en mótmælendur segja þá vera minnst tvöfalt fleiri. Hér að neðan má sjá myndbönd frá mótmælunum í dag.Площадь Восстания используется по назначению! #ДимонОтветит #ОнНамНеДимон #Навальный2018 pic.twitter.com/qDoaQRzkEx— desetfree (@desetfree) March 26, 2017 Петербург сегодня. Люди пришли и готовы предъявлять власти жёсткие политические требования pic.twitter.com/sNpNRdLEQN— Andrey Pivovarov (@brewerov) March 26, 2017 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. Fréttaskýrendur segja mótmælin beinast einna helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meðal þeirra handteknu er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aleksei Navalny, sem var handtekinn í Moskvu þar sem þúsundur höfðu komið saman í stærstu mótmælum í landinu í 5 ár. Mótmælin í höfuðborginni voru í formi friðsællar kröfugöngu meðfram aðalverslunargötu borgarinnar. Var það gert til að koma í veg fyrir að lög um samkomur yrðu brotin en rússneska lögreglan hefur lagaheimild til að skerast í leikinn ef hún telur of stóran kyrrstæðan hóp hafa safnast saman. Sambærileg mótmæli fóru fram í um 99 borgum allt landið, allt frá Vladivostok í austri til Kaliningrad í vestri, að sögn skipuleggjenda.Mótmæli sem þessi fátíð Öll nema 17 þessara mótmæla hafa yfirvöld sagt vera ólögleg. Í Moskvu reyndu einhverjir mótmælendur að hefta för lögreglubifreiða sem varð til þess að þyrlur og óeirðarsveitir voru ræstar út. Þrátt fyrir margar harkalegar handtökur segja miðlar vestanhafs, en rússnesku ríkismiðlarnir fjalla lítið um málið í dag, að vinnubrögð lögreglunnar hafi verið að mestu verið eftir bókinni. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan árið 2012 en mótmæli gegn stjórnvöldum, sérstaklega ef þau beinast gegn Pútín sjálfum, eru afar fátíð í landinu. Navalny hefur lengi verið harður gagnrýnandi forsetans og var hann handtekinn sem fyrr segir í höfuðborginni í dag. Fjölmargir mótmælendur reyndu að losa hann úr haldi lögreglunnar en á Twitter-síðu sinni í dag segir Navalny að honum líði vel og að skoðanasystkin hans ættu að halda mótmælunum áfram. Skipuleggjendum mótmælanna og lögreglu ber ekki saman um fjölda þeirra sem handteknir voru í dag. Lögreglan segir þá vera um 500 talsins en mótmælendur segja þá vera minnst tvöfalt fleiri. Hér að neðan má sjá myndbönd frá mótmælunum í dag.Площадь Восстания используется по назначению! #ДимонОтветит #ОнНамНеДимон #Навальный2018 pic.twitter.com/qDoaQRzkEx— desetfree (@desetfree) March 26, 2017 Петербург сегодня. Люди пришли и готовы предъявлять власти жёсткие политические требования pic.twitter.com/sNpNRdLEQN— Andrey Pivovarov (@brewerov) March 26, 2017
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira