Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2017 22:50 Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. Fréttaskýrendur segja mótmælin beinast einna helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meðal þeirra handteknu er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aleksei Navalny, sem var handtekinn í Moskvu þar sem þúsundur höfðu komið saman í stærstu mótmælum í landinu í 5 ár. Mótmælin í höfuðborginni voru í formi friðsællar kröfugöngu meðfram aðalverslunargötu borgarinnar. Var það gert til að koma í veg fyrir að lög um samkomur yrðu brotin en rússneska lögreglan hefur lagaheimild til að skerast í leikinn ef hún telur of stóran kyrrstæðan hóp hafa safnast saman. Sambærileg mótmæli fóru fram í um 99 borgum allt landið, allt frá Vladivostok í austri til Kaliningrad í vestri, að sögn skipuleggjenda.Mótmæli sem þessi fátíð Öll nema 17 þessara mótmæla hafa yfirvöld sagt vera ólögleg. Í Moskvu reyndu einhverjir mótmælendur að hefta för lögreglubifreiða sem varð til þess að þyrlur og óeirðarsveitir voru ræstar út. Þrátt fyrir margar harkalegar handtökur segja miðlar vestanhafs, en rússnesku ríkismiðlarnir fjalla lítið um málið í dag, að vinnubrögð lögreglunnar hafi verið að mestu verið eftir bókinni. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan árið 2012 en mótmæli gegn stjórnvöldum, sérstaklega ef þau beinast gegn Pútín sjálfum, eru afar fátíð í landinu. Navalny hefur lengi verið harður gagnrýnandi forsetans og var hann handtekinn sem fyrr segir í höfuðborginni í dag. Fjölmargir mótmælendur reyndu að losa hann úr haldi lögreglunnar en á Twitter-síðu sinni í dag segir Navalny að honum líði vel og að skoðanasystkin hans ættu að halda mótmælunum áfram. Skipuleggjendum mótmælanna og lögreglu ber ekki saman um fjölda þeirra sem handteknir voru í dag. Lögreglan segir þá vera um 500 talsins en mótmælendur segja þá vera minnst tvöfalt fleiri. Hér að neðan má sjá myndbönd frá mótmælunum í dag.Площадь Восстания используется по назначению! #ДимонОтветит #ОнНамНеДимон #Навальный2018 pic.twitter.com/qDoaQRzkEx— desetfree (@desetfree) March 26, 2017 Петербург сегодня. Люди пришли и готовы предъявлять власти жёсткие политические требования pic.twitter.com/sNpNRdLEQN— Andrey Pivovarov (@brewerov) March 26, 2017 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. Fréttaskýrendur segja mótmælin beinast einna helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meðal þeirra handteknu er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aleksei Navalny, sem var handtekinn í Moskvu þar sem þúsundur höfðu komið saman í stærstu mótmælum í landinu í 5 ár. Mótmælin í höfuðborginni voru í formi friðsællar kröfugöngu meðfram aðalverslunargötu borgarinnar. Var það gert til að koma í veg fyrir að lög um samkomur yrðu brotin en rússneska lögreglan hefur lagaheimild til að skerast í leikinn ef hún telur of stóran kyrrstæðan hóp hafa safnast saman. Sambærileg mótmæli fóru fram í um 99 borgum allt landið, allt frá Vladivostok í austri til Kaliningrad í vestri, að sögn skipuleggjenda.Mótmæli sem þessi fátíð Öll nema 17 þessara mótmæla hafa yfirvöld sagt vera ólögleg. Í Moskvu reyndu einhverjir mótmælendur að hefta för lögreglubifreiða sem varð til þess að þyrlur og óeirðarsveitir voru ræstar út. Þrátt fyrir margar harkalegar handtökur segja miðlar vestanhafs, en rússnesku ríkismiðlarnir fjalla lítið um málið í dag, að vinnubrögð lögreglunnar hafi verið að mestu verið eftir bókinni. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan árið 2012 en mótmæli gegn stjórnvöldum, sérstaklega ef þau beinast gegn Pútín sjálfum, eru afar fátíð í landinu. Navalny hefur lengi verið harður gagnrýnandi forsetans og var hann handtekinn sem fyrr segir í höfuðborginni í dag. Fjölmargir mótmælendur reyndu að losa hann úr haldi lögreglunnar en á Twitter-síðu sinni í dag segir Navalny að honum líði vel og að skoðanasystkin hans ættu að halda mótmælunum áfram. Skipuleggjendum mótmælanna og lögreglu ber ekki saman um fjölda þeirra sem handteknir voru í dag. Lögreglan segir þá vera um 500 talsins en mótmælendur segja þá vera minnst tvöfalt fleiri. Hér að neðan má sjá myndbönd frá mótmælunum í dag.Площадь Восстания используется по назначению! #ДимонОтветит #ОнНамНеДимон #Навальный2018 pic.twitter.com/qDoaQRzkEx— desetfree (@desetfree) March 26, 2017 Петербург сегодня. Люди пришли и готовы предъявлять власти жёсткие политические требования pic.twitter.com/sNpNRdLEQN— Andrey Pivovarov (@brewerov) March 26, 2017
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira