Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2017 12:10 Lögreglumenn handtaka ungan mann á mótmælum í miðborg Moskvu í dag. Yfirvöld veittu ekki heimild til mótmælanna. Vísir/EPA Tugir mótmælenda voru handteknir á mótmælum sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar hvatti til víða um Rússland í dag. Krafa mótmælenda var afsögn Dmitrís Medvedev, forsætisráðherra, vegna spillingar.Washington Post segir að mótmælin í dag séu þau umfangsmestu í Rússlandi frá því að götumótmæli áttu sér stað árin 2011 og 2012 í kjölfar ásakana um kosningasvindl. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir flestum mótmælunum. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalní hvatti til mótmælanna í kjölfar ásakana hans um að Medvedev hafi sankað að sér eignum í krafti stöðu sinnar, þar á meðal vínekrum, lúxussnekkjum og íburðarmiklum villum að andvirði meira en milljarði dollara. Rússneska ríkissjónvarpið þagði þunnu hljóði um mótmælin sem Navalní segir að hafi farið fram í fleiri en áttatíu borgum og bæjum um allt Rússland samkvæmt frétt Reuters. Navalní, sem stefnir á forsetaframboð á næsta ári, hefur sjálfur verið rannsakaður vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. Hann segir rannsóknirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga. Hlaut hann dóm fyrir fjárdrátt árið 2013 en Mannréttindadómstóll Evrópu taldi að hann hefði ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar. Hæstiréttur Rússlands fyrirskipaði í nóvember að réttað skyldi aftur yfir Navalní. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt og dæmdur í fimm ára fangelsi í síðasta mánuði. Dómurinn gerir honum ókleift að bjóða sig fram til forseta samkvæmt rússneskum lögum.Uppfært 12:16:Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Alexii Navalní hafi verið handtekinn í mótmælum í Moskvu. Mótmælendur hafi reynt að koma í veg fyrir að Navalní væri fluttur burt í lögreglubíl. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Tugir mótmælenda voru handteknir á mótmælum sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar hvatti til víða um Rússland í dag. Krafa mótmælenda var afsögn Dmitrís Medvedev, forsætisráðherra, vegna spillingar.Washington Post segir að mótmælin í dag séu þau umfangsmestu í Rússlandi frá því að götumótmæli áttu sér stað árin 2011 og 2012 í kjölfar ásakana um kosningasvindl. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir flestum mótmælunum. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalní hvatti til mótmælanna í kjölfar ásakana hans um að Medvedev hafi sankað að sér eignum í krafti stöðu sinnar, þar á meðal vínekrum, lúxussnekkjum og íburðarmiklum villum að andvirði meira en milljarði dollara. Rússneska ríkissjónvarpið þagði þunnu hljóði um mótmælin sem Navalní segir að hafi farið fram í fleiri en áttatíu borgum og bæjum um allt Rússland samkvæmt frétt Reuters. Navalní, sem stefnir á forsetaframboð á næsta ári, hefur sjálfur verið rannsakaður vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. Hann segir rannsóknirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga. Hlaut hann dóm fyrir fjárdrátt árið 2013 en Mannréttindadómstóll Evrópu taldi að hann hefði ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar. Hæstiréttur Rússlands fyrirskipaði í nóvember að réttað skyldi aftur yfir Navalní. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt og dæmdur í fimm ára fangelsi í síðasta mánuði. Dómurinn gerir honum ókleift að bjóða sig fram til forseta samkvæmt rússneskum lögum.Uppfært 12:16:Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Alexii Navalní hafi verið handtekinn í mótmælum í Moskvu. Mótmælendur hafi reynt að koma í veg fyrir að Navalní væri fluttur burt í lögreglubíl.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira