Lífið

Stórglæsilegt myndband frá brúðkaupi Söru Heimis og Rich Piana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega falleg athöfn.
Virkilega falleg athöfn. vísir
Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga þann 17. september.

Brúðkaupið fór fram á sjálfri Mr. Olympia-keppninni í Las Vegas, nánar tiltekið á Orleans hótelinu.

Parið býr í Los Angeles í nokkur hundruð fermetra einbýlishúsi. Þau kynntust á Facebook fyrir tveimur árum.

Brúðkaupið var einstaklega fallegt. Risavaxinn vaxtaræktarkappi gaf þau hjónin saman en hann gekk inn í salinn, svartklæddur með stóra hettu fyrir andlitinu.

Rich var klæddur í svört og smekkleg ermalaus jakkaföt og hafði hann aflitað á sér hárið fyrir athöfnina. Sara var sjálf í gullfallegum hvítum kjól. Rich kom inn í salinn í kóngastól og var vel tekið á móti kappanum.

Piana er mjög vinsæll á YouTube og heldur hann úti sinni eigin síðu þar. Vissulega var brúðkaupið allt tekið upp og hér að neðan má sjá stórglæsilegt myndband frá athöfninni. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.