Hátíð með rómantískum blæ Elín Albertsdóttir skrifar 13. júlí 2016 10:00 Það eru annasamir dagar hjá Steinunni Jónsdóttur, söngkonu Reyjavíkurdætra og Amabadama. Hún þeytist á milli landa og þenur röddina. Nýlega var það Hróarskelda, á morgun er það Spánn og síðan Bræðslan á Borgarfirði eystri. Steinunn segir að líf tónlistarmannsins sé fjölbreytt í sumar. Hún á þó alltaf frí á milli og hefur þá nægan tíma fyrir soninn og kærastann, Magnús Jónsson eða Gnúsa Yones, sem er reyndar líka í Amabadama. „Ég hlakka mikið til að syngja á Bræðslunni, enda á ég ættir að rekja þangað austur,“ segir Steinunn. „Afi minn var frá Borgarfirði eystri og ég á marga ættingja þar. Ég fór einu sinni á ættarmót þarna og hef farið nokkrum sinnum síðan í heimsókn. Þetta er gullstaður sem gaman er að koma til. Í fyrravetur fengum við Gnúsi boð um að dvelja í listasmiðju á Borgarfirði eystri í tvær vikur. Það var mjög skemmtileg upplifun. Vel var hugsað um okkur, boðið upp á ljúffengan mat og meira að segja var búið til lítið kaffihús. Á þessum tíma var enginn ferðamannastraumur og við fengum kærkomið tækifæri til að iðka listsköpun okkar í þessu rólega og fallega umhverfi. Þetta er lítill bær og það var örugglega líka tilbreyting fyrir bæjarbúa að fá ný andlit en þarna voru fleiri listamenn. Bærinn hefur yfir sér ákaflega rómantískan blæ og ég hlakka mikið til að koma þangað aftur,“ segir Steinunn.Stór nöfn Steinunn segir að mikið verði um að vera á Borgarfirði eystri um þarnæstu helgi, 23. júlí, því auk Bræðslunnar verða tónleikar í félagsheimilinu Fjarðarborg á föstudeginum. Þar koma fram Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Úlfur Úlfur og MurMur. Á Bræðslunni verður margt góðra gesta fyrir utan Amabadama, meðal annarra Nýdönsk, KK band og Soffía Björg. Erlendir gestir verða Gavin James, sem hefur meðal annars hitað upp fyrir Sam Smith og Ed Sheeran, og David Celia. Þá kemur fram hin danska Tina Diskow ásamt Helga Jónssyni. Nýir sumarsmellir Amabadama hefur verið að vinna að nýrri hljómplötu og verða nokkur lög af henni flutt á Bræðslunni. „Já, við verðum með ný lög í bland við eldri. Við vonumst til að koma plötunni út seinna á þessu ári,“ segir Steinunn. Eitt lag, AI AI AI, hefur þegar verið í spilun og er búið að sitja á vinsældarlistanum í tólf vikur. Steinunn segir að fljótlega komi annað lag af plötunni á markað. Væntanlega annar sumarsmellur. „Við erum með reggítónlist og hún er alltaf svolítið sólar- og sumarleg,“ segir Steinunn sem var að pakka fyrir Spánarferð með Reykjavíkurdætrum. Flott á Hróarskeldu „Ég var að koma heim úr vel heppnuðu tónleikaferðalagi til Noregs, Belgíu og Hróarskeldu í Danmörku. Okkur var einstaklega vel fagnað á Hróarskeldu og vorum með yfir tíu þúsund áhorfendur. Þetta var draumi líkast og kannski ástæðan fyrir því að maður heldur sig við tónlistina. Í dag höldum við til Spánar þar sem við verðum á stóru festivali sem heitir FIB og er í Benicassim sem er 92 km frá Valencia. Þarna verða mörg stór nöfn. Reykjavíkurdætur munu syngja fyrir Druslugönguna í næstu viku en síðan verður haldið austur á land með Amabadama. Reykjavíkurdætur gáfu nýlega út plötu sem þær stúlkur hafa verið að kynna. „Það er margt spennandi fram undan,“ segir Steinunn. „Svo verður örugglega nóg um að vera um verslunarmannahelgina. Um miðjan ágúst verður Amabadama að spila á mikilli hátíð í Bristol. Þar verður fjöldi góðra tónlistarmanna og ég myndi mæla með að þeir sem eiga eftir að fara í sumarfrí skelli sér á þangað. Þetta er búið að vera skemmtilegt sumar. Vinnutíminn er óhefðbundinn en á milli tarna á ég góðan tíma með fjölskyldunni. Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það eru annasamir dagar hjá Steinunni Jónsdóttur, söngkonu Reyjavíkurdætra og Amabadama. Hún þeytist á milli landa og þenur röddina. Nýlega var það Hróarskelda, á morgun er það Spánn og síðan Bræðslan á Borgarfirði eystri. Steinunn segir að líf tónlistarmannsins sé fjölbreytt í sumar. Hún á þó alltaf frí á milli og hefur þá nægan tíma fyrir soninn og kærastann, Magnús Jónsson eða Gnúsa Yones, sem er reyndar líka í Amabadama. „Ég hlakka mikið til að syngja á Bræðslunni, enda á ég ættir að rekja þangað austur,“ segir Steinunn. „Afi minn var frá Borgarfirði eystri og ég á marga ættingja þar. Ég fór einu sinni á ættarmót þarna og hef farið nokkrum sinnum síðan í heimsókn. Þetta er gullstaður sem gaman er að koma til. Í fyrravetur fengum við Gnúsi boð um að dvelja í listasmiðju á Borgarfirði eystri í tvær vikur. Það var mjög skemmtileg upplifun. Vel var hugsað um okkur, boðið upp á ljúffengan mat og meira að segja var búið til lítið kaffihús. Á þessum tíma var enginn ferðamannastraumur og við fengum kærkomið tækifæri til að iðka listsköpun okkar í þessu rólega og fallega umhverfi. Þetta er lítill bær og það var örugglega líka tilbreyting fyrir bæjarbúa að fá ný andlit en þarna voru fleiri listamenn. Bærinn hefur yfir sér ákaflega rómantískan blæ og ég hlakka mikið til að koma þangað aftur,“ segir Steinunn.Stór nöfn Steinunn segir að mikið verði um að vera á Borgarfirði eystri um þarnæstu helgi, 23. júlí, því auk Bræðslunnar verða tónleikar í félagsheimilinu Fjarðarborg á föstudeginum. Þar koma fram Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Úlfur Úlfur og MurMur. Á Bræðslunni verður margt góðra gesta fyrir utan Amabadama, meðal annarra Nýdönsk, KK band og Soffía Björg. Erlendir gestir verða Gavin James, sem hefur meðal annars hitað upp fyrir Sam Smith og Ed Sheeran, og David Celia. Þá kemur fram hin danska Tina Diskow ásamt Helga Jónssyni. Nýir sumarsmellir Amabadama hefur verið að vinna að nýrri hljómplötu og verða nokkur lög af henni flutt á Bræðslunni. „Já, við verðum með ný lög í bland við eldri. Við vonumst til að koma plötunni út seinna á þessu ári,“ segir Steinunn. Eitt lag, AI AI AI, hefur þegar verið í spilun og er búið að sitja á vinsældarlistanum í tólf vikur. Steinunn segir að fljótlega komi annað lag af plötunni á markað. Væntanlega annar sumarsmellur. „Við erum með reggítónlist og hún er alltaf svolítið sólar- og sumarleg,“ segir Steinunn sem var að pakka fyrir Spánarferð með Reykjavíkurdætrum. Flott á Hróarskeldu „Ég var að koma heim úr vel heppnuðu tónleikaferðalagi til Noregs, Belgíu og Hróarskeldu í Danmörku. Okkur var einstaklega vel fagnað á Hróarskeldu og vorum með yfir tíu þúsund áhorfendur. Þetta var draumi líkast og kannski ástæðan fyrir því að maður heldur sig við tónlistina. Í dag höldum við til Spánar þar sem við verðum á stóru festivali sem heitir FIB og er í Benicassim sem er 92 km frá Valencia. Þarna verða mörg stór nöfn. Reykjavíkurdætur munu syngja fyrir Druslugönguna í næstu viku en síðan verður haldið austur á land með Amabadama. Reykjavíkurdætur gáfu nýlega út plötu sem þær stúlkur hafa verið að kynna. „Það er margt spennandi fram undan,“ segir Steinunn. „Svo verður örugglega nóg um að vera um verslunarmannahelgina. Um miðjan ágúst verður Amabadama að spila á mikilli hátíð í Bristol. Þar verður fjöldi góðra tónlistarmanna og ég myndi mæla með að þeir sem eiga eftir að fara í sumarfrí skelli sér á þangað. Þetta er búið að vera skemmtilegt sumar. Vinnutíminn er óhefðbundinn en á milli tarna á ég góðan tíma með fjölskyldunni.
Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira