Segir ekki nei við Jón Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2016 09:00 Helga Vala var við tökur á Borgarstjóranum síðastliðinn mánudag. Vísir/Hanna Jón bað mig um þetta og maður segir ekki nei við Jón,“ segir leikkonan og lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir en Jóninn sem um er rætt er Jón Gnarr og já-ið vilyrði fyrir því að taka að sér hlutverk í grínþáttaröðinni Borgarstjóranum. Helgu Völu kannast flestir við sem lögmann enda hefur það verið hennar aðalstarf undanfarin ár. Hún er hins vegar líka menntuð leikkona og lauk prófi frá Leiklistarskólanum vorið 1998 og lék hér á landi og í Bretlandi í tvö ár. Eftir það lá leið hennar í lögfræðina en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hefur tekið upp þráðinn fyrir framan tökuvélarnar en hún lék einnig lítið hlutverk í kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák, sem skartar þeim Heru Hilmarsdóttur, Gísla Erni Garðarssyni og Baltasar sjálfum í aðalhlutverki. Helga Vala segir leiklistina blandast vel við lögfræðina og koma að góðum notum. „Þetta er nátengt, ég held að ég græði mjög mikið á leiklistarmenntuninni í lögmennskunni. Bæði það að koma fram en svo líka það að geta sett sig í spor fólks og skoðað hlutina út frá fleira en einu sjónarhorni,“ segir hún og bætir við: „Svo fæ ég að fara í búning öðru hvoru og standa fyrir frama áhorfendur í dómsal. Þeir eru tveir eða þrír eftir því hve dómurinn er fjölskipaður.“ Helga Vala segir það gaman að hafa tök á því að stíga út úr hinum daglega amstri en hún leikur fréttastjóra í þáttaröðinni. Hún er ekki alls kostar ókunn störfum fjölmiðla þar sem hún starfaði á fjölmiðlavettvangi áður en hún hóf nám í lögfræði. „Ég er að leika fréttastjóra sem saumar aðeins að borgarstjóranum. Hann virðist ekki alveg vera með alla hluti á hreinu, blessaður kúturinn,“ segir Helga Vala og heldur áfram að lýsa karakter sínum: „Ætli hún sé ekki bara nokkuð beinskeytt, eins og fréttastjórar eru.“ Helga Vala segir það gaman að eiga kost á að taka að sér hlutverk sem þetta, það auðgi lífið og geri það enn skemmtilegra. „Það er svo gaman að smakka fleiri rétti en bara einn og fá að gera alls konar óvænt.“ Í hlutverki borgarstjórans er Jón Gnarr, en líkt og flestir ættu að vita er Jón fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Tökum á þáttaröðinni lýkur í dag en þær hafa meðal annars farið að miklu leyti fram í Ráðhúsinu. Í öðrum aðalhlutverkum eru Pétur Jóhann Sigfússon og Helga Braga Jónsdóttir. Borgarstjórinn er tíu þátta þátta röð sem sýnd verður á Stöð 2 nú í haust. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Borgarstjórinn lánar Jóni Gnarr skrifstofu sína Upptökur á þáttaröðinni Borgarstjórinn fara fram í Ráðhúsinu. 24. mars 2016 07:00 Villingarnir eru oft mestu snillingarnir Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. 23. ágúst 2015 17:21 Los Angeles Times fjallar um Borgarstjórann Jón Gnarr leikur drykkfellda borgarstjórann Lúðvík í þáttunum sem er nánast í stöðugu blakkáti í vinnunni. 8. júlí 2016 11:39 Sjáðu Jón Gnarr í hlutverki Borgarstjórans Tökur hefjast um næstu mánaðamót. 8. apríl 2016 20:11 Prímusmótor-kona í tveimur hlutverkum Jóga Jóhannsdóttir er ein aðalmanneskjan bak við tjöldin í Borgarstjóranum en hún hljóp í skarðið þegar vantaði í eitt hlutverk nýlega. Henni líður best þegar hún er ekki fyrir framan myndavélarnar en þetta voru þó alls ekki hennar fyrstu spor í leiklistinni. 8. júlí 2016 10:00 Fyrrverandi borgarstjóri leikur borgarstjórann Í Borgarstjóranum leikur fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr borgarstjórann. Jón sagði okkur aðeins frá þættinum, leikurunum og hvort að þarna mætti finna fyrrverandi samstarfsfólk úr borgarstjórninni meðal persóna. 14. maí 2016 09:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Jón bað mig um þetta og maður segir ekki nei við Jón,“ segir leikkonan og lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir en Jóninn sem um er rætt er Jón Gnarr og já-ið vilyrði fyrir því að taka að sér hlutverk í grínþáttaröðinni Borgarstjóranum. Helgu Völu kannast flestir við sem lögmann enda hefur það verið hennar aðalstarf undanfarin ár. Hún er hins vegar líka menntuð leikkona og lauk prófi frá Leiklistarskólanum vorið 1998 og lék hér á landi og í Bretlandi í tvö ár. Eftir það lá leið hennar í lögfræðina en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hefur tekið upp þráðinn fyrir framan tökuvélarnar en hún lék einnig lítið hlutverk í kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák, sem skartar þeim Heru Hilmarsdóttur, Gísla Erni Garðarssyni og Baltasar sjálfum í aðalhlutverki. Helga Vala segir leiklistina blandast vel við lögfræðina og koma að góðum notum. „Þetta er nátengt, ég held að ég græði mjög mikið á leiklistarmenntuninni í lögmennskunni. Bæði það að koma fram en svo líka það að geta sett sig í spor fólks og skoðað hlutina út frá fleira en einu sjónarhorni,“ segir hún og bætir við: „Svo fæ ég að fara í búning öðru hvoru og standa fyrir frama áhorfendur í dómsal. Þeir eru tveir eða þrír eftir því hve dómurinn er fjölskipaður.“ Helga Vala segir það gaman að hafa tök á því að stíga út úr hinum daglega amstri en hún leikur fréttastjóra í þáttaröðinni. Hún er ekki alls kostar ókunn störfum fjölmiðla þar sem hún starfaði á fjölmiðlavettvangi áður en hún hóf nám í lögfræði. „Ég er að leika fréttastjóra sem saumar aðeins að borgarstjóranum. Hann virðist ekki alveg vera með alla hluti á hreinu, blessaður kúturinn,“ segir Helga Vala og heldur áfram að lýsa karakter sínum: „Ætli hún sé ekki bara nokkuð beinskeytt, eins og fréttastjórar eru.“ Helga Vala segir það gaman að eiga kost á að taka að sér hlutverk sem þetta, það auðgi lífið og geri það enn skemmtilegra. „Það er svo gaman að smakka fleiri rétti en bara einn og fá að gera alls konar óvænt.“ Í hlutverki borgarstjórans er Jón Gnarr, en líkt og flestir ættu að vita er Jón fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Tökum á þáttaröðinni lýkur í dag en þær hafa meðal annars farið að miklu leyti fram í Ráðhúsinu. Í öðrum aðalhlutverkum eru Pétur Jóhann Sigfússon og Helga Braga Jónsdóttir. Borgarstjórinn er tíu þátta þátta röð sem sýnd verður á Stöð 2 nú í haust.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Borgarstjórinn lánar Jóni Gnarr skrifstofu sína Upptökur á þáttaröðinni Borgarstjórinn fara fram í Ráðhúsinu. 24. mars 2016 07:00 Villingarnir eru oft mestu snillingarnir Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. 23. ágúst 2015 17:21 Los Angeles Times fjallar um Borgarstjórann Jón Gnarr leikur drykkfellda borgarstjórann Lúðvík í þáttunum sem er nánast í stöðugu blakkáti í vinnunni. 8. júlí 2016 11:39 Sjáðu Jón Gnarr í hlutverki Borgarstjórans Tökur hefjast um næstu mánaðamót. 8. apríl 2016 20:11 Prímusmótor-kona í tveimur hlutverkum Jóga Jóhannsdóttir er ein aðalmanneskjan bak við tjöldin í Borgarstjóranum en hún hljóp í skarðið þegar vantaði í eitt hlutverk nýlega. Henni líður best þegar hún er ekki fyrir framan myndavélarnar en þetta voru þó alls ekki hennar fyrstu spor í leiklistinni. 8. júlí 2016 10:00 Fyrrverandi borgarstjóri leikur borgarstjórann Í Borgarstjóranum leikur fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr borgarstjórann. Jón sagði okkur aðeins frá þættinum, leikurunum og hvort að þarna mætti finna fyrrverandi samstarfsfólk úr borgarstjórninni meðal persóna. 14. maí 2016 09:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Borgarstjórinn lánar Jóni Gnarr skrifstofu sína Upptökur á þáttaröðinni Borgarstjórinn fara fram í Ráðhúsinu. 24. mars 2016 07:00
Villingarnir eru oft mestu snillingarnir Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. 23. ágúst 2015 17:21
Los Angeles Times fjallar um Borgarstjórann Jón Gnarr leikur drykkfellda borgarstjórann Lúðvík í þáttunum sem er nánast í stöðugu blakkáti í vinnunni. 8. júlí 2016 11:39
Prímusmótor-kona í tveimur hlutverkum Jóga Jóhannsdóttir er ein aðalmanneskjan bak við tjöldin í Borgarstjóranum en hún hljóp í skarðið þegar vantaði í eitt hlutverk nýlega. Henni líður best þegar hún er ekki fyrir framan myndavélarnar en þetta voru þó alls ekki hennar fyrstu spor í leiklistinni. 8. júlí 2016 10:00
Fyrrverandi borgarstjóri leikur borgarstjórann Í Borgarstjóranum leikur fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr borgarstjórann. Jón sagði okkur aðeins frá þættinum, leikurunum og hvort að þarna mætti finna fyrrverandi samstarfsfólk úr borgarstjórninni meðal persóna. 14. maí 2016 09:00