Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 12:14 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Mynd/Samsett Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér skömmu fyrir hádegi segir að stjórn landsambandsins hafi hvorki haft samband við embættið til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu lögreglumála, né sett fram umkvörtunarefni.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Þá eigi Landssamband lögreglumanna fulltrúa í bæði fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins, þar sem formaðurinn hafi m.a. átt sæti. Þá hafi fulltrúi landssambandsins unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast muni innan skamms.Þegar liggi jafnframt fyrir að bílamiðstöð verði lögð niður. Þá hafi ríkislögreglustjóri sjálfur haft frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöðinni og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn. „Ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda myndi beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu,“ segir í yfirlýsingu embættis ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, sem stjórn sambandsins samþykkti í gær, kom fram að óánægjuna sem ríkt hefur með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra megi m.a. rekja til fatamála og bílamála. Þessi mál hafi verið í ólestri undanfarin misseri. Sambandið taldi mikilvægt að sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra fái skjóta úrlausn. Annars muni það bitna áþjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand sé til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér skömmu fyrir hádegi segir að stjórn landsambandsins hafi hvorki haft samband við embættið til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu lögreglumála, né sett fram umkvörtunarefni.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Þá eigi Landssamband lögreglumanna fulltrúa í bæði fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins, þar sem formaðurinn hafi m.a. átt sæti. Þá hafi fulltrúi landssambandsins unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast muni innan skamms.Þegar liggi jafnframt fyrir að bílamiðstöð verði lögð niður. Þá hafi ríkislögreglustjóri sjálfur haft frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöðinni og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn. „Ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda myndi beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu,“ segir í yfirlýsingu embættis ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, sem stjórn sambandsins samþykkti í gær, kom fram að óánægjuna sem ríkt hefur með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra megi m.a. rekja til fatamála og bílamála. Þessi mál hafi verið í ólestri undanfarin misseri. Sambandið taldi mikilvægt að sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra fái skjóta úrlausn. Annars muni það bitna áþjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand sé til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17