Innlent

Átök um laxeldi á Austfjörðum í fréttum Stöðvar 2

Kristján Már Unnarsson skrifar
Í sjávarþorpum Austfjarða, rétt eins og á Vestfjörðum, vonast menn til að laxeldi í sjó verði grunnur nýrrar atvinnusóknar í byggðum, sem búið hafa við langvarandi fólksfækkun. Veiðiréttareigendur í laxveiðiám óttast hins vegar meiriháttar umhverfisslys.

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður fjallað um laxeldisáformin í fjörðum Austurlands og deilur sem þar hafa nú blossað upp. Rætt verður við Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest í Heydölum, sem fyrir hönd Veiðifélags Breiðdælinga hefur lýst verulegum áhyggjum. Einnig verður rætt við Brynjólf Einarsson, stöðvarstjóra Fiskeldis Austfjarða á Djúpavogi. 

Uppbygging Fiskeldis Austfjarða og áform um stóraukið laxeldi kalla á tugi nýrra starfsmanna á sunnanverðum Austfjörðum á næstu árum og er þegar farið að bera á húsnæðisskorti á Djúpavogi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast umhverfisslys, segja að þessu fylgi gríðarleg mengun og að óhjákvæmilegt sé að eldislaxar sleppi út, með afdrifaríkum afleiðingum fyrir villta laxastofna.


Tengdar fréttir

Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks

Sjókvíaeldisfyrirtæki hafa óskað eftir því að geta framleitt um 150 þúsund tonn af eldisfiski árlega. Vöxturinn er í laxeldi í sjó. Nú eru fimmtán þúsund tonn framleidd af fiski á ári. Um fjögur hundruð störf eru í greininni og á




Fleiri fréttir

Sjá meira


×