Segist ætla að stöðva allar komur innflytjenda Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. apríl 2020 07:08 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump forseti Bandaríkja hyggst stöðva allar komur innflytjenda til landsins vegna faraldurs kórónuveiru. Hann tilkynnti á Twitter-reikningi sínum í nótt að hann muni undirrita forsetatilskipun þess efnis. Í færslunni kveðst Trump grípa til umræddra aðgerða vegna "ósýnilega óvinarins", þ.e. kórónuveirunnar, og einnig til að tryggja atvinnuöryggi Bandaríkjamanna. In light of the attack from the Invisible Enemy, as well as the need to protect the jobs of our GREAT American Citizens, I will be signing an Executive Order to temporarily suspend immigration into the United States!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 21, 2020 Forsetinn veitti ekki frekari upplýsingar um málið í færslunni og samkvæmt fréttum fjölmiðla vestanhafs er ekki ljóst hvenær eða hvort tilskipunin komi til framkvæmda. Ríkisstjórn Trumps hefur þegar gefið út að afgreiðslu nær allra vegabréfsáritana verði hætt á meðan faraldurinn geisar. Þá hefur Trump verið talsvert gagnrýndur fyrir boðaðar aðgerðir og sakaður um að nýta sér faraldurinn til að beita harðræði í málefnum innflytjenda. Veiran hefur leikið Bandaríkin grátt en alls hafa nær 790 þúsund smitast í landinu og yfir 42 þúsund látist, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsinu. Þá hefur efnahagslífið tekið skarpa dýfu, líkt og annars staðar í heiminum, en yfir 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur síðustu vikur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkja hyggst stöðva allar komur innflytjenda til landsins vegna faraldurs kórónuveiru. Hann tilkynnti á Twitter-reikningi sínum í nótt að hann muni undirrita forsetatilskipun þess efnis. Í færslunni kveðst Trump grípa til umræddra aðgerða vegna "ósýnilega óvinarins", þ.e. kórónuveirunnar, og einnig til að tryggja atvinnuöryggi Bandaríkjamanna. In light of the attack from the Invisible Enemy, as well as the need to protect the jobs of our GREAT American Citizens, I will be signing an Executive Order to temporarily suspend immigration into the United States!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 21, 2020 Forsetinn veitti ekki frekari upplýsingar um málið í færslunni og samkvæmt fréttum fjölmiðla vestanhafs er ekki ljóst hvenær eða hvort tilskipunin komi til framkvæmda. Ríkisstjórn Trumps hefur þegar gefið út að afgreiðslu nær allra vegabréfsáritana verði hætt á meðan faraldurinn geisar. Þá hefur Trump verið talsvert gagnrýndur fyrir boðaðar aðgerðir og sakaður um að nýta sér faraldurinn til að beita harðræði í málefnum innflytjenda. Veiran hefur leikið Bandaríkin grátt en alls hafa nær 790 þúsund smitast í landinu og yfir 42 þúsund látist, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsinu. Þá hefur efnahagslífið tekið skarpa dýfu, líkt og annars staðar í heiminum, en yfir 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur síðustu vikur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sjá meira