Með heiminn í eyrunum Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. september 2016 11:15 Hlaðvarpið (e. Podcast) er einn vinsælasti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Fréttablaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra.Halldór Marteinsson - FílalagFyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sérstaka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita af titli hlaðvarpsins í Google. Því má svo hlaða niður þaðan eða streyma þeim beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Fílalag Tónlistar hlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónarhorninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson aðdáandi hlaðvarpsins.Berglind PétursdóttirEnglaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríksdóttir fara yfir allt það helsta í slúður-og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, afhverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internetsérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunnáttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir kynningarstjóri RIFF og hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitnilegt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu atburðum. Vera er frábær og með ótrúlega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í uppvaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig ef það er drasl heima hjá mér þá er að Veru að kenna.“Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalagið er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks““ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Sjá meira
Hlaðvarpið (e. Podcast) er einn vinsælasti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Fréttablaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra.Halldór Marteinsson - FílalagFyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sérstaka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita af titli hlaðvarpsins í Google. Því má svo hlaða niður þaðan eða streyma þeim beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Fílalag Tónlistar hlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónarhorninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson aðdáandi hlaðvarpsins.Berglind PétursdóttirEnglaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríksdóttir fara yfir allt það helsta í slúður-og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, afhverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internetsérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunnáttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir kynningarstjóri RIFF og hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitnilegt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu atburðum. Vera er frábær og með ótrúlega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í uppvaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig ef það er drasl heima hjá mér þá er að Veru að kenna.“Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalagið er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks““
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Sjá meira