Með heiminn í eyrunum Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. september 2016 11:15 Hlaðvarpið (e. Podcast) er einn vinsælasti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Fréttablaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra.Halldór Marteinsson - FílalagFyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sérstaka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita af titli hlaðvarpsins í Google. Því má svo hlaða niður þaðan eða streyma þeim beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Fílalag Tónlistar hlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónarhorninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson aðdáandi hlaðvarpsins.Berglind PétursdóttirEnglaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríksdóttir fara yfir allt það helsta í slúður-og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, afhverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internetsérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunnáttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir kynningarstjóri RIFF og hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitnilegt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu atburðum. Vera er frábær og með ótrúlega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í uppvaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig ef það er drasl heima hjá mér þá er að Veru að kenna.“Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalagið er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks““ Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hlaðvarpið (e. Podcast) er einn vinsælasti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Fréttablaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra.Halldór Marteinsson - FílalagFyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sérstaka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita af titli hlaðvarpsins í Google. Því má svo hlaða niður þaðan eða streyma þeim beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Fílalag Tónlistar hlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónarhorninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson aðdáandi hlaðvarpsins.Berglind PétursdóttirEnglaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríksdóttir fara yfir allt það helsta í slúður-og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, afhverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internetsérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunnáttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir kynningarstjóri RIFF og hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitnilegt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu atburðum. Vera er frábær og með ótrúlega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í uppvaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig ef það er drasl heima hjá mér þá er að Veru að kenna.“Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalagið er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks““
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira