Fullgilding samnings um réttindi fatlaðra varðar okkur öll Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samningsins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega merkilegur mannréttindasamningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mannréttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannréttinda.Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á málefni fatlaðs fólks sem viðfangsefni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þessara meginreglna eru bann við mismunun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum margbreytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samningnum verða því einungis framkvæmdar með fræðslu og vitundarvakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnumótun og lagasetningu í samfélaginu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samningsins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega merkilegur mannréttindasamningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mannréttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannréttinda.Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á málefni fatlaðs fólks sem viðfangsefni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þessara meginreglna eru bann við mismunun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum margbreytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samningnum verða því einungis framkvæmdar með fræðslu og vitundarvakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnumótun og lagasetningu í samfélaginu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun