Lýðræðisleg ákvörðun um lífeyrismál Elín Björg Jónsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Það er afar mikilvægt að bandalög opinberra starfsmanna hafi náð samkomulagi við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk á Íslandi. Það er hluti af því markmiði að ná sátt á vinnumarkaði og bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga. BSRB skrifaði undir samkomulag við ríki og sveitarfélög á mánudag, eins og önnur heildarsamtök opinberra starfsmanna. Með því samkomulagi er fyrirkomulagi lífeyrismála breytt og tekið upp nýtt kerfi þar sem allir launamenn hafa sömu réttindi. Samhliða því hafa ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að leiðrétta launamun á milli opinbera markaðarins og hins almenna. Sú vinna á að taka að hámarki 10 ár og mun BSRB beita sér af fullum þunga til að tryggja að staðið verði við þann hluta samkomulagsins. Þegar breytingar eru fram undan eru eðlilega margar skoðanir á því hvaða leið eigi að fara. Gríðarleg vinna liggur á bak við það samkomulag sem undirritað var á mánudag og hefur frá upphafi verið fjallað um það á lýðræðislegan hátt innan BSRB. Allir formenn aðildarfélaga BSRB samþykktu árið 2010 að fara í þessa vegferð. Bandalagið hefur allt frá þeim tíma gætt hagsmuna núverandi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna og þeirra sem síðar munu verða félagar. Allt frá því þessi vegferð hófst hefur verið fjallað um stöðu viðræðnanna á fundum og þingum BSRB og áherslur bandalagsins skerptar og skýrðar. Sú vinna komst á lokapunkt þegar formannaráð BSRB, sem er æðsta vald þess milli þinga, fjallaði um málið í byrjun september. Á fundi formannaráðsins var farið ítarlega yfir niðurstöðu í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Að því loknu fór fram atkvæðagreiðsla þar sem formenn 22 félaga af 26 samþykktu að fela forystu BSRB að skrifa undir samkomulagið. Vinnunni er ekki lokið. BSRB mun sjá til þess að staðið verði við alla þætti samkomulagsins. Vinna við greiningu og leiðréttingu á launum er fram undan. Þar mun bandalagið halda áfram að gæta hagsmuna sinna félagsmanna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er afar mikilvægt að bandalög opinberra starfsmanna hafi náð samkomulagi við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk á Íslandi. Það er hluti af því markmiði að ná sátt á vinnumarkaði og bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga. BSRB skrifaði undir samkomulag við ríki og sveitarfélög á mánudag, eins og önnur heildarsamtök opinberra starfsmanna. Með því samkomulagi er fyrirkomulagi lífeyrismála breytt og tekið upp nýtt kerfi þar sem allir launamenn hafa sömu réttindi. Samhliða því hafa ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að leiðrétta launamun á milli opinbera markaðarins og hins almenna. Sú vinna á að taka að hámarki 10 ár og mun BSRB beita sér af fullum þunga til að tryggja að staðið verði við þann hluta samkomulagsins. Þegar breytingar eru fram undan eru eðlilega margar skoðanir á því hvaða leið eigi að fara. Gríðarleg vinna liggur á bak við það samkomulag sem undirritað var á mánudag og hefur frá upphafi verið fjallað um það á lýðræðislegan hátt innan BSRB. Allir formenn aðildarfélaga BSRB samþykktu árið 2010 að fara í þessa vegferð. Bandalagið hefur allt frá þeim tíma gætt hagsmuna núverandi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna og þeirra sem síðar munu verða félagar. Allt frá því þessi vegferð hófst hefur verið fjallað um stöðu viðræðnanna á fundum og þingum BSRB og áherslur bandalagsins skerptar og skýrðar. Sú vinna komst á lokapunkt þegar formannaráð BSRB, sem er æðsta vald þess milli þinga, fjallaði um málið í byrjun september. Á fundi formannaráðsins var farið ítarlega yfir niðurstöðu í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Að því loknu fór fram atkvæðagreiðsla þar sem formenn 22 félaga af 26 samþykktu að fela forystu BSRB að skrifa undir samkomulagið. Vinnunni er ekki lokið. BSRB mun sjá til þess að staðið verði við alla þætti samkomulagsins. Vinna við greiningu og leiðréttingu á launum er fram undan. Þar mun bandalagið halda áfram að gæta hagsmuna sinna félagsmanna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar