Um stöðvun viðskipta Baldur Thorlacius skrifar 4. desember 2012 06:00 Á síðustu vikum hefur Kauphöllin í tvígang gripið til þess ráðs að stöðva viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Í seinna skiptið var það gert í kjölfar viðtals við þingmann í erlendum fjölmiðli, þar sem fram kom að ríkið þyrfti að endursemja um skilmála skuldabréfanna. Ummælin voru birt á sama tíma og ríkisstjórnin fundaði um fjárhagsstöðu og málefni Íbúðalánasjóðs. Fjárhagsstaðan var öllum ljós fyrir fundinn, en markaðsaðilar biðu með mikilli eftirvæntingu eftir fregnum af því hvort ríkisstjórnin hygðist grípa til aðgerða til þess að draga úr skuldbindingu ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Þegar ummæli þingmannsins, sem jafnframt er formaður nefndar sem fer með ákveðin málefni Íbúðalánasjóðs, birtust á miðjum ríkisstjórnarfundi gat enginn gefið sér að þau byggðu einungis á hugmyndum og vangaveltum þingmannsins. Tímasetning ummælanna gat einmitt gefið til kynna að þau byggðu á stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefði jafnvel getað þýtt að í þeim fælust innherjaupplýsingar. Af þeirri ástæðu voru ummælin óheppileg, óháð því hvort umræddur þingmaður hafi búið yfir innherjaupplýsingum eða ekki. Óvissa ríkti um að jafnræði fjárfesta um aðgang að innherjaupplýsingum væri tryggt og því var ekki annað hægt en að stöðva viðskipti þar til tilkynnt hafði verið um niðurstöður fundarins með fullnægjandi hætti.Ákveðinn misskilningur Þar sem ákveðinn misskilningur virðist hafa ríkt meðal almennings um forsendur stöðvunarinnar verður hér farið stuttlega yfir það verklag og þær reglur sem kauphallir byggja slíkar ákvarðanir að jafnaði á. Stöðvun viðskipta er ekki framkvæmd sem einhvers konar refsing við því að verðmótandi upplýsingum hafi verið komið á framfæri og markmiðið með slíkri aðgerð er aldrei að koma í veg fyrir umræðu. Þvert á móti er hún framkvæmd til þess að allir geti fengið aðgang að slíkum upplýsingum og viðskipti átt sér stað á jafnræðisgrundvelli. Með verðmótandi upplýsingum er í stuttu máli átt við upplýsingar sem gætu skipt fjárfesta máli við mat þeirra á virði viðkomandi verðbréfa. Upplýst umræða um verðbréf á markaði er nauðsynleg, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, svo lengi sem tryggt er að upplýsingarnar sem hún byggir á hafi verið birtar á jafnræðisgrundvelli. Á jafnræðisgrundvelli þýðir að slíkar upplýsingar eiga að birtast öllum almenningi samtímis, í gegnum þar til gert fréttakerfi sem samþykkt hefur verið af Fjármálaeftirlitinu og dreifir upplýsingunum til alþjóðlegra fréttaveita og allra helstu fjölmiðla samtímis. Hafi verðmótandi upplýsingar ekki verið gerðar opinberar með viðeigandi hætti, jafnvel þó þær hafi verið birtar í fjölmiðlum eða ræddar á opinberum vettvangi, geta þær talist innherjaupplýsingar. Aðilar sem ætla mætti að gætu búið yfir innherjaupplýsingum, þ. á m. opinberir embættismenn, ættu því að taka mið af aðstæðum þegar þeir fjalla um málefni sem tengjast skráðum verðbréfum.Standa vörð um leikreglur Á grundvelli þess gagnsæis sem regluverkinu er ætlað að tryggja geta fjárfestar ákveðið að kaupa eða selja verðbréf, vitandi að jafnræði um aðgang að verðmótandi upplýsingum á að vera tryggt og að brot gegn þeirri jafnræðisreglu gætu varðað við lög og jafnvel fangelsisdóm. Markmiðið með regluverkinu er fyrst og fremst að tryggja að allir sitji við sama borð og þar með vernda hag þeirra sem koma með beinum eða óbeinum hætti að markaðnum. Í þessu felst rík fjárfestavernd sem getur aukið eftirspurn eftir skráðum verðbréfum og fyrir vikið geta útgefendur slíkra verðbréfa fjármagnað sig með hagstæðari hætti en ella, þ. á m. íslenska ríkið. Af þessum ástæðum kappkosta kauphallir og aðrir eftirlitsaðilar með verðbréfamörkuðum að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að standa vörð um leikreglur markaðsins. Eitt af þeim úrræðum sem fjármálaeftirlit og kauphallir geta gripið til í því samhengi er að stöðva viðskipti. Forsenda fyrir stöðvun viðskipta getur t.a.m. verið til staðar ef verðmyndun er af einhverri ástæðu óviss eða ef grunur er um að aðilar á markaði búi ekki við jafnan aðgang að innherjaupplýsingum. Grunur um ójafnræði getur skapað óróa sem dregur úr trausti og trúverðugleika markaðsins, jafnvel óháð því hvort raunverulegt ójafnræði hafi verið til staðar. Viðskipti geta þá verið stöðvuð þar til útgefandi hefur birt fréttatilkynningu sem fullnægir gagnsæiskröfum markaðsins, eða óvissu hefur verið aflétt með öðrum hætti. Stöðvun viðskipta er þó einungis framkvæmd í undantekningartilfellum. Um leið og traust á markaðnum dvínar getur kostnaður við fjármögnun hækkað. Til að setja þetta í samhengi má benda á að frá árinu 2009 hafa ríkið og Íbúðalánasjóður samtals gefið út skuldabréf og víxla fyrir rúmlega 1.400 milljarða kr. (heimild: Seðlabanki Íslands). Vaxtakjör þurfa ekki að breytast mikið til þess að viðbótarkostnaður af slíkri upphæð hlaupi á mörgum milljörðum og því hljóta allir að geta verið sammála um að trúverðugleiki markaðsins er ekki einkamál „markaðsmanna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur Kauphöllin í tvígang gripið til þess ráðs að stöðva viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Í seinna skiptið var það gert í kjölfar viðtals við þingmann í erlendum fjölmiðli, þar sem fram kom að ríkið þyrfti að endursemja um skilmála skuldabréfanna. Ummælin voru birt á sama tíma og ríkisstjórnin fundaði um fjárhagsstöðu og málefni Íbúðalánasjóðs. Fjárhagsstaðan var öllum ljós fyrir fundinn, en markaðsaðilar biðu með mikilli eftirvæntingu eftir fregnum af því hvort ríkisstjórnin hygðist grípa til aðgerða til þess að draga úr skuldbindingu ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Þegar ummæli þingmannsins, sem jafnframt er formaður nefndar sem fer með ákveðin málefni Íbúðalánasjóðs, birtust á miðjum ríkisstjórnarfundi gat enginn gefið sér að þau byggðu einungis á hugmyndum og vangaveltum þingmannsins. Tímasetning ummælanna gat einmitt gefið til kynna að þau byggðu á stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefði jafnvel getað þýtt að í þeim fælust innherjaupplýsingar. Af þeirri ástæðu voru ummælin óheppileg, óháð því hvort umræddur þingmaður hafi búið yfir innherjaupplýsingum eða ekki. Óvissa ríkti um að jafnræði fjárfesta um aðgang að innherjaupplýsingum væri tryggt og því var ekki annað hægt en að stöðva viðskipti þar til tilkynnt hafði verið um niðurstöður fundarins með fullnægjandi hætti.Ákveðinn misskilningur Þar sem ákveðinn misskilningur virðist hafa ríkt meðal almennings um forsendur stöðvunarinnar verður hér farið stuttlega yfir það verklag og þær reglur sem kauphallir byggja slíkar ákvarðanir að jafnaði á. Stöðvun viðskipta er ekki framkvæmd sem einhvers konar refsing við því að verðmótandi upplýsingum hafi verið komið á framfæri og markmiðið með slíkri aðgerð er aldrei að koma í veg fyrir umræðu. Þvert á móti er hún framkvæmd til þess að allir geti fengið aðgang að slíkum upplýsingum og viðskipti átt sér stað á jafnræðisgrundvelli. Með verðmótandi upplýsingum er í stuttu máli átt við upplýsingar sem gætu skipt fjárfesta máli við mat þeirra á virði viðkomandi verðbréfa. Upplýst umræða um verðbréf á markaði er nauðsynleg, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, svo lengi sem tryggt er að upplýsingarnar sem hún byggir á hafi verið birtar á jafnræðisgrundvelli. Á jafnræðisgrundvelli þýðir að slíkar upplýsingar eiga að birtast öllum almenningi samtímis, í gegnum þar til gert fréttakerfi sem samþykkt hefur verið af Fjármálaeftirlitinu og dreifir upplýsingunum til alþjóðlegra fréttaveita og allra helstu fjölmiðla samtímis. Hafi verðmótandi upplýsingar ekki verið gerðar opinberar með viðeigandi hætti, jafnvel þó þær hafi verið birtar í fjölmiðlum eða ræddar á opinberum vettvangi, geta þær talist innherjaupplýsingar. Aðilar sem ætla mætti að gætu búið yfir innherjaupplýsingum, þ. á m. opinberir embættismenn, ættu því að taka mið af aðstæðum þegar þeir fjalla um málefni sem tengjast skráðum verðbréfum.Standa vörð um leikreglur Á grundvelli þess gagnsæis sem regluverkinu er ætlað að tryggja geta fjárfestar ákveðið að kaupa eða selja verðbréf, vitandi að jafnræði um aðgang að verðmótandi upplýsingum á að vera tryggt og að brot gegn þeirri jafnræðisreglu gætu varðað við lög og jafnvel fangelsisdóm. Markmiðið með regluverkinu er fyrst og fremst að tryggja að allir sitji við sama borð og þar með vernda hag þeirra sem koma með beinum eða óbeinum hætti að markaðnum. Í þessu felst rík fjárfestavernd sem getur aukið eftirspurn eftir skráðum verðbréfum og fyrir vikið geta útgefendur slíkra verðbréfa fjármagnað sig með hagstæðari hætti en ella, þ. á m. íslenska ríkið. Af þessum ástæðum kappkosta kauphallir og aðrir eftirlitsaðilar með verðbréfamörkuðum að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að standa vörð um leikreglur markaðsins. Eitt af þeim úrræðum sem fjármálaeftirlit og kauphallir geta gripið til í því samhengi er að stöðva viðskipti. Forsenda fyrir stöðvun viðskipta getur t.a.m. verið til staðar ef verðmyndun er af einhverri ástæðu óviss eða ef grunur er um að aðilar á markaði búi ekki við jafnan aðgang að innherjaupplýsingum. Grunur um ójafnræði getur skapað óróa sem dregur úr trausti og trúverðugleika markaðsins, jafnvel óháð því hvort raunverulegt ójafnræði hafi verið til staðar. Viðskipti geta þá verið stöðvuð þar til útgefandi hefur birt fréttatilkynningu sem fullnægir gagnsæiskröfum markaðsins, eða óvissu hefur verið aflétt með öðrum hætti. Stöðvun viðskipta er þó einungis framkvæmd í undantekningartilfellum. Um leið og traust á markaðnum dvínar getur kostnaður við fjármögnun hækkað. Til að setja þetta í samhengi má benda á að frá árinu 2009 hafa ríkið og Íbúðalánasjóður samtals gefið út skuldabréf og víxla fyrir rúmlega 1.400 milljarða kr. (heimild: Seðlabanki Íslands). Vaxtakjör þurfa ekki að breytast mikið til þess að viðbótarkostnaður af slíkri upphæð hlaupi á mörgum milljörðum og því hljóta allir að geta verið sammála um að trúverðugleiki markaðsins er ekki einkamál „markaðsmanna“.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar